Bimba

Friday, October 06, 2006

Nú hefur hversdagsleikinn aftur haldið innreið sína. Ég er byrjuð að vinna og var afskaplega gott að koma aftur á Landakot þar sem ég á marga góða vinnufélaga/vini sem tóku svo hlýlega á móti mér. Það var og er mikils virði. Ég ætla að sinna 50% stöðu. Mun vinna 4 daga í viku, 5 tíma á dag.
Ég byrjaði í gær og var bara nokkuð hress en aftur á móti ekki eins góðu formi í dag en þetta þarf nú líka að venjast. Ég er að vinna á deild þar sem ég hef ekki unnið áður og mér líst vel á starfsfólkið og sjúklingana. Einar GYLFI byrjaði líka að vinna eftir sitt veikindaleyfi. Hann byrjaði á þriðjudaginn.

Þetta verður stuttt og laggott í dag.
En ég má til að segjafrá því að þegar við vorum búin að gera upprisuhátíðina upp var afgangs 157.000 kr og við l´letum það renna til Parkinsonsamtakanna og það hefur verið greitt inná reikning þeirra.
Ég er búin að fá mjög jákvæð viðbrögð á hátíðina fólk talar um veislu aldarinnar og annað í þeim dúr. Skemmtikraftarnir fá mikið hrós og veitingarnar og þakka ég ykkur öllum hjartanlega fyrir ykkar framlag kæru skemmtikraftar og elsku Léttsveit takk fyrir veitingarnar fínu.

3 Comments:

At 9:36 AM, Blogger vésí beib said...

doktor bimsfríður, ertu hætt að blogga?! hvað á það að þýða?

 
At 7:10 AM, Anonymous Anonymous said...

Doktor Bimbsfríður, ef þú mættir ekki á kóræfingar myndi ég halda að þú hefðir stungið af með monníngana! Meira blogg meira blogg meira blogg!

 
At 3:41 PM, Anonymous Anonymous said...

Koma svo Bimba, Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt ...blogg

 

Post a Comment

<< Home