Bimba

Friday, December 29, 2006

nú er kúfurinn af jólunum búinn og allir útreyktir eftir allt hangikjötið og hamborgarahryggina nema kannski þeir sem borða rjúpu. Við erum búin að hlusta á rjúpu söng Baggalútsmanna yfir öll jólin og það liggur við að hann slái út "ein er upp til fjalla yli húsa fjær". Þetta snertir streng í brjóstum viðkvæmra eins og t.d. hjá mér. Ég er búin að fjárfesta í bók sem heitir "fyrst ég gat getur þú líka" þetta er sjálfhjálparbók um hvernig maður hættir að ..... tja t.d. að borða rjúpu eða blogga. Ég geri það um hver áramót en byrja alltaf aftur. Nú ætla ég að taka þetta föstum tökum. En ég held það sé sjálfgert því það er e-ð að helv. blogginu ég skrifa og skrifa en það kemur ekkert svo allt í einu birtist heil lína löngu eftir að hún er skrifuð - mjög óþægilegt. Þekkja lesendur þetta vandamál?? Nú er ár síðan ég sat kófsveitt við að skrifa hátíðarræðuna fyrir 68 ballið á hótel SÖgu og ég var búin að lofa að birta hana hér á blogginu en gerði það aldrei svo aðdáendur mínir bíða spenntir og búnir að bíða í heilt ár. Ég held það sé við hæfi að ljúka árinu með því að birta valda kafla.................... gjöriði svo vel: Kaflar úr ræðu á 68 ballinu.:

Það má segja að við höfum uplifað miklar breytingar. Þeir sem eru af hinni raunverulegu 68 kynslóð muna tímana tvenna.Við munum eftir því þegar hápunktur vikunnar var barnatímimnn á sunnudögum, flesta daga vikunnar var fiskur í matinn og lambalæri um helgar Það sem var hvað mest framandi var saxbauti úr dós (Hvað sem það var nú)
Það var ein útvarpsstöð Við hlustuðum á lög unga fólksins einu sinni í viku þátturinn stóð yfir í rúman hálftíma á þriðjudagskvöldum ef ég man rétt og styttist ef það var mikið af tilkynningum eða auglýsingum eins og fyrir jólin. Á laugardagskvöldum var dagskrár liður sem var kynntur einhvern veginn svona. ‘Utvarp Rreykjavík -Nú verða leikin danslög af plötum ýmsir listamenn spila. Þá hlustuðum við í von um að það slæddist eitt og eitt bítlalag inn á milli þess að Karl Jullarbo sveiflaði nikkunni af mikilli snilld. og þýskir listamenn spiluðu lög frá ýmsum löndum.
Það var því fjör í kringum fóninn þegar þulurinn tilkynnti þurrlega að nú myndu bresku bítlarnir leika og syngja syrpu af lögum – það var alveg toppurinn

Einstaka stóreignamenn áttu plötuspilara og plötur en algengast var að fólk ætti ferðaútvarpstæki af gerðinni Nordmende sem í þá daga var algeng fermingargjöf.
Sjónvarp var ekki til nema kanasjónvarpið sem var inni á einstaka heimilum og það þótti mikið sport að komast einhvers staðar í að horfa á Bonansa eða Ed Sullivan sjóið.
Þá voru mjólkbúðir og við fórum mrð brúsa út í mjólkurbúð og afgreiðslustúlkan veiddimjólkina upp úr stórum mjólkurbrúsum og pakkaði skyrinu inn í smjörpappír
Krakkar fóru út í búð með net og miða í buddu sem þau réttu kaupmanninum sem afgreiddi vörurnar OMO þvottaduft, camelsígarettur og 1313 sápu . Og hann var oftast svona þjónbustulipur týpa vatnsgreiddur í hvítun slopp Þá hétu búðirnar í vesturbænum brekka, Straumnes, Sunnubúð eða Pétursbúð
Við munum þegar það voru hvít jól og
þegaríslendir námsmenn erlendis sendu jólakveðjur heim blindfullir og klipu börnin sín og þvingu ðu þau til að muldra e-r kveðjuorð til afa og ömmu
Sumir fóru í siglingar eins og það var kallað nokkrum sinnum yfir ævina, og þá var ætlast til að fólk yrði sólbrennt ef það fór til útlanda HVA varstu í Danmörku og ert ekkert brún. Hvað keyptirðu- Þá gat sá hinn sami fengið uppreisn æru ef hann hafði keypt e-ð spennandi. Og þeir sem fóru í siglingar voru iðulega benir a að kauupa hitt og þetta fyir vini og ættingja.
Ég man eftir að hafa séð bréf sem mamma mín skrifaði pabba þegar hann var í útlöndum. Þá var hún greinilega búin að senda honum innkaupalista en þetta var bara smá viðbót: Svo ætla ég að biðja þig að kaupa gúmmístígvélin á krakkana, ljósbláar buxur nr 16 með uppábroti og spæl að aftan fyrir hana Önnu Á 10, og dekk undir fíatinn hans pabba svo biður Jón bróðir þig að kaupa fyrir sig einn bjórkasssa.

