Bimba

Wednesday, November 29, 2006

fúlipistill

Nú er ég búin að hvíla mig á bloggskrifum í tæpa 2 mánuði. Það er allt í lagi að prufa svolítið aftur. Í gær var 28.11. og þá var nákvæmlega 1 ár frá því ég fór í aðgerðina í Lundi OG ÞVÍILÍKT 'AR. Miklar gleðistundir og miklar sorgarstundir og vonbrigði. Sem sagt miklar sveiflur upp og niður. Ekki orð meira um það. Alltaf skal ég druslast í gegnum þetta allt saman.
Á þessum 2 mánuðum sem ekki hefur sést neitt frá mér hefur margt gertst. Fyrst ber að' nefna að ég reyndi að vinna. Vann hálfa vinnu í einn mánuð en gafst þá upp. Parka einkennin urðu miklu meira áberandi á þessum tíma varð svo offboðslega þreytt að ég bara gafst upp. Mikið áfall fyrir mig og algjör bömmer. Ég var með uppistand á einhverri tæknifræðingahátíð á Hotel Sögu. Þeir hringdu og sögðust hafa heyrt af mér og báðu mig að koma og skemmta og ég gerði það auðvitað. Svo var hringt í mig og ég beðin að vera með fjölskylduvæna jólahugvekju á aðventukvöldi í kirkju hér´i bæ. Ég sagði að það væri ekki mín sterka hlið en eftir mikla pressu- alveg satt- sagði ég já. Kannski að ég leggi þetta bara fyrir mig núna þegar ég get ekki unnið eins og ég gerði1 áður. Þessi skrif mín endurspegla hvað ég lifi skrýtnu lífi núna. Er í lausu lofti veit ekkert. Ég e r meira að segja farin að spá alvarlega í að ég þurfi að hætta í Létttsveitinni því ég er að missa röddina. Ég er reyndar byrjuð í talþjálfun til að styrkja röddina og finnst ég hafa skánað við það svo kannski tekst mér að laga þetta. Já ég er að jússast við að byggja mig upp og er byrjuð í sundleikfimi 2 í viku. Já það er fjör já það er fjör í VE he estmanneyjum.
Og nú hætti ég og verð skemmtilegri næst.,

7 Comments:

At 12:24 AM, Anonymous Anonymous said...

Elsku Bimba, ég er svo þakklát fyrir að fá að vera með þér í Léttsveitinni og vona að þú haldir áfram svo lengi sem mögulegt er. Þú ert svo mikill gleðigjafi og skil vel að hin og þessi samtök hringi í þig til að fá þig til að troða upp með skemmtilegheit og jólahugvekur og hvað eina.
Eins og kellan sagði hérna um árið; "Mér leggst eitthvað til", og eitt er víst að allt er breytingum háð í þessu lífi og ekki amalegt að geta unnið við að skemmta öðrum.
Gangi þér allt í haginn og vona að heilsan batni.
kveðja
Guðrún Gunnars.

 
At 2:46 AM, Anonymous Anonymous said...

Sæl Ingibjörg mín
Búin að hugsa mikið til þín en það er bara ekki nóg!! Gott að heyra aftur í þér. Ég er viss um að þú finnur þinn farveg í þessu breytta lífi þínu en auðvitað er þetta skítt og erfitt og kostar örugglega tár í koddann. Vonandi sjáumst við áður en langt um líður. Söknum þín hér á Kotinu.
kveðja Gulla.

 
At 3:15 AM, Blogger bimba said...

Ég verð að segja ykkur það að mér þykir óskaplega vænt um að fá svona upp-pepp og hlý orð. Kærar þakkir elskurnar.

 
At 2:41 PM, Anonymous Anonymous said...

Gaman að heyra frá þér. Hafðu það sem best. Kveðja Steini L-1

 
At 4:39 PM, Anonymous Anonymous said...

Það er betra að hafa ekkert að gera en að gera ekki neitt.
Og annað.....syng meira að segja þótt laglaus þyki, so what!
Kveðja, Ólöf Ragnarsdóttir

 
At 9:17 PM, Anonymous Anonymous said...

Elsku skemmtilega Ingibjörg!
Ég var orðin verulega áhyggjufull, ekkert blogg og engin lína í póstinum. Það er skítt að þurfa að hætta að vinna þegar manni finnst gaman í vinnunni. Vona að þú finnir þig á nýju hillunni, þeir sem til þekkja segja að það sé "no business as show business"! Hringi bráðum.
Kveðja, Kaliforniu-Hildur.

 
At 10:24 AM, Anonymous Anonymous said...

Hæ Bimba mín!

Þú átt framabraut í vændum sem ræðuhaldari. Hvort sem er uppistandari, sem þú ert frábær í, og svo líka sem aðventuhugvekjari. Þú hefur svo mikið innsæi og tilfinninganæmi, til að vekja stemmningu, á hvaða sviði sem er.

Ástarkveðjur, Dóra Th

 

Post a Comment

<< Home