Bimba

Thursday, August 31, 2006

upprisuhátíð

Hér með kemur fyrsta tilkynning um upprisuhátíðina. Eins og málin líta út núna verður hún haldin 22.sept. sem er föstudagur í félagsheimili Seltjarnarness. Þetta er þakkarhátíð fyrir vini og ættingja og alla velgjörðarmenn mína. Þar verður eitt og annað skemmtilegt á dagskrá og svo verður bara yndislegt að hitta ykkur öll. Heyrið nánar síðar en takið daginn frá. Látið þetta berast til þeirra sem málið varðar sum sé allra vina minna.

Tuesday, August 29, 2006

brúðkaup og upprisuhátíð

Það mætti halda að Lundúnaferðin hefði tekið svo á mig að ég væri hætt að blogga. En nei þið sleppið ekki svona vel.
Hjalti og Linda giftu sig á föstudaginn. Það var mjög fín og einföld borgaraleg athöfn sem fór fram heima hjá Guðrúnu mömmu Hjalta að viðstöddum öllum foreldrum og systkinum. Ungu hjónin voru alveg sérstaklega sæt og glæsileg. Á eftur var svo haldin geysifjölmenn veisla í Garðaholti minnir mig það heiti og þar var etið og drukkið fram eftir kvöldi. Það var mjög gaman . Mest gaman er að kynnast unga fólkinu í kringum krakkana og skemmta sér með þeim. Ég fílaði svo vel að skemmta mér með Sigríði M., Pétri og Gunnari tengdó og þau virtust bara ánægð með gamla settið. Það var ekstra skemmtilegt að öll systkini Gylfa voru þana og öll börnin hans og það er sko enginn smá hópur. Nú er "brudeparret" farið aftur til Dk. og líka Pési. Ég keyrði hann á flugvöllinn í gær.
Nú er ég aftur farin að spekúrlera hvort ég eigi ekki að kýla á "upprisuhátíð" og halda upp á bætta heilsu þó hún sé ekki alvegg eins og hún gæti verið best. Ég er alla vega miklu betri en ég ég var áður en ég fór í fyrstu aðgerð´þó ekki sé ég jafn góð og eftir hana þá er óhætt að segja að ég hafi náð mun betri heilsu. Hvað segja lesendur um þetta? Ég er búin að fá nokkra músíkkanta til að hjálpa mér að gera þetta skemmtilegt og nú vantar bara hús og dagsetningu
og svo mætti ég grennast um svona 15 kg svo ég geti tjúttað almennilega. Ég hugsa málið og þið líka. Allir sem ég þekki verða velkomnir.

Saturday, August 26, 2006

London -lokakafli

Það er nú kominn tími til að ljúka þessari Lundúnafrásögn. Mig minnir að við Dóra höfum verið komnar inn á leikvanginn í síðasta kafla og er nú óþarfi að þreyta lesendur á frekari smáatriðalýsingum og því vind ég mér nú yfir í tónleikana sem byrjuðu ca l klst eftir auglýstan tíma en fólk virtist skemmta sér vel við að sýna sig og sjá aðra, gera bylgjur og s.frv.
Þegar stóns komu svo loks á sviðið ætlaði allt um koll að keyra svo sem við var að búast. Jaggerinn þeyttist umsviðið þvert og endilangt og var svo snar í snúningum að iðulega missti maður sjónar á honum og vissi ekkert hvar hann var. Dansstíll hans er meira í ætt við víðavangshlaup en dans hann hljóp og hljóp og hljóp. Hann var æðislegur, hafði greinilega engu gleymt og þegar maður sér hann svona í fjarska er hann mjög flottur, engarr hrukkur sjást og hann er eins og smástrákur- hann er sum sé fjarskaflottur (flottur í fjarska). HInir strákarnir voru að niðurlotum komnir þegar hljómleikarnir voru á enda- það sást langaleiðir - semsagt fjarskaþreyttir en mick blés varla úr nös var samt soldið sveittur. Þeir tóku bæði gömul lög og ný
og það var flott þegar allur þessi fjöldi raulaði með eins og t.d. as tears go by. Svo var konunglegt að að sjá allt gamla fólkið syngja af mikilli innlifun I cnt get no satisfaction. Það var mikið sjó í kringum þetta allt eldur og uppblásnar varir og fl.
Þegar hljómleikunum lauk var enginn hlgðarleikuar að komast heimn. Þarna voru 60000 manns sem streymdu út á sama tíma og fólki var beint í strætóa sem keyrðu frá leikvanginum á næstu lestarstöð. Og alls staðarvoru biðraðir og fólk og virtust margir hafa fengið á heilann UH UHHH úr sympaty for the devil fólk gekk um og baulaði uh uhhhh í sífellum.a. lögga með hátalara sem var að leiðbeina fólki og stóð upp á e-m palli og og sagaði alltaf öðru hvoru uh huuuu og allir hinir tóku undir. Húmoristar þessir Bretar. Heim komumst við D'ora eftir 3 tíma ferðalag og værum örugglega enn í biðröð eftir taxa ef ekki hefði komið einn ólöglegur og við nöppuðum hann fyrir okurprís og Dóra var svo sæl að komast heim að hún tippaði okrarann ríflega og hann varð svo hissa og hann næstum valt niður úr bílstjórasætinu.
Við gömlu höltu konurnar orum ansi eftir okkur eftir þessar hrakningar og tókum við því rólega næsta dag þar til um kvöldið að við fórum á MAMMA MIA og þar var mikið stuð og gammen.
'A þriðjudagskvöldið fórum við svo heim og þann dag gerðist fátt merkilegt. við fórum bara á kaffihús og sluffuðum öllum heimsóknum sem við höfðum hugsað okkur eins og t.d. í Buckinghamhöll og fleira sem við ráðgerðum að fara að heimsækja. Lundúnadvölin var á enda .Þetta var búið aðvera mjög skemmtilegt hjá okkur Dóru en ég var skelfing fegin að komaheim. BÚIÐ.

