Bimba

Friday, January 19, 2007

kveðjur

Kæru (blogg)vinir nú er k omið að leiðarlokum og mál að þessu fari að linna. ÉG NENNI EKKI AÐ BLOGGA LENGUR!!!!!!!!!!!!!!! Svo nú hætti ´eg. Takk fyrir mig sérstaklega ykkur sem komuð með ath.semdir að ég tali nú ekki um þegar ég var í Svíþjóð og hafði mikla þörf fyrir að heyra frá ykkur. ÁÐur en ég hætti vil ég bara segja ykkur að það er allt svosem bara ágætt að frétta -miðað við aldur og fyrri störf. Allt ennþá í óvissu með vinnumálin og það er miður. Algjört limbó. EN það eru margir sem eiga við erfiðleika að stríða og sumir eru líka á hálum ís............. eins og t.d. Guðmundur í Byrginu. Miðað við hann er ég nú í góðum málum það sér hver maður!!! Hafið það alltaf sem best. kærar kveðjur Ingibjörg/Bimba

9 Comments:

At 12:39 PM, Anonymous Anonymous said...

Elskulega Ingibjörg !
Ég hef beðið eftir bloggi frá þér síðan 29.des. og svo kemur þetta, þú ætlar bara að hætta sisvona!
Ég skil þig samt vel, þetta fer að verða kvöð, líðanin stöðugt eins og þegar maður skuldar e-m bréf. En mikið rosalega hef ég haft gaman af pistlunum þínum.
Hlakka til að hitta þig í sumar.
Bestu kveðjur.
Kaliforníu-Hildur.

 
At 6:45 AM, Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir skemmtileg skrif,og hafðu það barasta gott,og líði þér sem best.Katrín kranga. (eða þannig)

 
At 10:27 PM, Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir allt bloggid (vonandi byrjardu á tví einhvern tíma aftur)! Hafdu tad sem allra best.
Bestu kvedjur,
Jóhanna Rósa

 
At 1:08 AM, Anonymous Anonymous said...

Elsku Ingibjörg mín
Leiðinlegt!! ég er alltaf að kíkja hvort eitthvað sé að frétta en ég skil þig vel. Verðum samt áfram í sambandi!! Við söknum þín mikið hér á Kotinu.

kv. Gulla.

 
At 5:57 AM, Anonymous Anonymous said...

Heillin mín ( ég heiti Jón, Maja, Maja, Maja )
Ég á eftir að sakna þess að fá engar nýjar fréttir í gegn um "bloggið" - Þakka fyrir að þú settir 68 ræðuna inn. Hún er auðvitað stór-skemmtileg.
Hafðu það sem best
Kv. Sigurjón

 
At 8:50 AM, Blogger Ingibjörg Margrét said...

Æ, en leiðinlegt. Ég skil þig þó mæta vel. Kannski verður þetta samt bara góð pása - hver veit. Allavega finnst mér sniðugt að sjá að þú hefur ákveðið að hætta á sama tíma og ég ákvað að glæða mína síðu svolitlu lífi - allavega tímabundið :)

Sjáumst í söngnum
Þín nafna Gunnlaugsd.

 
At 9:35 AM, Anonymous Anonymous said...

Blessuð og sæl Ingibjörg
þakka þér fyrir alla skemmtilegu pistlana hér í netheimum, sem og að leyfa mér og öðrum að fylgjast með þér í blíðu og stríðu. Það er mjög lærdómsríkt að sjá hvernig þú tekst á við lífið og tilveruna og þetta viðburðaríka ár hjá þér. Gangi þér allt í haginn og ég hlakka til að sjá þig.
Kveðja Berglind Indr.

 
At 12:09 PM, Anonymous Anonymous said...

æ, æ, bara hætt?

hafðu það sem allra best gæskan:-)

 
At 11:29 AM, Anonymous Anonymous said...

Elsku Bimba mín,
það er þá bara eitt til ráða, nú þarf ég að fara að tengja Skypið mitt aftur svo ég geti hringt og malað við þig eins lengi og oft og við viljum. Hefur verið yndislegt að fá að fylgjast með þér í gegnum súrt og sætt, fyrir utan það hvað ég hef oft hlegið að öllum skemmtilegheitunum sem velta upp úr þér.
Þú veist hvar við erum ef þú átt leið hjá, allaf velkomin
Ástar og saknaðarkveðjur frá okkur öllum í Valencia
Þín Sassa

 

Post a Comment

<< Home