Bimba

Sunday, December 03, 2006

jólahugvekja

Jæja nú er ég að koma frá því að flytja jólahugvekju í Langholtskirkju. Legg ekki meira á ykkur.Eftir himneskan söng Langholtskórsins steig mín í pontu og þrumaði yfir lýðnum. Allt í léttum dúr en nú set ég hluta af þessu inn á bloggið. Þið hafið gott af því:
Nú er upphaf aðventu og tíminn sem er framundan einkennist af annríki af ýmsum toga. Enginn tími á árinu er jafn tengdur hefðum og föstum siðum hjá mörgu fólki.
Mjög oft eru siðirnir tengdir samveru við annað fólk sem er afar jákvætt, við gerum ýmislegt með fjölskyldu eða vinum eins og baka laufabrauð eða smákökur, förum á tónleika, aðventukvöld og jólahlaðborð eðs förum í jólagjafa innkaup - (ef við erum þá ekki búin að rubba þeim af í Dublin eða London einhvern tíma snemma hausts),
Allt þetta getur verið mjög jákvætt – alla vega á meðan við höfum stjórn á því. En stundum snýst þetta upp andhverfu sína og þessir ágætu siðir sem maður hefur komið sér upp fara að valda streitog álagi – við ætlum að gera svo margt og hafa það svo huggulegt að við sjáum ekki fram úr því
------------

Þegar égt var að alast upp á seinni helmingi síðustu aldar var ekki eins mikið um að vera á þessum tíma. En það er líka svo langt síðan að þá var sungið Í einum jólasöng “hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna” og það þótti ekkert tiltökumál. Ég er hrædd um að flestum konum nú á tímum .ætti súrt í broti að fá nál og tvinna í jólagjöf.
--------------
Skólinn já þar var allt með öðrum brag í desember. Þá voru kennaranir líka farnir að finna eplalyktina sem hafði góð áhrif á þá. Við fengum að gera ýmislegt sem var utan við námskrá. Við föndruðum, æfðum leikrit fyrir jólaskemmtnair, sungum jólasöngva og og lásum jólasögur. Þær voru oftast um hrakfarir og erfiðleika sem leystust farsællega á aðfangadag. T.d. um heimilisföður sem var á ferð milli bæja á aðfangadag þegar brast á mannskaðaveður og hann villtist af leið og fjölskyldan beið milli vonar og ótta. svo allt í einu datt heimilisfaðirinn alsnjóugur og örmagna inn úr dyrunum á litla torfbænum og hressist svo við hangikjötsilminn, kertaljósin oghlyjuna að fjölskyldan gat haldið jól.
Nútíma útgáfa af þessari sögu mundi vera um karl eða konu við skulum bara segja heimilisfaðir líka í þesu tilfelli sem starfar í London eða Kaupmannahöfn og ætlar að fljúga heim á aðfangadag en þá uppgötvast bilun í flugélinni og af því það er þssi dagur er ekki um aðra kosti að ræða en þessa einu vél. Svo það er alltútlit fyrir að hann komist ekki heim til að halda jól með fjölsk. Þá kemur kollegi úr fjármálaheiminum sem er staddur þarna á flugvellinum í sinni einkaþotu og hann býður honum far og heimilisfaðirinn pompar inn úr dyrunum með allar jólagjfirnar úr Harrods eða Illum og nær að eiga notalegt kvöld með fjölskyldunni áður en hann leggur íhann að nýju.

þegar ég var að vaxa úr grasi tíðkaðist ekki að mömmur væru mikið á fartinni farandi í alls slags jóladjamm. . Þær héldu sig mest heima og það var mikið bakað. Alls kyns smákökur vanilluhringir, gyðingakökur og piparkökur. Þær voru svo geymdar í sterkbyggðum kökuboxum á ýmsum leynistöðum þar sem börn gátu ekki náð í þær. Svo voru þær geymdar til jóla og stundum fram á vor því þær voru svo vel geymdar að þær hreinlega gleymdust.
Á þessum árum spurðu konur hverja aðra: Hvað bakarðu margar sortir og mig minnir að 7 sortir hafi þótt eðlilegt. Reyndar heyrði ég um húsmóður sem var vön að baka 20 sortir en eitt árið var hún svo óttalega löt að hún bakaði aðeins 18 sortir og það þótti henni heldur slappt, En þetta vandamál er úr sögunni og það þykir hálf hallærislegt að baka mikið. En það þarf að vera e-ð frumlegt úr nýjasta getgjafanum t.d.heilsusamlegar gulrótar pekanhnetu smákökur eða spelt ávaxtakökur með kornsýrópi e-ð framandi, hollt og öðruvísi. En nú er ekki smart að baka vanilluhringiog gyðingakökur.
-----------
það er auðvitað gamanef fjölskyldan getur sameinast við bakstur eða aðra iðju.
Þegar börnin mín voru yngri þá gerði ég ítrekaðar tilraunir til að eiga með þeim huggulega bökunarstund það kom fyrir að það gekk en oftast var þetta ekki eins og í glansblöðunum
Ég hnoðaði deigið og tók til útskurðarmunstrin;