Wednesday, August 23, 2006

Kafli 2 í Lundúnasögu.

Síðasta kafla lauk með því að við Dóra stóðum fyrir framan Twickenham stadium með vitlausa miða og ég að því komin að fá taugaáfall. Skv. ráði starfskonu sem við snerum okkur til fórum við í miðasölu sem var heila þingmannaleið í burtu. Þar var rosaleg biðröð sem hlykkjaðist eins og biðraðirnar í Leifsstöð núna eftir vökvaterrorismann. Það var ekki um annað að ræða en að stilla sér aftast og reyna að hafa stjórn á innri spennu. Þarna biðum við örugglega í a.m.k. 1 klst og vissum ekki einu sinni hvort þetta var rétta biðröðin. Á meðan á því stóð kom maður sem átti einn miða sem hann vildi losna við. Dóra vildi fórna sér fyrir mig og sagði að það væri algjört sáluhjálparatriði að ég kæmist ´tónleikana svo ég skyldi kaupa miðann. Við skröpuðum saman öllum aurum sem við áttum og fengum miðann með smá afslætti. Við ákváðum samt að halda áfram í biðröðinni og þegar við komumst loks að kom í ljós að þetta var ekkert mál og við fengum miðunum skipt með det samme. Við vorum alltaf á nálum að Stóns byjuðu að spila á meðan við stóðum í þessu stússi - það gerðist þó ekki. Ég náði meira að segja að gera tilraunir til að selja auka miðann. Gekk um svæðið skuggaleg á svip eins og hver annar miðbraskari eða dópsali og vatt mér að fólki og spurði hvort það vantaði miða. En það gekk ekki og mér varð hugsað til allra heitu aðdáendanna sem fengu ekki miða á stónskonsert. What a waste eins og þeir myndu segja á Bretlandseyjum. Svo fór að rigna og ég ákvað að nú væri nóg komið og fór að troða mér inn á leikvanginn. Þar var mikil öryggisgæsla leitað á öllum. Þarna voru víst um 60 þús manns svo það var nóg að gera hjá þuklurunum.
Þegar ég komst loks inn á leikvanginn gekk ég beint að henni Maju Kristins hjúkku mágkonu Guðbjargar frænku minnar. Það varð mikill fagnaðarfundur. Hún var í bananastuði og óskapaðist mikið yfir því a við skyldum hittast í þessu mannhafi. Ég sagði henni frá raunum mínum og sló hana um lán svo við kæmumst heim eftir tónleikana. Hún hélt nú að það væri í góðu lagi og GAF mér fyrir margfaldri heimferðinni. Höfðinginn Maja.
Ætli þetta sé ekki nógur skammtur í dag............ Í næsta kafla verður greint frá Hljómleikunum sjálfum og stemmningunni OOHHHH MY GODDDDD

