Bimba

Friday, June 30, 2006

Gari gari

Þá er þessi dagur loks upp runninn og við erum á leið út í Flatey og þaðan til Ísafjarðar á saltfiskdaga. Við erum16 eða18 sem ferðumst saman. Á mánudag förum við Gylfi heim en hinir fara á Hornstrandir. Ég er nú ekki komin í form fyrir það. Það mun verða tekið með trompi síðar. Stillingin gengur ekki alveg samkvæmt væntingum er ennþá með ýmis einkenni sem mér finnst mjög hvimleið. EN nýjasta nýtt er að ég er komin undir verndarvæng næringarráðgjafa sem ætlar að reyna að hjálpa mér að sporna við síaukinni þyngd. Á aðskrifa niður allt sem ég ét og það ersko ekkert smá. Það er nú samt svei mér gott að ég hef ekki misst matarlystina.
Í gærkvöld´fór ég í nudd dtil Guðmundu og hún fór um mig blíðum en ákveðnum höndum og ég var endurnærð á eftir og fór á konsert hjáGuðjóni Rúdolf. Hann fór allan tónskalann og sýndi og sannaði að hann getur gert ýmislegt vel annað en gari gar húfan mín svo var hann með dúndur góða hljóðfæraleikara með sér og þetta var mjög skemmtilegt. Mikið af góðu fólki sem ég þekkti og fín stemmning. Nú er mér ekki til setunnar boðið ég þarf að fara að pakka er svolengi að öllu svoleiðis. Hlakka óskaplega til að leggja í´ann.

Monday, June 26, 2006

Stemmningin er á uppleið, þó árangur af Svíþjóðarheimsókn hafi ekki verið jafn góður og í fyrsta sinn. Ég er alla vega mun betri en ég var fyrir fyrstu aðgerð. Nú er bara og bíða og vona að hægt verði að gera mig stilltari. Hver veit nema það takist. Það þýðir ekkert að vera a ð væla - eins og Ólöf ríka sagði - nú er bara að hefna Björns bónda. Var það ekki einhvern veginn svona?!
ég get líka búist við betri árangri þegar þessi ógnar þreyta sem er í mínum gamla kroppi fer að minnka. Ég er búin að vera eins og ég hafi lent undir stórum sandflutningabíl og dregist síðan m,eð honum góðan spöl. Og speeeeekið það gerir þetta ekki auðveldara. Annars er nú soldið gaman að vera svona mjúkvaxin, það er ákveðin tilbreyting í því. T.d. spenningurinn hvort maður festist í stólum eða hvað það er notalegt þegar mjúk ístran leggst á lærin - alveg ný tilfinning.
Ég er búin að vera á töluverðu spani: á Hotel Heklu með "Lífi og sál" á föstudaginn, 2 útskriftarveislum á laugardag hjá jafn mörgum glæsilegum ungum konum, Jóhönnu ÝR yngstusystur Gylfa og Kristínu dóttur Þórunnar mágkonu minni, í guðdómlegu matarboði á sunnudag hjá Védísi og síðan fórum við Gylfi á Pétur Gaut á eftir svo það má sjá að það er ekki setið "auðum höndum". Annars mæli ég ekki með grand málsverði rétt fyrir Pétur Gaut það á ekki vel saman. Að horfa á öll þessi átök og dans við tröll og púka með fullan maga eins og "stuffaður"kalkúnn á veisluborði - það á bara ekki saman. Búið að plana næstu helgi Flatey á fö. og ísafjörður á lau. Hver sagðist vera lúin................ Ekkert að marka

