Bimba

Friday, December 15, 2006

jólajólajólajólajól

Nú nálgast jólin óðfluga, það fer ekki framhjá neinum sem lítur í blöð eða hlustar á útvarp. Í útvarpinu allar þessar auglýsingar og jólalög af misjöfnum gæðum. Og dagblöðin hnausþykk og inihalda endalausar auglýsingar sem gera mann alveg tjúllaðan. Ég meina ef maður fer að skoða þær. Og svo má ekki gleyma öllum mataruppskriftunum, það er nú meira hvað fólkið ætlar að borða yfir þessa helgi. Ég kíki stundum í blöðin og sé e-ð áhugavert svo man ég ekkert hvar ég sá þetta þegar ég ætla að að finna uppskriftina, auglýsinguna eða hvað það er sem ég er að pæla í. Það eru örugglega fleiri en ég sem eru svona er það ekki??!! Enda endar þetta alltaf með að ég elda sama jólamatinn og gef bók eða handklæði í jólagjöf. Svakalega hugmyndarík.
Mér finnst hálf skrýtið að vera ekki í vinnunni og í raun sakna ég þess. Sakna vinnufélaganna o g gamla fólksins og stemmningarinnar sem óneitanlega er fyrir jól þó jólin séu oft erfið fyrir fólk sem er veikt og gamalt. Mér finnst ég hafi margt að gefa þó ég geti ekki unnið fasta vinnu. Nú stend ég fra,mmi fyrir því að hætta og mér finnst það erfitt, svona eins og að loka búð þar sem enn eru fullt af vörum í hillunum og ekki sé hirt um að selja lagerinn. Æi ég nenni ekki að röfla meira um þetta.
Nú er ég að fara í sundleikfimi á Grensás- síðasta tímann fyrir jól. Við Anna Axels kórsystir mín erum þarna en hinir "nemendurnir" eru allir 70-80 ára svo við Anna brillerum og ég fíla mig svo vel í þessum selskap. Ég þarf að drífa mig. Það er eins gott að liðka sig fyrir jólagjafakaupin og stússið!!!

2 Comments:

At 7:57 AM, Anonymous Anonymous said...

Sæl frænka,
mútta mín sat fyrir framan tölvuna hjá mér áðan og það tístí í henni alltaf öðru hvoru. Hún var að lesa bloggið þitt! „Mikið er þetta sniðugt að skrifa svona í tövuna,“ sagði hún við mig. Kannski hélt hún að þú kæmir hingað til mín til að skrifa, svo ég og hún getum lesið bréfin þín? Veit ekki alveg!. Hún biður a.m.k. fyrir bestu kveðjur til þín og þinna og sendir bestu jólaóskir.
kv. Ingó

 
At 8:58 AM, Anonymous Anonymous said...

Kæra Bimba. Þú ert alltaf jafn skemmtileg, hvort sem þú ert að skrifa fúlpistla( að þinni sögn) eða að flytja hátíðlega jólahugvekju (gott þetta með vitfirringana þrjá). Það að þekkja þig og umgangast er mannbætandi.
Bestu kveðjur
Hilmar

 

Post a Comment

<< Home