1kafli sögu frá London

Hún María Ólafs vinkona mín úr Léttsveitinni skrifaði "komment" og hvatti mig til að segja ferðasögu jafnvel sem framhaldssögu og auðvitað brenn ég í skinninu að segja frá. Unnur Birna skrifaði e-ð á bloggið sem alheimsfegurðardrottning mátti ekki segja þannig að það þurfti að loka síðunni hennar um daginn. Ég man nú ekki út af hverju. En svona er það bloggið verður að vera hreinskilið þó maður sé alheimsfegurðardrottning eða fyrrverandi ungmey og núverandi fatlafól og Stóns aðdáandi eins og t.d. 'EG: og nú kemur sagan----- Tra la la lei
Við Dóra lögðum í' ann laugardaginn 19.ágúst á sjálfan menningarnæturdaginn - mér til nokkurrar hrellingar þ.e. að missa af öllu dúllumdeiinuí Rvk. En við vorum á leið á fund Mick Jaggers og félaga og var það nokkur sárabót. Við fórum með eftirmiðdagsflugi þannig að við komum á hótelið um kl 22 það voru því bara rólegheit enda gömlu konurnar þreyttar eftir ferðalagið.
Daginn eftir lögðum við í hann frá hótelinu eftir aðhafa raðað í okkur beikoni og pulsum og fleiru- sum sé "english breakfast. Þá fórum við á Portobelloroad í Notting hill og eyddum deginum á kaffihúsum og rölti og söfnuðum kröftum fyrir kvöldið (hljómleikana). Við vorum með langan lista yfir ýmislegt sem okkur langaði að skoða en við ákváðum að geyma það til betri tíma .
Hljómleikarnir og aðdragandi þeirra:
Svo fór nú að líða að því að hljómleikarnir hæfust. Við vorum bara flottar á því og tókum leigubíl út til Twickenham til að vera nú komnar tímanaleg og allt undir control. En NEIIIIIIIIIIIIIIIII þar se við stöndum fyri framan einn af inngöngunum tilbúnar til orrustu Segir Dóra af mikillingu stillingu- "En Bimba hér stendur að tónleikarnir séu 22. ág"- og guð hjálpi mér þarna stóð það rautt á bleiku 22nd og við sem ætluðum á tónleika þ. 20. áttum hins vegar pantað flug heim þ. 22. Er nokkur furða að maður(ég)SKAMMIST SÍN fyrir að hafa ekki lesið smáa letrið þvílíkur sauðsháttur.Nú megna ég ekki að skrifa meira í bili mórallinmn hvolfist yfir mig. Auðvitað á maður að LESA hvað stendur á miðum sem komnir eru alla þessa leið frá e-i bookingoffice Þar sem menn eru ekki læsir eða með' athyglisbrest eins 0g ég.

Nú tek ég pásu þetta er mér ofraun

Tuesday, August 22, 2006

komin frá London

já ég er svona að spá í hvort ég á að segja ferðasöguna-hluti af henni er þannig að það er spurning.
Eg ætla að sofa á því í nótt.

Thursday, August 17, 2006

Ellismellir

Nú er ég byrjuð í líkamsrækt og sjúkraþjálfun hjá Oddu vinkonu minni úr Léttsveitinni. Hún er sjúkraþjálfari og ætlar að koma mér í stand. Ég erbúin að fara x2 og svei mér ef ég finn ekki mun. Það er nú eins gott því nú eru bara 2 dagar í að ég leggi í hann þ.e. á fund hinna rúllandi steina með Mick Jagger í fararbroddi. Það hefur ekkert frést frekar af heilsufari kappans svo hann hlýtur að vera til í slaginn. Ég var að hugsa um það að þegar ég var í Danmörku sjötíu og e-ð spiluðu þeir í Árósum en ég taldi mig ekki hafa efni á því að fara (við Sara vorum svo varkárar í peningamálum þennan dag - ég skil ekkert í þessu) og ég hef alltaf séð eftir því. Þá hugsaði ég að þeir væru orðnir svo gamlir að það væri kannski ekkert varið í að sjáþá. Þá hefði mér ekki dottið í hug að ég ætti eftir að upplifa þá 30 árum seinna - ó mæ godd.
Þetta er svlítið ruglingslegt hjá mér en þeir skilja sem vilja og geta hinir sleppa því bara.
Nú er sólin búin að skína í 3 daga, alveg síðan að SM hætti að vinna í garðvinnunni sinni svona getur þetta verið.
Í gær hittumst við gamlar skólasystur sem eru að undirbúa "reunion" Verslinga. Það eru sko 40 ár síðan við vorum í Versló svo er maður hissa á að e-ð sé farið að gefa sig. Ég segi nu bara eins og Jón Kr. á B'ildudal -Ég verð brjáluð..............