Wednesday, June 21, 2006

"Það er komið sumr sól í heiði skín" sungu Póló og Bjarki eða einhverjir af þeim á sínum tíma. Og eymingja Sigríður Margrét sem þraukaði í útivinnunni allan júní (það var einn dagur þar sem ekki rigndi stóð í mbl. í dag) er núna með flensu og er ósköp lasin. Við pössum fínt saman báðar svoddan lassarusar og ættum eiginlega að vera á lassarettinu en húkum hérna heima. Ég fór í stillingu til míns góða læknis Martins og hann reyndi að stilla mig en e-ð er ég of-stillt því ég er öll á iði eins og hérna áður fyrr- og fíla mig ekkert rosalega vel. En ´áður en ég var stillt af í gær var ég svo stirð og átti erfitt með að ganga svo það er ýmist of eða van. en nú nenni ég ekki að talaum það. Vildi bara vara ykkur við ef þið mynduð rekast á mig.
Í morgun kom hún Guðný sem er 92 ára vinkona mín og gaf mér nýbakað rúgbrauð fullt af hollustu; fjallagrösum og alls kyns kraftaukandi efnum svo þegar ég verð búin með það þá verð ég vonandi jafn hress og Guðný sjálf. Í fyrrakvöld fór ég með Ragnheiði Margréti og Freyju vinkonum mínum úr Létttsveitinni í kvennamessu hjá Auði Eir í kvennakirkjunni. Það var mjög skemmtilegt og kraftaukandi eins og alltaf að koma í kvennakirkjuna, Auður er svo skemmtileg og fyndin og t alar svo vel til manns og svo er svo mikið af góðum konum sem koma þarna.
Nú er víst komið alveg nóg.

Monday, June 19, 2006

Um útilegur og fleira

Það er einhver undarleg birta úti- mér er sagt að þetta heiti sól. Kannast einhver lesandi við fyrirbærið? Kona á Austurlandi segist þekkja þetta úr sinni heimabyggð.
Hvað á þessi béfaða væta að þýða og rok með. Og nú er tími útileganna og grillanna á svölum að bresta á - hvað er til ráða. Klæða sig skynsamlega segja þeir sem eru sannir Íslendingar og það má vera. En ég minnist þess allra skiptanna þar sem ég hef staðið krókloppin úti í náttúrunni og nagað marineraða kótilettu úr B'onus og spýtt út ú r mér lopahárum og grasi en kyngt hinu eftirbestu getu og drukkið ískalt rauðvín með úr plastglasi.
En svo eru hin skiptin sem ég man eftir þar sem maður vaknar við fuglasöng og birkiilm og veltir sér út úr tjaldinu og nýtur þess að láta sólina baka sig (kannast e-r við þetta) og fá sér svo kaffi og samsölubrauð með osti. Lesendur taka kannskieftir að þunamiðja frásagnarinnar er matur, skrýtið. Og þá dettur mér í hug mild björt sumarkvöld þar sem setið er við tjaldskörina í fallegum lundi og snætt nýgrillað kjöt og volgt grillað brauð a la Sara oog myndarlegt salat og rauðvínið drukkið úr(plast)glasi á fæti eins og Karen Blixen gerði á sínum Afríkuárum (alla vega var það svoleiðis í myndinni!). Svo er kannski raulað á lágu nótunum "þýtur í laufi bálið brennur..... " eða annað í þeim dúr. Sú sem þetta skrifar er nýlega komin í flokk feita fólksins, er þvi löglega afsökuð að vera ekki ástríðufull fjallageit en ´málið er að það hefur alltaf verið svoleiðis , hef t.d. aldreikomið í Þjórsárver. EN hef reyndar á áttunda áratugnum gengið "Laugaveginn" frá Landmannalaugum í Þórsmörk og svo klifraði ég íHimalayafjöllum í heila viku en komst ekkert hátt held ég en e-ð í áttað Anapurna þar sem hinara frægu fjallageitur Odda oog Líney klifruðu hér um árið. Svo fórum við hjónin í mikla svaðilför með sjúkarþjálfurum á REykjalundi í Nýjadal minnir mig það heiti og þá var ég umþað bil næstum dauð það var svo erfitt, gott ef vatnajökull kom ekki við sögu í þeirri göngu.
Þett´er nátt´lega snarvitlaust fólk. EN mikil upplifun voru þessar fjallaferðir fyrir mig þessa antifjallageit, sérstaklkega fyrstnefndu ferðirnra tvær. Þegar við EInar Gylfi kynntumst hélt hann ég væri algjör fjallageit því ég sagði honum svo oft svaðilferðir og farir af fjöllum og hann fór að kalla mig Höllu (kona fjalla Eyvindar you sí) -bara grín. Svo komst hann að því að þetta voru bara sömu tvær ferðirnar sem mér varð svona tíðrætt um. En hann gaf líka af sér skakka mynd. Ég hélt hann væri svo duglegur að elda en hann kunni bara 4 rétti þegar til kom.....
Nóg um það ætla ekki Léttsveitarkonur að mæta í útileguna????

