Bimba

Sunday, September 24, 2006

Daginn eftir............

Daginn eftir upprisuhátíðina lést hún mamma mín elskuleg. Það var kl 10.30 um morguninn að það var hringt og lát hennar tilkynnt. Hún dó södd lífdaga eftir langt og strangt veikindastríð.
Ég hefði bara viljað vera hjá henni þegar hún fór, mér finnst svo nöturlegt að ekkert okkar var hjá henni þegar hún kvaddi þennan heim. Að vísu voru tvær mjög ljúfar starfsstúlkur hjá henni en ég vildi samt óska að það hefði verið e-t okkar barna hennar. Okkur var tjáð að þeim hafi fundist eins og hún væri að skilja við um kl. 21.30 þ. 22. þegar veislan var í hámarki en svo var eins oghún hætti við það og hún beið með það þangað til veislan var búin og við búin að sofa út.
Hún hefur alltaf veriðsvo tillitssöm hún mamma mín elskuleg. Hún var farin að mestu frá okkur síðustu vikurnar en nú er hún alveg farin og nú sakna ég hennar. Hún var alltaf svo blíð og góð og öllum sem þekktu hana fannst svo vænt um hana end var hún mjög vinamörg og vel liðin hvar sem hún fór. Guð blessi minningu hennar.

Saturday, September 23, 2006

Að upprisuhátið lokinni

Þá er upprisuhátíðin liðin. Það var geysifjölmennt einhvers staðar milli 4 og 5oo manns, alveg ótrúlega margir lögðu leið sína í Félagsheimilið þá Nesinu þetta kvöld. Allt fór fram með stakri prýði og þeir sem þurftu að standa báru sig vel. Þrátt fyrir þrengslin var stemmningin góð.
Skemmtiatriði voru ekki af verri endanum. Halldór Gunnarsson reið á vaðið og spila'i á píanó -líka undir fjöldasöng í myrkri á sviðinu (Steve wonder stæll á því) það var ekki fyrr líða tók á kvöld að útkall rafvirkja bar árangur og "það varð ljós". Þetta varð til þesss að tímaplan fór úr skorðum og öllu programmi seinkaði. En allir voru í góðu skapi og létu þetta ekki á sig fá.
Eftir fjöldasöng stigu á svið Helga og Arnór sem tóku nokkur EYjalög með stæl. En á milli þessara atriða steig uundirrituð fram og flutti smá pistil eða bara svona smá þar sem gestir voru boðnir velkomnir og örlitla kynningu á píslargöngunni undan farið ár.
Á eftir Helgu og Arnóri (Helga er m.a.o. systir Gylfa) kom Bjargræðistríóið sem sló í gegmn að vanda með Jóa útherja og fleiri skemmtilegum lögum og leikrænum tilburðum en í tríóinu eru hún Alla okkar píanóleikari Léttsveitarinnar og stórsöngkonan Anna Sigga og hann Örn sem flytur hann Jóa svo óbærilega vel með aðstoð superkvennanna tveggja að það verður seint leikið eftir. Þar á eftir komu á sviðið dívurnar tvær þær Jóhanna Þórhalls og Signý Sæm. sem sungu undurfallegt ítalskt lag og gerðu það svo fallega að það lá við að maður væri að skæla. Eftir það söng kórinn þ.e. Léttsveitin nokkuir létt lög.
Á eftir þeim kom hann Skapti frændi minn Ólafs og reif upp magnað stuð með gömlu slögurunum sínum og salurinn kunni heldur betur að meta það og klappaði og söng með. Svo flutti hann When you´re smiling með ísl. Texta voða fallegt. Einhver staðar inn á milli tróðu Léttsveitarvinkonur mínar upp með atriði. Það var nú ekkert fyndið hjá þeim. Þær voru að gera grín að mér, hárkollunum, gervitönnunum og stóru töskunum mínum þar sem ég geymi helstu nauðsynjar. Það eina sem var flott hjáþeim var þegar þær spiluðu Superstar og opinberuðu mynd afmér í einni og hálfri líkamstærð- mér fannst það svona ágætt og vel við hæfi. Svo var Védís e-ð að bulla og sumum fannst það fyndið ég held fólk hafi ekki verið að hlægja að því sem hún sagði heldur bara einhverju öðru. Ég var alveg hissa hvað þær fengu gott hljóð.
Þá kom að því að Þórólfur, Sæli og Svavar spiluði . Svavar tók listatakta á gítarinn algjör snilli og hinir tveir voru góðir að vanda. Á eftir þeir steig ÉG á svið og var með Best off uppistand og það v ar voða fyndið hjá mér - alla vega hló fólk eins og vitleysingar. Bróðir minn segir að það sé nú ekkert að marka það því þetta hafi allt verið vinir mínir.
Þegar ég hafði loki'ð máli mínu komust loks að hluti úr Hippabandinu frá Vestmannaeyjum en það voru Helga og Arnór, Davíð sonur þeirra og siggi vinur hans og heiðursgestur með þ eim var gítarsnillingurinn Joddi, Svo þarna v0oru margir snillingar saman komnir. Þau spiluðu svo til
kl 1 eða hálf tvö og þá var mikið dansað og mikið stuð. Þetta var alveg frábærlega gert flottur söngur og hljóðfæraleikur. Hjartans þakkir til ykkar allra sem tróðuð upp.
Það voru flottar veitingar á borðum en þær sáu elskulegar kórtsystur mínar um og gerðu það vel að vanda.
Þórkatla mín var veislustjóri og leysti það röggsamlega eins og hennar er von og vísa. Reyndar átti hún afmæli þennan dag og við sungum ekki einu sinni afmælissönginn fyrir hana.
Það var þreytt -mjög þreytt en ánægð kona sem hélt heim eftir ótrúlegt kvöld búin að kyssa ca 400 mannsx2 (þegar fólk kom og fór) sem sagt 800 kossar geri aðrir betur - ótrúlega þakklát og ánægð með að eiga svona góða vini og fjölskyldu sem vildi eyða þessu kvöldi til að meðfagna.
Innilegar þakkir fyrir. Varðandi púkkið sem margir lögðu í skal tekið fram að það sem verður afgangs þegar búið er að borga húsið og vinnulaun starfsfólks rennur til Parkinsonsamtakanna bara svona að þið vitið það. EN alla vega takk takk fyrir allt.