Tuesday, August 15, 2006

Ruslpóstur

Ég er hreint að verða brjáluð á þessum andsk. ruslpósti. Þegar ég opna tölvupóstinn minn streyma inn endalausar runur af útlenskum nöfnum þar sem mér er boðið upp á tippalengingar eða rolex úr. Það er nú sök sér með úrin en þessi tippatilboð eru ótrúlega andstyggilega pirrandi.
Vita mennirnir ekki að stærðin skiptir ekki máli og lítil tippi lengjast mest -eru ekki ótal slagorð sem ganga út á þetta. En í fúlustu alvöru þá er þetta óþolandi og ég er verulega fúl núna.
Svo er ég á nálum líka. Ég er svo hrædd um að mick Jagger verði ekki búinn að ná sér af hálsbólgunni á laugardaginn þegar ég kem til London. Ég sem er búin að hlakka svo til. Er nokkur furða þó fúllyndið nái tökum á manni við þessar aðstæður. En það er ekki öll nótt úti enn.

Monday, August 14, 2006

Nú er þesssi helgi liðin með pompi og pragt- Gay Pride, afmælisveislu og hvaðeina. Við GYlfi skálmuðum í bæinn og Sigríður Margrét ákvað að heiðra okkur með nærveru sinni og við fórum í bæinn til að taka þátt í gleðigöngunni. Þar var mikið um dýrðir að venju við stóðum í jaðri göngunnar og veifuðum og gláptum eins og þúsundir annarra . Það hlýtur vera stórkostlegt að tilheyra svona minnihluta hóp og vera svo frjáls og sátt(ur) að maður stígur fram og er stoltur af sjálfum sér og vera "eins og ég er " Mér finnst alltaf svo stórkostlegt að finna þessa stemmningu.
Það er svona svipuð tilfinning sem ég fæ þegar ég hef farið á stóra AAfundinn í Laugardagshöllinni á föstudaginn langa. Þar er þvílík stemmning- ekki þó af sömu tegund og í Gay pride- þar er líka hópur sem hefur átt undir högg að sækja og hefur náð tökum alla vega betri tökum á lífi sínu og maður finnur svo mikið þakklæti og mikla samstöðu að það snertir viðkvæmt hjarta mitt og ég hugsa með mér það hlýtur að vera stórkostlegt að hafa upplifað það sem þetta fólk hefur upplifað - að ná sér upp úr einhverju hyldýpi vonleysis og vera kominn á lygnan sjó. Og ég hugsa þegar ég upplifi þessar stemmningar í DAG er gaman að vera alki nú eða þegar ég fer á gay pride í dag er gaman að ver lespía eða hommi. Þetta voru smá hugleiðingar um hughrif. Manneskja eins og ég lendir oft í að hrífast með í ýmsu og þetta er dæmi um það.
Á laugardagskvöldið fórum við til Siggu Sig stórskálds sem er með mér í Léttsveitinni og sungum fyrir hana. Við vorum ca 40 Léttsveitarkonur og Sigga var grand á því og bauð okkur líka í afmælið sitt og eins og sannar Léttsveitarsystur létum við nú ekki segja okkur það tvisvar. Reyndar voru sumir lengur en aðrir eins og gengur en við gæddum okkur á forláta fiskisúpu og ýmsu öðru. Börnin hennar Siggu eru algerir snillar, sungu eins og englar fyrir hana mömmu sína óskaplega vel og skemmtilega, rödduðu og sungu fjórraddað eins og e- r proffar - kannski eru þau það ég veit það ekki. Svo steig fjölskylduhljómsveitin á stokk og þar komu m.a. fram tvö barnabörn Siggu og spiluðu á hljóðfæri og sungu af þvílíkri snilld og það gleymist seint.
Þvílíkt og annað eins.
Ég var í góðu stuði og það má þakka fyrir að ég hélt ekki ræðu ég var í svooooo góðu stuði. Var reyndar hölt og skökk og feit og stirð en lét það ekki aftra mér og steig dans, - já það var dans -þannig lagað og skemmti mér hið besta. EN var gersamlega búin þegar ég fór heim. Þarna hitti ég ýmsa sem ég hafði ekki séð lengi og það var líka voða gaman.

