Bimba

Tuesday, July 18, 2006

Saltfisk- og goslokahátíð

Við héldum innreið okkar á Ísafjörð rétt um það leyti sem saltfiskhátíðin hófst svo það var bara skift niður á gistihúsin (við höfðum tekið frá fjöldann allan af gistirýmum) V ið Gylfi og Gunna lentum ´hjá skapmiklum manni sem sat á nærbuxunum einum fata og horfði á sjónvarpið vopnaður pípu (kvöld 2) en við gerðum stuttan stans hjá honum fyrsta kvöldið og drifum okkur á saltfiskhátíð. Þar hittum við fyrir Jóhönnu nokkra Þórhallsdóttur sem var aðal dífa kvöldsins og ein af saltfiskkokkunum. Það urðu fagnaðarfundir og er skemmst frá því að segja að kvöldið leið við saltfiskát og dans. Þar spilaði Saltfiskbandið hennar Jóhönnu þar var aðalsnillingurinn hann Villi Valli sem var aldeilis magnaður músíkant. 'Isfirðingar voru mjög spjallsamir og hressir og tóku óskaplega vel á móti okkur. Mjög margir höfðu séð myndina um kórinn og lýstu ánægju sinni með það.
Það rigndi heil býsn á meðan við vorum þarna fyrir vestan. Við þríeykið Gunna, Gylfi og ég fórum í VIgur og það var mjög skemmtilegt en BLAUTT. Við lentum með nokkrum kátum kerlum í ferðinni og sungum af hjartans list á leiðinni á meðan rigningin buldi á okkur alls kyns sjómannalög og rútusöngva svo allir Þjóðverjarnir sem voru með urðu hálf hvumsa.
Það er ástæðulaust að tína til fleira sem gerðist en mikið óskaplega var gaman.

Goslokahátíð
var næst á dagskrá en helgina eftir fórum við Gylfi til Eyja. Þá var yndislegt veður og Eyjarnar eins og þær gerast fallegastar. Við byrjuðum á halda hátíðina í garðinum hjá Helgu og Arnóri bakarahjónunum syngjandi sem minnir mig alltaf á ákveðnar persónur í Kardemommubænum
sbr. rakarann sem spilaði á klarinett og Hérstubb bakara sem söng. Arnór syngur og spilar undursamlega vel á gítar og tekur gömlu hippalögin svo vel að gamli fílungurinn tekur sig upp og maður fær gæsahroll (sett saman úr gæsahúð og hrifningarhrolli) og bakarafrúin Helga bætir um betur með sinni silfurtæru rödd og lyftir gömlu hippalögunum á æðra stig svo við liggur að maður falli í öngvit af sælu. Þau eru í Hippabandinu frá Eyjum ásamt fleiri snillingum og ætla að halda hippaball hér í stórborginni fyrri part komandi vetrar. Og það var haldin söngveisla í garðinum sum sé eftir að við höfðum hesthúsað dýrindis mat. Þar mættu hinir og þessir m.a. ekta hippapar frá Grindavík sem komið var af léttasta skeiði en þau höfðu engu gleymt. Heilsuðu og kvöddu með písmerki og sögðust eiga 9 börn. Þar kom líka Freyja hin fagra sem var illa haldin af söngfíkn og söng og söng. T'ok kröftuglega undir, kunni öll lögin eins og vanalega hvort sem það voru lög með Jethro Tull, Dylan eða Dónó-van frá því löngu áður en þetta skinn fæddist. Svona getur sumt fólk verið illa haldið af söngfíkn. Ó já.
Á eftir fórum við í sódómu og gómorru þeirra Eyjamanna Skvísusundið. Þar var músík í hverri kró Árni Johnsen o.fl.góðir og við þvældumst um og heilsuðum upp á vini og félaga. Göngulag mitt var í ágætu samræmi við hinna sem þarna voru svo ég kunni vel við mig. Það er svo gott og gaman í Eyjum.
DAginn eftir var svo mikil undurrblíða og viðfórum í"sightseeing" um eynna og fórum þá að gæla við þá hugmynd að gaman væri að eignast lítiið hús þarna og létum okkur dreyma.
Við gistum hjá Ágústu á hækjunni og Ástþóri við gott atlæti a ð venju.
Þetta var aldeilis fín helgi. ætli þetta sé ekki nóg í bili.

byrjun á Vestfjarðasögu

Svei mér ef ég ætla ekki að skrifa svolítið. Ég segi eins og stjórnmálamenn sem ákveða að fara í framboð: Fjöldi manns hefur hvatt mig til að skrifa" svo ég læt undan þrýstingi."
Jú jú ég er komin að vestan var þar í fjóra daga og skildi við´ferðafélagana í óttalegu reiðileysi þar sem þau voru á leið áHornstrandir - segir ekki af þeim fyrr en þau komu til byggða. Þá kom í ljós að vegna slakrar veðurspár var hætt við Hornstrandir og í stað þess voru vestfirðir sunnanverðir þræddir án þess ég fari nánar út í þá sálma. Ferðirn byrjaði hins vegar á að við gerðum stans í Flatey þar sem við gistum á sitt hvoru stórbýlinu og fengum síðan konunglegan morgunverð hjá Ólínu með heimabökuðum hornum og ástarpungum. Veður var ekki gott fyrr en þarna um morguninn þá var þaða eins og það gerist best , sól, logn og blíða. Sjórinn spegilsléttur og svo fallegt um að líta að maður fylltist lotningu Allt var við það sama í Flatey, friður og ró ogg allir spakir. Reyndar kastaði Védís bíllyklunum sínum í stýrimann á Baldri og af honum hrökk hann í sjóinn. Þetta kostaði mikið vesen fyrir Védísi sem auðvitað á ekki að kasta bíllyklunum sínum í e-a stýrimenn sem verða á vegi hennar. Frá Flatey héldum við á Brjánslæk med Baldri og þaðan sem leið liggur á Ísafjörð með stoppi í Selárdal og safninu hans Jóns KR. á B'ildudal. Það verður nú að segjast eins og er að þó Jón Kr. hafi sýnt aðdáunarverða elju við að safna plötum og kynna gamla ´tonlist þá var mjög meira spennandi koma í Selárdal og sjá listaverkin þar, það var alveg stórkostlegt
meira síðar....