Saturday, June 17, 2006Glæsipíur í Valencia

Dansað á torgum úti

Jæja þá er ég búin aðlæra að setja inn myndir ég setti myndina af okkur Sössu en SM setti ungdomsbillederne, fannst ekki vanþörf á að sýna að móðir hennar hefur átt betri daga og mér fannst það í rauninni alveg ágætt hjá henni. Hæ hó jibbý jei það er kominn 17.júní. Anna Bentína og Grétar komu í kaffi og við horfðum handboltaleikinn. Ég veinaði svo mikið í lokin að mér er illt í hálsinum núna. Það er nefnilega þannigað ef ég tek þátt þ.e. horfi á leiki þá geri ég það af líf og sál.is svo ég sleppi því yfirleitt. Tími hreinlega ekki að eyða allri þessari orku í svona hégóma.
Ég er ekki ennþá búin að ná mér á strik svo ég fer ekki mikið út á meðal fólks. En ég fer í stillingu á þriðjudag og vona að ég hætti þá að vera vanstillt og asnaleg. Upprisuhátíðinni verður því frestað enn um sinn. Kannski sleppi ég henni ef ekki næst betri árangur. Við Gylfi hefðum nú haft gaman af að dansa smá polka eftir harmonikkutónlist við morgunblaðshöllina í kvöld en það gerði ég síðast fyrir 45 árum á 17 júní og sló mér smá upp þ.e. vangaði hann Jón og hné næstum niður ég varð svo slöpp í hnjáliðunum. Nú er það sama uppi á teningnum nema ástæðan fyrir slappleikanum í hnjánum er af öðrum orsökum. Tíminn líður trúðu mér.


Þarna erum við SASSA sæta á trönsuklúbb í Valencia

ungdomsbillederSigríður Margrét er að hjálpa mér að setja inn myndir á bloggið mitt, þetta er bara svona smá prufa.

Friday, June 16, 2006

Svefnskrif

'Eg má til með að láta ykkur vita að ég er í þokkalegasta standi og bullið í síðasta pistli kemur til af því að ég hreinlega sofnaði við tölvuna. Var nýbúin að sofa yfir Lost í sjónvarpinu og fór sv oað skrifa og þetta var útkoman. Svei mér þá. En mér fannst þetta e-ð svo fyndið í gær kvöldi (nótt) að ég lét þetta gossa. En manneskja sem er nýbúin að fá víra í hausinn á ekki að gera svona, þá halda allir að það hafi orðið"kortslutning" eins og sagt er á dönsku ég veit ekki hvað það heitir á ísl. ég vildi því bara láta vita að ég er í þokkalegasta standi en skrifa alltaf svona þega ég er sofandi.

Thursday, June 15, 2006

afmælisveisla

Strax farin að slaka á í blogginu en skrifaði í staðinn pistil um mömmu mína sem varð níræð í dagog ég flutti í afmælisveislu hennar í dag. Ég held hún hafi ekki náð þvíen aðrir viðstaddir gerðu það. Mig langaði að minna okkur á þá daga þegar hún var og hét. Vinamörg, skemmtileg, dugleg, þrautseig og greind. Þegar hún hélt stór matarboð, las þýsku og dönsku með stúdentefnum, bakaði eldaði prjónaði flottar peysur og reyndi að gera mig kvenlega og pena stúlku en var´lítið ágegnt í þeim efnum. hrópuðu vinkonur hennarþear þær sáu mig- hún er öll í föðurætttina. Ég vissisvo sem hvað það þýddi alla vega var ég ekki fínleg og kvenleg. það varð mér fljótt ljóst.
Við héldum veisluna á gamla heimilinu hennarí Grana skjóli 12 . Sína hafði yfirumsjónmeð því dæmi með dyggri aðsoð frá Þórunni þær mágkonur mínar elskulegar sáu um veitingar ásamt Sóma og var aðeins nánasta skyldfólki af hennar kynslóð boðið því mikið margmenni er henni ofviða. Hún sat/hékk í hjólastólmum og var svo lítil og grönn að hún var eins ogl ítill fugl. Það væri nú sök sér ef það væri eina fötlun hernnar. nú er hún að verða svo illa áttuð og ófær um samskipt. Svona getur helvítis parkinson leikið fólk grátt. En ég er svo heppin að ég lifi á tímum þar sem ég eygi von. En hún mamma hefur tekið veikindum sínum af þvílíku æðruleysi að það er einstakt.
Alla vega var þetta ´góður dagur með góðu fólki. Ætli það sé ekki best að taka upp léttara hjal
eða kannski bara tala æpásu hér pg slrtofa meira síðar (ég er orðin svo syfjuð að það er ekkifyndið eins og hún Sassa mín í Valemvia mundi segja ´) en ég er að hugsa um að leyfa öllum prentvillunum að vera þá getiði séð bullið.

