Bimba

Saturday, December 23, 2006

Þá er Þorláksmessa runnin upp. OG við hjónin búin að fara í Bónus sem er aðal viðkomustaður fólks á þessum degi. Þar var allt með þokkalega kyrrum kjörum, smá brjálæði í gangi eins og á venjulegum laugardegi. Við og hinir hömstruðu eins og framundan væri frostaveturinn mikli með tilheyrandi skorti og svarta dauða (flensu sko) og nú er engin hætta á að við verðum uppiskroppa - skrýtið orð- með nokkurn skapaðan hlut fyrr en einhvern tíman í febrúar. Nú hefur óveðrinu slotað sem er búið að herja á okkur undanfarna daga og þessi líka blíða úti. og það er búið að aflýsa Þorláksmessusöng Léttsveitarinnar sem átti að vera við skautasvellið í kvöld af því það átti að verða svo vont veður já það eru svakalegir duttlungar í þessu veðri.
Við erum búin að setja jólatréð í fótinn og kaupa inn svo við erum með allt á hreinu hér í Granaskjóli 14 vantar bara nokkrar jólagjafir og svo þarf að taka soldið til þá er þetta komið ekki mikið mál að halda jól. Svo er boltinn Tottenham eða e-ð í þeim dúr að byrja núna kl 15 og str´karnir ætla að kíkja á það en ég er að hugsa um að fara e-ð í heimsókn til fólks sem á smákökur og vita hvort ég get ekki herjað út svo sem eins og 4-5, jeg er så lækkersulten eins og maður segir í DK. Það er ekki víst að ég skrifi meira fyrir jól svo ég óska ykkur bloggvinum mínum gleðilegra jóla og þakka ykkur fyrir kommentin og tryggðina þrátt fyrir stopul skrif.

2 Comments:

At 3:41 PM, Anonymous Anonymous said...

Elsku Bima.
ÉG óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla og vona að þið hafið það sem allra best.
Þakka þér fyrir allar gleðistundirnar sem þú hefur gefið okkur samferðafólkinu á árinu sem er að líða.
Jólaknús,
Hanna Guðjóns.

 
At 2:59 AM, Anonymous Anonymous said...

Elsku Bimba.
Við hjónin óskum þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla. Lifið heil og kærar þakkir fyrir allar skemmtilegu stundirnar með þér að ég tali ekki um bloggið sem maður kíkir á þess á milli.

Jólakveðjur
María Ólafs

 

Post a Comment

<< Home