Spilaði hressilega jólatónlist , kveikti á kertum og kallaði glaðlega á börnin og eiginmanninn. Þau hófust handa við að skera út og allt lék í lyndi og ég dreif í að taka myndir af liðinu á meðan allir voru ennþá tiltölulega glaðlegir og iðnir.
En úthaldið var ekki mikið hjá ungviðinu sem mjög fljótlega sneri sér að sínumm hugðarefnum sem ekki voru bakstur. og eiginmaðurinn fór að horfa á boltann í sjónvarpinu Þetta endaði yfirleitt með því að ég sat eftir ein og allt a rúi ogg stúi í kringum mig í eldhúsinu, deigklessur hveiti og glassúrklístur út um allt .
Svo náðist yfirleitt ekki að mála kökurnar nema kannski örfáar
Fyrir hvern skyldi ég hafa staðið í þessu……….
SAMT var þetta gaman.

Einn ungur vinur minn sem var að verða “buinn að öllu “ og var að leggja síðustu hönd á að setja upp fjárhúsið með jesúbarninu og öllu því tilheyrandi sagði nú vantar ekkert nema vitfirringana þrjá ……….


Ef við eigum aldraða ættingja hvort sem þeir dvelja á stofnunum eða í heimahúsum þá skulum við velta fyrir okkur hvort við gætum gefið þeim meira af tíma í jólagjöf. við gætum boðið þeim með okkur í bæinn kíkja á lífið og , fara á kaffihús eða boðið þeim heim í kakó og smákökur Sem sagt gefið þeim af tímanum okkar það er miklu betri jólagjöf en náttkjóllinn sígildi sem ömmurnar fá í jólagjöf og liggja ónotaðir í skúffunni þegar amma fer í sína hinstu ferð.

OG ÞARNA MÁTTI SJÁ KAFLA ÚR JÓLAHUGVEKJU SEM FLUTT VAR Í LANGHOLSTKIRKJU.
Orð í tíma töluð er það' ekki.

5 Comments:

At 12:46 AM, Anonymous Anonymous said...

Frábært!

Kveðja
Guðrún Gunnars.

 
At 3:02 AM, Anonymous Anonymous said...

Frábært að þú skulir vera byrjuð að blogga aftur. Þú ert svo ómissandi með morgunkaffinu, skilurðu!
Mikið held ég að það hafi verið gaman hjá kirkjugestum í Langholti í gær, það er út af dottlu (eins og fomminn segir) Verst að missa af þessu.
Bíð spennt eftir næsta bloggi.
kv Beta Létta

 
At 4:14 PM, Anonymous Anonymous said...

Þetta er náttúrulega bara snilldin tær mín kæra.:)
Ég bakaði sko Gyðingakökur í gær og ætla fljótlega í vanilluhringina og þá sagði ein vinkona mín við mig, Oh María þú ert alltaf svo gamaldags þannig að sennilega er þetta rétt hjá þér með jólabaksturinn.
Þú hleypir birtu inná mörg heimili í kringum mig Bimba mín bara ef ég minnist á nafnið þitt.
Þú ert æði.
Þín María Björk

 
At 7:25 AM, Anonymous Anonymous said...

Þetta er rosalega gott Bimba. Sambland af hlýju og kímni í þínum snilldaranda.

Kveðja, Dóra Th

 
At 2:04 PM, Anonymous Anonymous said...

Þú ert náttúrulega bara snillingur Bimba. Frábær pistill hjá þér og óendanlega sannur og skemmtilegur eins og þú.
Kærar kveðjur frá þeirri gömlu.
kv. Ingó frænka.

 

Post a Comment

<< Home