Skólaböll voru haldin 2 á vetri og þau voru kölluð dansæfingarnar – Þá voru litlar hnellnar stelpur með túperað hár og stór brjóst í tísku og við þessar löngu mjóu flatbrjósta stúlkur stóðumn í röðum í felldu pilsunum okkara og peysusettum og biðum þess að einhver strákurinn mundi slysast til aðbjóða okkur upp.
Þvílkíkuir léttir þegar við frelsuðumst hentum uppstoppuðum brjóstahöldurunum
og fórum að dansa berfættar þegar okkur sýndist með slegið hár og í hippamussum. Það var sko frelsun.
En nú sjáum við nýja útgáfu af 68 kynslóðinni. Það er fólk sem er vel efnað, annars hefði það ekki efni á að koma á þetta ball, mjög fastheldið t.,d. verða allir að sitja við sömu borð ár eftir ár- og stór hluti þeirra kýs sjálfsstæðisflokkinn eða framsókn, þessi grein 68 kynslóðarinnar er jákvæð og hefur gaman af að skemmta sér –er það ekki!!! og ransókn sem greint var frá í frettum nýlega kemur fram að það trúir á jólasveininn og uppáhalds jólasveinninn er stúfur en vinsttri grænir fíla best kertasníki, enda er hannumhverfisvænn með kertin sín. OG örugglega á móti virkjunum.

mörg okkar muna ótrúlega langt aftur í timann m.ö.o. við eerum komin á efri ár. það er því orðið tímabært að hugsa um hvernig við viljum hafa það í ellinni. en á seinni árum hefur samfélagsmyndin breyst gíifurlega frá því sem áður var komið inn á og er sýnt að við munum verða kröfuharðari en sú kynslóð sem nú er elsta kynskóðin
Við erum eftirstríðsára börnin sprengju kynslóðin sem hefur sprengt allt utan af sér, skólana, háskólana, vinnumarkaðinn þegar konur fóru að þyrpast út á vinnumarkaðinn og nú bráðum elliheimilin. ‘I ár verða fyrstu eintökin af sprengju kynslóðinni sextug - eftir 5 ár förum við að nálgast óðfluga eeftirlaunaaldurinn.

. Ég er að vona að 68 kynslóðin sem nú hefur lagst í dvala og jarðað gamla baráttuviljann og uppreisnarhugann fari að róta í kistunni sinnisog rifji upp gamlar batáttuaðferðir og beita þeim í þ´gu aldraðra flower power og pís, enging læti eða ofbeldi.