Monday, June 12, 2006

Heim a thridjudag!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Eg verd ad segja ad "commentin" ykkar eru svo falleg os skemmtileg ad eg verd öll heit af takklaeti fyrir ad eiga svona skemmtilega og hlyja vini og fjölskyldu. Takk takk. Langar oft ad svara thannig ad naest megid thid lata netfangid ykar fljota med. Kannski verdur thad nu ekkert naest thvi ad vi erum buin ad fa fararleyfi og komum med kvöldvel a morgun thridjudag . Tha tekur Martin saensk/islenski rafveitustjorinn vid stillingarstussinu. Audvitad hlökkum vid mikid til ad koma heim thad verdur yndislegt.
Annars attum vid godan dag i gaer. Vorum hja Hjálmari og Ninu hans konu í allan gaerdag i besta yfirlaeti , fengum grilladan kjulla og jordgubbar i eftirrett og spjölludum mikid. Svo seinna um daginn keyrdu thau med okkur til MAlmö ad skoda snúin hús o.fl. Frabaer dagur. Um kvöldid forum vid Gylfi a KÒR konsert i allra heilögustu kirkjunni herna rett hja. Thad var osköp fallegt en frekar leidinlegt mundi eg segja og eg veinadi ur hlatri i huganum thegar eg bar saman stjornandann og hana Johönnu okkar i Lettsveitinni. Hann var a svipudum aldri og hun (eg sa thad i programminu) og thad var sko langt i fra ad hann dilladi ser eda syndi eitthvert lifsmark nema tha helst thegar hann slo af. En thad fara ekki margir i sporin hennar Johönnu. Konan hans hjalmars thekkti hana ur 4 klassískum sem höfdu komid hingad og hun var yfir sig hrifin.

Saturday, June 10, 2006

Sólríkur dagur í Lundi

Nú er fagur dagur i Svíaríki. Samt erum vid búin ad troda okkur inn á netkaffi, tví trátt fyrir góda daga verdum vid ad blogga. Ekki satt? - Vid aetludum ad nota taekifaerid og upplifa HM stemmingu med Svíum og fórum á veitingastad í Stadsparken (sem er glaesilegt útivistarsvaedi) tar sem hafdi verid auglýst "VM-fest". Tegar vid maettum var hvert saeti upptekid. Og trátt fyrir ad Gylfi gengi um med "Icelandic Olympic Team" á bakinu fengum vid ekkert saeti. Tarna var búid ad setja upp tvo stóra skjái, en tad sást lítid tví tad var svo mikil sól og svo biludu taekin um leid og flautad var til leiks. Tetta var nú eitthvad annad en fordum tegar Danir sýndu á Rádhustorginu á RISASKJA, og mikil stemming ríkti. Enda Danir svo flinkir ad skapa stemmingu. - Í stad tess ad horfa á fótbolta, röltum vid um gardinn og dádumst ad gródrinum, eina ferdina enn. Svona getur farid fyrir fótboltaaddáendum í útlöndum.
Ádur en vid lentum í tessum fótboltaraunum, voru heilmiklar stillingar á veitukerfinu hjá mér, en tad hefur gengid á ýmsu í teim efnum. Tetta gengur ekki alveg samkvaemt vaentingum. - Haldidi ekki ad hann Hjálmar hafi toppad ljúfmennsku sína med tví ad bjóda okkur gömlu hjónunum heim til sín á morgun?! Líklega er tetta vegna tess ad tau hjónin horfdu saman á myndina umKórinn í gaerkvöldi. Eg skil nú ekkert í hvernig tau komust yfir hana! Vid aetlum ad sjalfsögdu ad faera teim góda gjöf; og getidi hvad tad er? Haldi ekki ad eg hafi rekist á Léttsveitardisk í ferdatöskunni. Hann Gylfi hlytur ad hafa laumad honum tangad, hann er alltaf ad hlusta á tetta. - Haldidi ekki ad tad verdi gaman fyrir hann Hjálmar ad spila Léttsveitardiskinn fyrir sjúklingana sem hann er ad krukka í. - En finnst ykkur ekki ljúft af teim hjónunum ad bjóda mér svona vanstilltri og mínum manni sem er nú kannski einum of stilltur eins og tid vitid. En vid hlökkum alla vega mikid til.
Nýjustu fréttir af Elnu eru, ad hun segist vera leidinlegasta kona í Svítjód og tad sé skömm af tví hvad hun tali mikid. Hún er ósköp döpur yfir ad komast ekki heim til sín og graetur stundum yfir tví, tessi elska. En hún var ósköp glöd ad sjá okkur í morgun tegar vid kíktum til hennar. Hún hefur alltaf miklar áhyggjur af hvar Gylfi sé nidur kominn ef hann er ekki med mér. Tegar ég segi henni ad hann sé á hóteli, fussar hun bara. Hun er voda hrifin af Gylfa, og lai henni hver sem vill!
Nú er eg loksins komin med "skarf", svo Léttsveitarhatturinn hefur fengid frí um sinn. Nú geng ég um med skarf á höfdinu, en tad vekur samt enga sérstaka athygli hér í Svítjód. Hvad aetli Eyjamenn segi tegar ég maeti á Goslokahátídina med skarfinn minn á höfdinu. - Nu er ordid ótolandi heitt hér á netkaffinu og ég finn ad eg sit á fléttu akfeitrar konu sem situr beint fyrir aftan mig. Tvílík flétta! - En talandi um fitu, tá segir Hjálmar ad tad sé rannsóknarefni hvad fólk fitni mikid sem fer i tessar adgerdir. Tad hefur komid til tals ad nota tessa adferd á anorexíusjúklinga. Tannig ad tad er bara mjög edlilegt ad ég sé ordin svona vel í holdum. Svo tölum vid ekki meira um tad. Bless!

