Bimba

Tuesday, May 30, 2006

framh.

Hér kemur smá viðbót við blogg vikunnar: Ég gleymdi að segja frá því að við sáum Cirkus Soleil sem var alveg frábær. Það er cirkusinn sem sýndur er á gamlársdag í sjónvarpinu þið vitið.
Við mæðgurnar vorum óskaplega ánægðar með þessa viku í Valencia, nutum þess að vera í góðum félagsskap Valenciubúanna og líka með hvor annarri, það fór svo vel á með okkur. Það var gaman að upplifa dóttur mína við alls slags öðruvísi aðstæður en venjulega, fylgjast með hvernig hún spjallaði á ensku og Þ'YSKU (það var nú ekki mikið), hvað hún var ljúf og kát. Ég var svooooo stolt af henni.
Nú er ég búin að vera heima í bráðum 2 daga en fer nú til Lundar á fimmtudagsmorgun og svo verður hleypt straumi á á mánudaag (fer m.ö.o. í aðgerðina) Þannig að þetta er að bresta á.
Það verður nóg að gera á morgun- útrétta ýmislegt, þvo , pakka, tala í símann o.s.v.
Ég fer með litlu ferðatölvuna adftur út og reyni að blogga.
Að lokum - Ég fóe ril mömmu í dag. . Hún lá í rúminu og var óskup lasin og skjálfandi - en mér fannst hún þekkja mig. Nú er ég farin að sjá fimmfalt svo ég hætti núna

frá valencia

Við Sigríður Margrét erum komnar aftur heim úr okkar Spánarreisu sem var afar vel heppnuð. Við vorum í besta hugsanlegu yfirlæti hjá Sössu og Arnóri og þeirra sonum Eyþóri og Ástþóri.
Fyrstu 4 dagana voru Úgga og Eyþór foreldrar Sössu og gamlir vinir mínir frá því í Versló líka með okkur og með í að gera þessa ferð jafn ógleymanlega og raun bar vitni. Svo á miðvikudeginum fóru þau til Skt. Pétursborgar og þá fengum við íbúðina þeirra til afnota en fram að því bjuggum við hjá Sössu. Allir voru svo elskulegir og hlýlegir við okkur. Þau voru óþreytandi að fara með okkur á spennandi staði, veitingastaði sem okkur hefði aldrei dottið í hug að fara á, hjólatúra og bara nefndu það. En svo tókum við stundum lífinu með ró og lágum á ströndinni en SM fór einu sinni út á sjó á kajak en sú sem þetta skrifar er alltof stirð fyrir svoleiðis ferðalög. Við fórum á drag-stað þar sem var frábær matur og svo var "dragshow" á eftir. Þar sáum við flottustu mannveru mann/konu sem við höfum augum litið - yfir tveir m á hæð og sú hin sama skellti sér í split við fætur mínar. 'Eg sagði nú bara "eins og maður geti þetta ekki" en leyfði henni að baða sig í aðdáun fólksins vildi ekki skyggja á hana svo ég sleppti því að skutla mér niður við hlið hennar. Æi alltaf svo lítillát.
Þau krakkarnir hafa það svo fínt þarna ía Valencia, búa alveg niðri við sjóinn á stað sem heitir Port Saplaya og er svona úthverfi frá Valencia. Þarna er mikið af nýlegum íbúðum buggðar í svipuðum stíl og fullt af veitingastöðum af öllum stærðum og gerðum. Þau eiga fullt af vinum og kunningjum.
Nú tek ég pásu því ég er búin að fá gest.