Kaflar úr ræðu á 30 ára afmæli iðjuþjálfafélagsins:

Eitt erindið fjallaða um margvísleg hlutverk kvenna nú til dags.
Þegar ég var að alast upp á seinni helmingi síðusu aldar var lífið miklu einaldara en það er í dag
Þá voru konur flestar húsmæður og karlar voru yfirleitt fyrirvinnur . Hlutverkin voru skýrog fá. Konurnar voru heima á daginn í hagkaupssloppunum . Fóru e.t.v. út í mjólkurbúð og voru þá ekki sérlega uppábúnar , voru jafnvel með niðurrúllaða sokkana og með krullupinna í hárinu . En svo klæddu þær sig uppá ef þær fóru e-ð út fyrir hverfið sitt. Stundum skutust konurnar í hagkaupssloppunum í kaffi hver til annarrar og drukku staðið kaffi úr bústnum hitakönnum sem voru með litlum svampi undir stútnum svo ekki læki á dúkinn þó það gerði ekki mikið til því það var voksdúkur. hann þurfti ekki að þvo Mátti bara strjúka af honum. Þá hafði enginn heyrt um capuchino expresso eða kaffe latte nema þeir sem höfðu búið í s- evrópu kannski svo fólk stóð ekki frammi fyrir erfiðu vali þegar það ætlaði að fá ´sér kaffisopa. Viltu sopa “já ef þú átt það á könnunni” “Já það er nóg kaffi lagaði það í morgun”
Á þessum árum var aldrei neinn sem sagði – bara húsmóðir. Þ:að var sannarlega fullgilt starf að vera húsmóðir – þó ekki væri það metið til launa.
Karlarnir komu heim úr vinnu þegar langt var liðið á dag. Komu þreyttir heim og þá stóð maturinn tilbúinn á borðinu, einfaldur matur t.d. þverskorin ýsa og kartöflur og grautur í eftirmat Á kvöldin var svo setið í rólegheitum, hlustað á útvarp, konan stoppaði í sokka karlinn las í bók eða blaði. Ekki lenti heimilisfólkið í útistöðum um hvaða stöð ætti að horfa á sýn, enska boltann stöð 2, R’UV, Cirkus, það var bara ein stöð og hún var m.a.s . ekki með útsendingar á fimmtudögum þannig að þá var sjálfgert að saumaklúbbar og fundir væru á fimmtudögum. þannig að það þurfti ekki að standa í stappi út af því.
Um helgar gerði fólk sér dagamun og karlmenn fóru í sparifötin hvíta skyrtu og dökk jakkaföt og ilmuðu af Old Spice rakspíra (sem var sá eini sem fékkst að égheld) og þeir fóru með börnin í morgungöngu meðan húsfreyjan undirbjó hádegismatinn; sunnudagssteikina , lambalærið sígilda og heitan sveskjugraut með rjómablandi.
Um Helgar buðu þeir sem áttu bíl í bíltúr og þá var ekið rétt út fyrir borgina
t.d. í Heiðmörk eða Hellisgerði með nesti Þar var álafoss teppið breytt á jörðina og nestið tekið upp. brauð með ´tomötum og eggi eða mysingi og kaffi á brúsa - það var að margra mati hápúnktur ferðarinnar þegar nestið var borðað.
Þá var ekki brunað um þjóðvegi landsins með sumarbústaði útbúna öllum hugsanlegum heimilistækjum íeftirdragi.
Ef það var sunnudagur lá ungviðiðinu lífið á að komast heim og ná BARNAtímanum í útvarpinu hjá Skeggja Ásbjarnar eða þeim Helgu og Huldu Valtýs því það var aðal menningarviðburðurinn í lífi yngstu kynslóðarinnnar fyrir utan þrjú bíó svona af og til.. Þá voru tölvuleikir, myndbönd voru stjarnfræðilega fjarri.
Á þessum tíma söng fólk hástöfum “hann fékk bók og hún fékk nál og tvinna” í jólagjöf -engum fannst það hlægilegt. En hvað allt virðist hafa verið einfalt!