Friday, June 09, 2006

Utskrift a sjuklingahotelidi Lundi

Eg sit her i tölvuverinu a spitalanum og er bara i allra penasta formi (VILDI SEGJA THOKKALEGASTA EN THAD ER EKKERT THonn) Their sem skilja thetta fa nobelsverdlaun edaeitthvad i theim dur. Eg er komin i min borgaralegu klaedi og buin ad setja upp lettsveitarhattinn og mala mig i framan og svei mer ef thad hefur ekki hjalpad- eg er ekki eins sjuklingaleg og eg var adur. Eg a ad utskrifast a eftir a sjuklingahotelid og tha getum vid ekki lengur sent blogg af thvi tha erum vid ekki lengur med okkar eigin sima.Vorum med sima a spitalanum sem var skradur a heimanumer okkar thess vegna ggatum vid kublad tölvuna inn. Vonandi komumst vid a netkaffi nidri i bae.
Dagurinn i dag er miklu bjartari en i gaer tho vedrid se miklu grarra. Sem sagt mer lidur betur og slaemskan fra i gaer (otholinmaedin) er a undanhaldi.. Nu kemst eg vonandi nidur i bae d kaupa mer slaedu eda "skarf"eins og thad heitir a saensku. Alltaf ad laera ny ord. Myssigt,gulligt,kul,fika,konstigt,himla,bullar,hemskt,mjölk,fil,grädda svona gaeti eg haldid afram en eg aetla ekki ad threyta ykkur a t hvi. Ef einhverjir aetla ad leggjast i saenskunam og byrja a thessu tha myndi eg ekki maela med thvi thvi stafsetningin er ekkiendilegga rett.

