Bimba

Monday, December 25, 2006

Jóladagur

Nú er jóladagur að kveldi kominn. Búinn að vera ekta náttfatadagur, búið að næra sig, sofa og lesa, og nú síðast spila scrabble eða hvað þetta nú heitir. Pétur vann og ég var í 2.sæti. Slíkt heyrir til undantekninga ég er svo lítið fyrir að spila, nú sitja þau hin og spila kana og ég stakk af.
Í gamla daga var alltaf jólaboð í Granaskjólsfjölsk. á jóladag og Gylfisens (afkomendur EInars Gylfa) komu á annan. En nú hefur orðið breyting á Graningjarnir hittast seinna. Og þau sem eru í bænum af Gylfisens koma á morgun en þá verðum við óvenjufá því Það eru svo margir að heiman. Pétur er heima nú yfir jólin og það er voða gaman að hafa hann hér heima. Hann fer út 4. jan. og þá fer hann í próf en hann er ekki viss um framhaldið blessaður drengurinn.
Nú erum við b úin að borða hamborgarahrygg í 2 daga og það er alveg fínt. Hann fer að hanga út úr eyrunum á manni ef hann hefði dugað lengur en góður var ´ann.
Ég vona að þið þarna úti hafið átt góð og gleðirík jól og ég bið ykkur að fyrirgefa hvað ég var ódugleg að senda jólakort. Það var næstum búið að eyðileggja jólagleðina fyrir mér að ég fékk svo mörg jólakort en sendi svo fá sjálf en ég hugsa til ykkar með auðmjúku hjarta og þökk.
Ég fékk svo fína gjöf frá Helgu frænku en það var dagbók sem hún skrifaði þegar hún var með mér í Lundi fyrir rúmu ári síðan. Það var magnað að lesa og rifja upp í dag þegar ég sat hér og gluggaði í heftið. Snerti hjartað í mér, þetta var svo magnaður tími og þeir sem fóru með mér upplifðu þetta svo sterkt með mér en það voru fyrir utan Helgu, Hrönn, Freyja og Gylfi. Svo kom Elín keyrandi frá Oslo og var með okkur Helgu yfir helgi í sumarbústað í Halmstad. Elskurnar mínar þakka ykkur fyrir ALLT. Nú er mál að hætta áður en tilfinningarnar ber mig að ofurliði.

2 Comments:

At 3:21 AM, Anonymous Anonymous said...

gleðileg jólin Bimba mín, njóttu þeirra sem best þú getur, jólakveðja Halla blómastelpa

 
At 3:18 PM, Anonymous Anonymous said...

sendi þér og þínum bestu kveðjur kæra Ingibjörg

og gleðilega rest;)

 

Post a Comment

<< Home