Bimba

Wednesday, November 29, 2006

fúlipistill

Nú er ég búin að hvíla mig á bloggskrifum í tæpa 2 mánuði. Það er allt í lagi að prufa svolítið aftur. Í gær var 28.11. og þá var nákvæmlega 1 ár frá því ég fór í aðgerðina í Lundi OG ÞVÍILÍKT 'AR. Miklar gleðistundir og miklar sorgarstundir og vonbrigði. Sem sagt miklar sveiflur upp og niður. Ekki orð meira um það. Alltaf skal ég druslast í gegnum þetta allt saman.
Á þessum 2 mánuðum sem ekki hefur sést neitt frá mér hefur margt gertst. Fyrst ber að' nefna að ég reyndi að vinna. Vann hálfa vinnu í einn mánuð en gafst þá upp. Parka einkennin urðu miklu meira áberandi á þessum tíma varð svo offboðslega þreytt að ég bara gafst upp. Mikið áfall fyrir mig og algjör bömmer. Ég var með uppistand á einhverri tæknifræðingahátíð á Hotel Sögu. Þeir hringdu og sögðust hafa heyrt af mér og báðu mig að koma og skemmta og ég gerði það auðvitað. Svo var hringt í mig og ég beðin að vera með fjölskylduvæna jólahugvekju á aðventukvöldi í kirkju hér´i bæ. Ég sagði að það væri ekki mín sterka hlið en eftir mikla pressu- alveg satt- sagði ég já. Kannski að ég leggi þetta bara fyrir mig núna þegar ég get ekki unnið eins og ég gerði1 áður. Þessi skrif mín endurspegla hvað ég lifi skrýtnu lífi núna. Er í lausu lofti veit ekkert. Ég e r meira að segja farin að spá alvarlega í að ég þurfi að hætta í Létttsveitinni því ég er að missa röddina. Ég er reyndar byrjuð í talþjálfun til að styrkja röddina og finnst ég hafa skánað við það svo kannski tekst mér að laga þetta. Já ég er að jússast við að byggja mig upp og er byrjuð í sundleikfimi 2 í viku. Já það er fjör já það er fjör í VE he estmanneyjum.
Og nú hætti ég og verð skemmtilegri næst.,