Thursday, June 08, 2006

þolinmæði óskast - má vera notuð

Nú hrjáir mig slæmska sem er nú á venjulegri íslensku kölluð óþolinmæði eða morbus intolerence. Þetta er leiðinda sjúkdómur sem leggst á líkama og sál. Þetta er að ganga hér á stofunni- Elna byrjaði með þessa veiki, vildi fara heim ekki seinna en í gær. Og í dag sat þessi litla elska og grét yfir að mega ekki fara heim í íbúðina sína á 4.hæð-“ingen hiss” bætir hún alltaf við. Mín óþolinmæði gengur hins vegar út á að mér finnst ganga alltof hægt að að ná mér á strik. Og ég er svo óendanlega þreytt og úthaldslaus.
Gylfi snýst í kringum mig, svo ég þarf lítið að gera. Við förum í göngutúra tvisvar á dag og fáum okkur kaffi og með því í kaffiteríunni. Svo sitjum við svolítið á bekkjunum þar sem stendur röykning forbjuden. Þar er allt í stubbum svo greinilegt er að það eru margir sem taka ekki eftir skiltunum.Þannig líður dagurinn- svakalega viðburðarríkt líf!!. En það verð ég að segja að gróðurinn hérna er stórkostlegur á þessum tíma árs, trén í blóma sírenur í ýmsum litum, gullregn o.fl.í þeim dúr. Sem sagt dagskrá tveggja síðustu daga hefur verið: Morgunmatur- Gylfi mætir á svæðið. Útivera (Gönguferðir og gróðurskoðun)- morgunlúr -middagsmatur -út á bekk í stubbaskoðun,- upplestur (Gylfi les úr draumalandinu eftir andra snæ) bloggskrif,- eftirmiddagslúr-spjallað við bændur- kvöldmatur-spjallað aftur við bændur þ.e.innfædda-stubbbaskoðun – háttatími Þetta minnir á stundarskrána á Reykjalundi þegar ég VANN þar. Bestu kveðjur á Reykjalund og til ykkar allra.

Wednesday, June 07, 2006

Bakslag með skýringum

Þar sem Bimba var ekki í stuði til að skrifa, bað hún undirritaðan að setja inn eftirfarandi punkta:
Þetta hefur verið erfiður dagur, en þó hefur óneitanlega ræst úr honum. Bimba svaf illa í nótt, var með slæma magakveisu, þar sem hún þoldi illa sýklalyfin. Þegar Hjálmar kom undir hádegi og bætti á strauminn hafði það engin teljandi áhrif. Eftir smá göngutúr úti í sólinni og heimsókn á bókasafnið var mín orðin gjörsamlega úrvinda og átti erfitt með gang. Við komumst þó klakklaust upp á deildina aftur og þar svaf hún fram eftir degi. Þetta var óneitanlega bakslag frá því í gær. Ástæðurnar fyrir þessu bakslagi virðast nokkuð ljósar og sem betur fer hægt að ráða bót á. Eftir að búið var að stemma af magakveisuna fengu Parkinsonlyfin næði til að verka og stutt heimsókn út í sólina seinni partinn gekk mun betur. – Hjálmar og félagar segja þessa þróun eins og við væri að búast miðað við aðstæðurnar og engin ástæða til að vænta annars en sama árangurs og þegar best lét. - kveðja Einar Gylfi

Tuesday, June 06, 2006

Það er mörg dúllan

Við erum tvær stöllur á stofu. Það vill svo vel til að ég er á stofu með heilabilaðri gamalli konu sem heitir Elna og er ótrúlega sæt. Hún er alltaf að pakka og drífa sig heim, eins og heilabilaðra kvenna oft er siður. Í dag er þjóðhátíðardagur Svía og það var hátíðarprógramm í sjónvarpinu og við sátum og drukkum kvöldkaffi, þá allt í einu byrjaði Elna að syngja titrandi röddu sænska þjóðsönginn. Það var svo “rörende” að sjá þessa litlu grönnu konu með úfið hár, sitja þarna og syngja þjóðsönginn sinn, að ég bara táraðist. Kannski svolítið viðkvæm núna. En það er nú líka út af dottlu. Svo rann hátíðleikinn af henni, þegar roskin Presley-eftirherma steig á svið og söng “King Creole”. Þá spratt mín á fætur og tók létt dansspor og klappaði þegar lagið var búið. – Þið sem eruð fyrir gamalt fólk, þið getið örugglega séð þetta fyrir ykkur. – Annars bíðum við eftir Hjálmari, sem ætlaði að hleypa straumnum á í dag, en hefur verið upptekinn við að skera í allan dag. – En okkur leiðist ekki. Við erum hér á 11. hæð og horfum yfir Skán baðaðan í kvöldsólinni. Við sjáum náttúruvænar vindmyllur og Stórabeltisbrúna í fjarska, - og þökkum Almættinu fyrir að allt virðist vera að ganga eins og best verður á kosið.