nú er öldin önnur

Hlutverkin hafa breyst. Nútíma konan er í mörgum hlutverkum og tekur sér ýmislegt fyrir hendur sem kynsystur hennar hefðu ekki einu sinni látiðsig dreyma um þegar ég var að alast upp.. Fyrir utan hin hefðbundnu kvennahlutverk starfar hún utan heimilisins er í námi samhliða vinnu, hún stundar líkamsrækt, og svo gæti hún verið í kór eða stjórn e-s félags, hún á margar vinkonur sem hún hittir á kaffihúsum og fer með í stuttar ferðir til útlanda en hún fer oft erlendis. Hún á mikið af fötum og gengur í push up brjóstahaldara og schock up sokkabuxum og er á danska kúrnum og ferðast um með litla vikt og grænmeti í poka.
.
Hún á aldraða foreldra sem eru hjálparþurfi og sem hún sinnir ef hún á enga systur .
Hún er hlynnt hollustufæði þ.e. grænmetis og baunaréttum ýmis konar en má sjaldan vera að því að elda svoleiðis, kaupir þá P-mat; pizzu, pylsur, pasta eða pítu nú eða bjúgu eða 1944 rétti.
Þegar hún er með saumaklúbb eða býður vinkonucnum heim getur hún ekki verið þekkt fyrir að bjóða upp ´a svampbotna með blönduðum ávöxtum úr dós og þeyttum rjóma einsog mamma gerði. Nei það verður að vera spelt brauð með heimalöguðu pestó og frönsk baka með ástríðualdin mauki a la Solla í grænum Kosti.
Og hlutverkin eru mörg :Móðir, Dóttir, amma, eiginkona, húsmóðir , starfsmaður, nemandi, kynvera, vinkona, líkamsræktarkona, söngkona, félagi í kvenfélagi o.m.fl. Ofan á þetta er hún með móral af því hún borðar óhollan mat , er of þung og hefur ekki tíma til að sinna öllum hlutverkunum sómasamlega
Æi ætli það sé ekki komið nóg en mér finnst margt til í þessu hjá mér Er það ekki?

4 Comments:

At 2:50 PM, Anonymous Anonymous said...

Sæl gæskan.
Það var mál til komið að þessi ræða yrði gerð opinber. Kærar þakkir, nú nægir mér að lesa hátíðarræðuna á nýársdag, þarf ekki á neitt skrall, enda ekki hægt að toppa það fjör og svo flutning fyndnasta íslendings ever;-) á þessari sömu ræðu fyrir ári síðan.
Skrítið til þess að hugsa að heilt ár sé liðið frá ævintýrunum þínum öllum, hæstu hæðum og dýpstu lægðum.
Er ekki bara framundan beinn og breiður vegur og balance með sjálfshjálparbók og nó sígó sér við hlið??
Segjum það alla vega, biðjum um það besta með bros á vör og reiknum með að fá allt sem við biðjum um.
Kveðja..........hmmmmm..... Freyja
Það er svo langt........langt síðan að ég man ekki hvor ég var Gog eða Gokke

 
At 9:08 PM, Blogger She said...

Eftir þennan lestur kemst ég að þeirri niðurstöðu að ég er næstum því ef ekki bara alveg af 68'kynslóðinn enda orðin fjórtán vetra það árið. Og það svo óumræðilega ljúft að fara aftur í huganum og rifja upp þessa sældartíma þegar lífið var svo einfalt og bara gufan til að hlusta á, framhaldsleikritin á fimmtudagskvöldum, Oliver Twist og Baskerville hundurinn og hvað þau nú hétu öll þessi leikrit. Sendiferðirnar fyrir ömmu með mjólkurbrúsann í annarri hendinni og budduna með 150 kallinum í hinni, syngjandi hástöfum þar sem engin hús eða fólk voru á leiðinni. Leggst algjörlega í nostalgíu yfir lestrinum. Takk fyrir að vera til elsku "frænka" og gleðilegt árið.
Sillan

 
At 4:49 AM, Anonymous Anonymous said...

sæl og gleðilegt ár Ingibjörg mín!
takk fyrir samveruna á gamla árinu og alla pistlana á blogginu, það er alltaf gaman að "líta við hjá þér" í netheimum.
Hittumst vonandi sem fyrst, þér er nú óhætt að líta á okkur mæðgurnar einhvern daginn.
bestu kveðjur
Berglind I

 
At 3:03 AM, Anonymous Anonymous said...

Hæ honí, á ekki að halda áfram að blogga? Síðasta blogg var vænt og gott en ekki halda að þú getir hætt!!! Upp með sokkana, áfram so!
Maður fer inn á á hverjum morgni og verður fyrir hrikhhhhalegum vonbrigðum...
Katla

 

Post a Comment

<< Home