Thursday, August 10, 2006

3 færslur í dag.byrja á þeirri neðstu

Af kókostrjám og rifsberjarunnum

Hvaða hvaða læti ég var ekki búin . Ýtti bara á save og þá hvarf þetta sjónum mér. Það er sem ég segi ég kann varla á þetta lengur. Þetta var heljarinnar mikið kvöldkaffi sem ég boðaði til og fékk auðvitð prik hjá þessum kjellingum, þær hélgu að ég ætti afmæli en ég varð að játa að tilefnið væri bara afþíðing. Svo langaði mig AUÐVITAÐ að sjá þær.
Hápúnktur kvöldsins var þegar ég sýndi þeim miða á Rolling Stones konsert í London þ. 20.ág. Við Dóra ætlum að drífa okkur- gömlu konurna haltar og skakkar en samt still going strong. Við munum passa vel við Keith Richard sem átti að hafa dottið niður úr kókostré en haft er fyrir satt þetta hafi verið rifsberjarunni- það er bara smartara að detta niður úr kókostré. En það verður sum sé ein allsherjar elli samkunda í London þ. 20. ágúst þegar ellismellir allra landa sameinast.
Af heilsufari mínu er m.a.o. það að frétta að ég er ekki alveg nógu sátt. EN é er miklu betri af P-inu en áður en ýmisleg öldrunar og hrörnunareinkenni eru að gera mér lífið leitt en er það ekki bara eðlilegt. Manneskjan komin á þennan aldur og búin að hrasa ótal sinnum um rifsberjarunna
Heyrumst

Það lá við að ég væri búin að gleyma aðgangsorðinu það er svo langt síðan ég hef skrifað. Nú kemur færsla ágústmánaðar:
Mánuðurinn byrjaði á brúðkaupi Atla stjúpsonar mín og Önnu Svandísar þ. 5. ágúst. Það var haldið á Bolungarvík en þaðan er hún Anna og þar býr Sirrý mamma hennar. Við stormuðum vestur á föstudeginum og fengum inni í húsi sem var fengið að láni fyrir okkur. Það var alveg einstakt ð fleiri hús voru lánuð til að hýsa brúðkaupsgesti og eigendur fluttu burt á meðan. Sirrý tók á móti öllum með dýrindis fiskisúpu þegar við komum, það voru 50 - 60 manns
sem komu langt að - en það voru yfir 100 í veislunni. Brúðkaupið var mjög vel heppnað- brúðhjónin svo sæt og lukkuleg, athöfnin falleg, veislan skemmtileg, maturinn góður og allir glaðir. Að vanda tróðum við EInar Gylfi upp (gög og gokke) gerðum lukku. Fengum mikið hrós fyrir okkar framlag og það finnst okkur nú aldrei leiðinlegt eins og lesendur vita.
Við héldum heim á leið á mánudeginum en sunnudagurinn fór í að ganga frá salnum skoða gjafir og borða afganga. Það er svakalega langtað keyra í Víkina en mikið var gaman að koma þangað og bara sjá hvar hún Anna okkar sleit barnsskónum. Svo rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var þarna fyrir tæpum 50 árum (!!) en það er mikið breytt síðan þá - ef það er eklki búið að rífa húsin sem voru þarna þá - eru þau komin á minjaskrá!! Svo vakti það nú óneitanlega gamlar og góðar léttsveitarminningar að koma þarna- það skilja þær sem voru með í ferð Léttsveitarinnar til Bolungavíkur. Það var aldeilis ógleymanleg ferð og Bolvíkingum rétt lýst svo grestrisnir og skemmtilegir.
Svo er eitt enn fréttnæmt sem hefur gerst í ágúst. Við Gylfi afþídddum frystiskápinn og þar dúkkaði ýmislegt forvitnilegt upp. Og ég bauð´í kaffiboð til að leyfa gestumað njóta afrakstursins