aðgerð - andvaka - hvíld

Þá er ballið byrjað að nýju. Ég komin á Lassarusarettið í Lundi sköllótt með sárabindi um hausinn. Var í aðgerð í gær sem tók mjög á, svo nú vona ég að þetta gangi í þetta sinn. Allir tóku vel á móti mér. Á skurðstofunni var “Rubber Soul” strax sett á fóninn. Þau höfðu sem sagt engu gleymt. Mér fannst þetta mun erfiðara en síðast, enda er ég orðin eldri. Þetta tók allan daginn frá 11 að morgni til 8 um kvöldið og Hjálmar stjórnandi virkjunarframkvæmdanna vann sitt verk af landsþekktri færni og ljúfmennsku. – Svo tók við andvöku nótt á “uppvakningadeildinni”. Kannski eðlilega, fólk á líklega ekki að sofa á uppvakningadeild! Þar fékk ég mjög óvenjulega meðferð, miðað við það sem ég þekki héðan. Þar var sjúkraliði, sem líklega dreymir um að verða læknir. Sá lét frústrasjónir sínar bitna á mér, m.a. áleit hann mig vera pillufíkil þar sem ég vildi fá Parkinson-lyfin mín og skammaði mig fyrir að þurfa pissa of oft. En sem betur fer lifði ég þessa nótt af og er sem sagt komin á mína gömlu góðu deild, þar sem allir eru svo góðir og indælir. En ég ætla ekki að skrifa meira núna, því ég er lurkum lamin og ofsalega þreytt eftir erfiða andvökunótt. – Helga og Gylfi eru hérna hjá mér. Komu færandi hendi með kaffi og fullt af súkkulaði. Það á nú við mig! Svo fékk ég í eftirrétt svenska kjöttbullor og köku sem skartaði sænska fánanum í tilefni dagsins. – Við hjónin í blíðu og stríðu sendum ykkur öllum hjartans kveðjur og þakkir fyrir hlýjar hugsanir og góðar kveðjur.

Monday, June 05, 2006

Afangaskyrsla fra Lundi

Her kemur stutt skyrsla um stodu mala hja okkur (bidst velvirdingar a ad islenska stafi vantar):
Eftir solrikan en vindasaman dag i Lundi forum vid Bimba a deildina um 6-leytid i gaer. Adur en vid forum upp a deild komum vid vid i kapellunni, kveiktum a kertum og forum med baen. - Brosmild og hlyleg hjukka tok a moti okkur, spurdi naudsynlegra spurninga og lagdi Bimbu ymsar lifsreglur. Vid gerdum ymislegt til ad stytta okkur stundir. Bimba reyndi sig meira ad segja vid Sudoku, en lagdi tad fljotlega fra ser, med teim ordum, ad tetta vaeri einum of rökraent fyrir sig! Ekkert plass fyrir hvatvisi og skapandi frumkvaedi. Ta vaeru krossgaturnar nu betri. - Adgerdin atti ad byrja kl. 8 i morgun, en var frestad til 11 af taeknilegum/skipulagslegum astaedum. 10:00 kom sa godi drengur Hjalmar a stofugang (yfirmadur virkjunarframkvaemdanna), tad var gott ad heyra rolegar og yfirvegadar utskyringar hans. Tegar vid kvöddumst, var Bimba hin rolegasta, hafdi m.a. dottad yfir upplestri minum ur "Draumalandinu" (tok titilinn einum of bokstaflega!) og reyndar dottadi hun lika i midri spurningu i Trivial. Sem sagt afsloppud og tilbuin i ad lata Hjalmar og co virkja stifluna. Tegar tetta er skrifad stendur adgerdin yfir og ovist hvenaer henni lykur. - Helga Jons, fraenka Bimbu kom rett adan fra Köben. Hun er her öllum hnutum kunnug og sleip i saenskunni. Mikill lidsstyrkur i henni. - Ad lokum vil eg takka fyrir allar hlyju kvedjurnar, baedi her a sidunni og sms. - Hjartans kvedjur Einar Gylfi

Sunday, June 04, 2006

Vekjum athygli á þessu:

"Á mánudagsmorgun kl. 11 ætlar hún Auður Eir að leiða svona hlýlega og notarlega bænastund hjá Kvennakirkjunni á 4. hæð í Kjörgarði (gengið inn frá Hverfisgötu). Síðast gerði þetta okkur sem heima sátum gott og við trúum því að það geri þér gott líka. Þú mátt gjarnan láta þetta berast, það eru allir velkomnir." - Freyja

kv.
Bimba og Gylfi

Friday, June 02, 2006

smá viðbót

Smá viðbót af því ég komst í tölvu hjá Hjalta og Lindu í Kbh. Við vorum að koma hingað og ég rauk strax í tölvuna að koma frá mér pósti. Annars erum við að fara að fá okkur kaffi og með því úr dönsku bakaríi. Hér er Pétur líka mættur. Hann er reyndar nýbúinn að vera heima. Það var mikið grín og glens. Vinir Péturs stóðu á tröppunum heima með risa stóran "pakka" eða stóran svartan plastpoka og í honum leyndist Pétur í allri sinni dýrð og við lá að ég fengi hjartáfall þegar hann spratt út úr pokanum. Vinirnir höfðu þá boðið piltinum heim og þar var hann í heila viku.