Wednesday, September 20, 2006

að halda upp á

Nú líður að hátíðinni miklu. Hátíð lífsins. Er þetta ekki soldið væmið.?! En það er alla vega verið að halda upp á lífið og tilveruna. Sumir hafa staðið í þeirri meiningu að þetta sé afmælisveisla en því fer fjarri þetta er rétt og slétt uppáhaldsveisla. SUm sé verið að halda upp á ........... þá eru engar gjafir eða svoleiðis bara koma og gefa nærveru sína jú það var þetta með púkkið það er auðvitað gjöf út af fyrir sig. Æi hvaða röfl er þetta nú nenni ég ekki að þvæla meira um þetta en þið skiljið hvað ég meina. Það er fullt af elskulegu fólki með hæfileika sem ætlar að troða upp - ó hvað það verður gaman. Ég er orðin svo spennt. VInkonur mínar Létturnar ætla að sjá um veitingar - alltaf eru þær eins þessar elskur. Það koma margir góðir gestir og sumir langt að þannig að þau verða aðfá e-ð í svanginn. Já það koma margir langt að t.d. koma gestir frá Danmörku og Noregi og Vestmannaeyjum.
Já nú er bara að hemja sig fram á föstudagskvöld.
Efeinhver les þetta sem þekkir mig og langar til að koma þá bara komdu.
Jæja -ég get ekki skrifað um neitt annað og hætti þessu hér með.