Í morgun talaði ég við svæfingarlækni, það var skrautlegt samtal hann Arabi og ég ÍSlendingur eins og þið vitið og svo bjöguðumst við á okkar bestu sænsku sem ekki var beisin. Vonandij hefur þetta ekki afdrifaríkar afleiðingar!! En alla vega var hann mjög kurteis þó ég skildi nú ekki allt sem hann sagði.
´Nú verð ég í fríi þar til kl 6 á sunnudag og við ætlum "heim" til Lundar á morgun (laugardag) og eyða deginum þar í rólegheitum.
Síminn á sjúklingahótelinu er 0046 46178645 svo mun ég fá síma á spítalann en ég veit ekki nr.

Það gæti orðið mál að senda blogg því við gleymdum símasnúrunni andsk. vandræði en við sjáum til.

Nú er vor í Lundi hjá okkur Gylfa, sólin skín eftir og það ringdi duglega á okkur þegar við komum út af járnbrautarstöðinni. Nú vorum við á þekktum slóðum svo það var ekki neitt vandamál að komast upp á Lassssarettið. Eftir að hafa losað okkur við ferðatöskurnar á sjúklingahótelinu var haldið á spítalann upp á 11.hæð þar sem vel var tekið á móti okkur.
Það var hálf undarleg tilfinning þegar starfsfólkið sagði “hvor herligt at se dig” og annað í þeim dúr og ég fann að ég var líka glöð að sjá þau og kvakaði e-ð í sama dúr– svo urðum við hálf vandræðaleg þegar við áttuðum okkur á hvað við vorum að segja..
Hjálmar mætti strax á staðinn og var jafn ljúfur og venjulega. Hann er nú verktaki ekki lengur rafveitustjóri og mun ráðast í virkjunarframkvæmdirnar á mánudag með sínum vinnuflokki.
Ég er alveg róleg yfir því, treysti þeim fullkomlega.
Eftir að ég kom hingað er ég með góða tilfinniingu gagnvart þessu öllu.
Ég fór í einhverja úttekt hjá verktakanum og á svo að halda því áfram á morgun en eftir það förum við í helgarfrí fram á sunnudagskvöld. Þá munum við Einsi kaldi fara til Kbh. Og heilsa upp á ungviðið Pétur, Hjalta Lindu og Nínu. Þetta er því eins konar framlenging á sumarfríi þar til verkið hefur hafist.

Í morgun þegar við komum á flugstöðina var þar algjör kaos biðraðir hlykkjuðust um allan salinn alveg út á götu. Nú hefði ekki verið nóg að mæta 1 klst fyrir brottför og það er ekki hægt að skrá sig inn sjálfur nema að hver einstaklingur hafi sitt bókunarnr. Bara smá praktískar upplýsingar fyrir þá sem eru á leið til útlanda.
Mittt í þessu kraðaki hittum við Kristjönu Óskars vinkonu mína sem varð til þess að við fengum að njóta samvistanna við hana á leiðinni. En geðvond flugfreyja kom mér alveg út stuði hún skammaði mig af því ég bað hana um mjólk í kaffið og ég varð svo reið, Svo lét hún illa við fleiri – oj barasta. Ég held hún sé e-r Séðogheyrt gella. Alla vega ætti hún að fá sér aðra vinnu –kannski bara haldaa sig við að vera “aðeins í séðogheyrt.” Þær eru alltaf svo sætar og góðar þessar indælu stelpur svo þetta var alger undantekning. En nóg um það – hálf fíflalegt að eyða tíma í að rausa um þetta. En mér varð svo misboðið.
Ekki finnst mér við hæfi að ljúka þessum pistli á neikvæðum nótum svo að lokum: Nú er komið kvöld . Við hjónin röltum hér um nágrennið og dáðumst að sírenum fjólubláum og hvítum og fleiri trjám svo tignarlegum og flottum. Lundur er fallegur bær og það er gaman að fá sér frískt loft hér með sínum.