Thursday, September 14, 2006

upprisuþankar

Ég var spurð um daginn hvort ég væri að keppa við Krist af því ég ætlaði að halda upprisuhátíð. Það var nú ekki meiningin - ég hafði ekki hugsað mér það. En upprisa er það þannig að ég er ekki eins illa á mig komin og áður en ég fór í fyrstu aðgerð og um það snýst málið. Margt - mjög margt- sem gengur betur þó það mætti auðvitað vera betra. T.d. eiga sumir erfitt með að tala eftir aðgerðina en það hef ég alveg sloppið við - ég get ímyndað mér að það hefði orðið algjört áfall fyrir mig ef ég hefði átt í erfiðleikum með að tjá mig. Alla vega finnst mér við hæfi að halda upp á svo margt. Ég vona bara að allt gangi vel. Ég veit ekkert hvað það koma margir- bara að það fari ekki úr böndunum en að öðru leyti hef ég ekki áhyggjur Ég þekki bara skemmtilegt fólk sem kann að skemmta sér svo þetta verður örugglega gaman. Það verða ýmis skemmtiatriði og húllum hæ . Ýmsir hæfileikaríkir vinir mínir ætla að troða upp svo það verður örugglega stöööð. Það skyggir að vísu´á að það er ýmsir góðir sem geta ekki komið en það er alltaf svoleiðis og það þýðir ekki að láta það ergja sig um of.
Nú er Einar Gylfi allur að ná sér eftir hjartaáfallið þó ekki megi hann við miklu. Hann tekur þetta föstum tökum og fer eftir leiðbeiningum. Hann má ekki vinna í 4 vikur svo nú erum við gömlu hjónin hérna bæði. M.a.o. ég ætla að byrja að vinna á Landakoti 1.okt. í hálfri stöðu. Það verður væntanlega gott að koma sér í gang aftur, vona að það gangi allt upp.
Jæja og Magni á leið heim svo nú þarf fólk ekki að vera vansvefta á miðviku- og fimmtudögum og þjóðin getur glaðst yfir sameiningu litlu fjölskyldunnar og að Magni þessi ljúfi sveitadrengur að austan lendi ekki í slagtogi við þessi dóphausa og voðamenni. Æ hvaða hvaða...... Þetta eru örugglega vænstu grey, bara orðnir svolítið útlifaðir. Hver er það ekki ef grannt er skoðað.
Sjáumst á upprisuhátíðinni!!

Thursday, September 07, 2006

smá viðbót

gleymdi einu : þið megið leggja í púkk 500-1000 kr við innganginn!!

ýmsir stórviðburðir

Nú er orðið langt síðan ég hef skrifað og það hefur ýmislegt gerst í millitíðinni.
Einar Gylfi afrekaði það að fá hjartaáfall. Það gerðist sl. sunnudag. Hann var búinn að vera e-ð slappur dagana áður en svo komu Atli sonur og Anna tengdó í sunnudagsheimsókn ásamt Sigrúnu ÁStu og sáu að ekki var allt með felldu. Þau drifu hann upp á bráðamóttöku og þar uppgötvaðist að ein kransæðin var algjörlega stífluð og hann var blásinn eins og það er kallað og losað um stífluna og settur einhver gormur inn til að halda æðinni opinni. Læknirinn sem sér um hann segir að Atli og Anna hafi brugðist hárrétt við og hann segir að þau hafi bjargað honum með að drífa hann uppeftir á spítalann á hárréttum tímapunkti. Já það er ekkert annað.
Einar ggylfi er enn slappur og er ennþá á hjartadeildinni en trúlega kemur hann heim í dag. Hann á að hafa hægt um sig í 4 vikur. Ég hugsaði með mér að best væri að setja þetta bara á bloggið svo það yrði ekki neinn misskilningur - VIÐ HÖLDUM OKKUR VIÐ UPPRISUHÁTÍÐINA NÚ VERÐUR HÚN BARA TVÖFÖLD.
Sem sagt: Þann 22. september höldum við hátíð. Það verður í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi við Suðurströnd (við hliðina á sundlauginni). Hátíðin hefst kl 20.30. Þar munu ýmsir listamenn þekktir og minna þekktir troða upp og skemmta með söng og hljóðfæraleik frá ýmsum löndum.
Ég segi ekkert meira og hananú. Allir vinir og ættingjar eru velkomnir. Sjáumst.