Thursday, May 18, 2006

Styttist í Valncia - og Lund

Nú fer að líða að því að við Sigríður Margrét höldum til Valenciu. Unga stúlkan fer í síðasta prófið á morgun - og er svo fegin að próftörnin er bráðum á enda að hún getur varla einbeitt sér að þessum lokahnykk. Svo verður haldið af stað á sunnudag til Spánar. Við ætlum að eiga þar gæðaviku hjá elskulegum vinum okkar. Við mæðgur höfum núu áður farið saman og við hlökkum mikið til að eiga saman þessa viku. En ég þarf ýmislegt að afreka áður en við förum. T.d. verða seinni tónleikar Léttsveitarinnar á föstudag og ég hvet auðvitað alla sem eiga heimangengt og hafa gaman af að hlusta á skemmtilega og fallega tónlist að koma!!! Þeir sem komu á þriðjudaginn og ég hef heyrt af og í voru mjög hrifnir og ánægðir með okkur. Það er mikið á sig lagt fyrir listina, við stóðum upp á endann í einn og hálfan tíma og ég var algerlega búin á eftir og var ansi eftir mig í gær en nú finnst mér ég vera búin að ná mér. En þetta er ótrúleg tilfinning að vera í þessum hópi, fá að taka þátt og vera hluti af dæminu. Og sjá hana Jóhönnu stjórna þessum "massa" hvernig hún með mjaðmahnykkjum og svipbrigðum stjórnar okkur. Ekki nóg með það á þriðjudaginn var hún slöpp og lasin en gaf ekkert eftir, bara snýtti sér svona laumulega þegar færi gafst. Kraftaverkakona.
Kl. 7 morgunin eftir vorum við svo mættar (30 stk) á Arnarnesið því við vorum afmælisgjöf , þar sungum við fyrir fertugsafmælisbarn sem kættist mjög og svo vorum við trakteraðar með kampavíni og sæder, ekkert Árborgarsukk þar.
Þegar við SM komum frá Valencia þá fer nú heldur betur að styttast í Lund með tilheyrandi kroppi. Verð heima í 3 daga og svo förum við Gylfi minn.
Ég mun ekki hafa mikinn tíma eins og alþjóð sér og bið ykkur vel að lifa og hlakka til endurfundanna sem vonandi verða skemmtilegir !!!

Saturday, May 13, 2006

Smá viðbót

Ég ætla að minna á Léttsveitartónleikana sem verða núna á þriðjudag og föstudag, kl 20.30 í Langholtskirkju. Þetta verður annasöm vika. Svo verður "happeningið" frá Nýlistasafninu á laugardaginn þar sem nokkrar úr Lléttsveitinni taka þátt í að flytja "hljóðverk" voða spennandi. Það verður flutt í listassafninu í Hafnarhúsinu um kvöldið. Þessu öllu fylgja æfingar og stúss. Svo það verður nóg að gera, æi nú nenni ég ekki að þreyta ykkur meira

Dagbókarglefsur Ingibjargar

Ég var í góðu stuði í gær og skrifaði létt og leikandi blogg sem ég bara þurrkaði óvart út. Þá er ekki um annað að ræða en að byrja upp á nýtt. Ég ætti nú að kunna það. Er búin að vera að stilla mig inn á svoleiðis hluti síðan um áramót svo ég ætti að vera komin í æfingu. Bara bíta á jaxlinn og byrja upp á nýtt einn tveir og þrír.
Það vekur furðu mína hve margir virðast lesa þessar hugleiðingar mínar, það má því ekki svíkja trygga lesendur!! Svo fer nú að líða að því að það fer að verða áhugavert að sjá hvað á daga mína drífur. Vonandi verður það áhugavert en ekki bara ------------------------ nei ég segi svona.
Sumir skrifa svo létt og leikandi blogg en mín eru svona eins og gamaldags dagbók (vantar bara að byrja á "kæra dagbók") eða sendibréf eins og maður skrifaði í gamla daga. Ég er svo sjálfmiðuð að ég held að það sé svo áhugavert að lesa hvað á daga mína ´drífur. Það bara hentar mér svo ég held áfram á minn gamaldags hátt. Ég er farin að eldast eins og á grönum má sjá er orðin stirð, hölt og þung- svo þetta er nú allt í stíl. Hef þyngst um 26 kg frá því fyrir rúmu ári svo þetta er engin vitleysa. Það er bara best að skrifa þetta svo fólk sem hefur ekki séð mig lengi detti ekki niður af hissu.
Nú er ég komin út á allt aðra braut en ég ætlaði þetta átti allt að vera svo "létt og leikandi".
Alla vega er ég komin með nýjan GSM og það er svo flott hringingin á honum að ég átta mig yfirleitt ekki á að síminn sé að hringja þannig að það eru alltaf mörg missed calls - svo ekki gefast upp bara reyna aftur í von um að ég átti mig. Þetta minnir mig á þegar ég var að vinna á kaffibar forðum á Englandi og ég átti að vera með nafnspjald. Ingibjörg var alltof langt og stirt og Bimba alveg ómögulegt svo ég sagðist heita Inga. 'Eg gekk því um með merkt "INGA". Þegar gestirnir ætluðu svo að ná sambandi og kölluðu "INGA" "IIINGAAAAA" þá stóð ég bara og boraði í nebbann á mér og fattaði ekkert að það var verið að tala við mig.
Nú fer að styttast í að við mæðgur höldum til Valencia. Sigríður M á eftir eina viku í prófum og þetta heldur geðheilsu hennar réttu megin við strikið, hún er sum sé orðin frekar þreytt á próflestri. En Valencia bíður okkar og Sassa, Úgga stórvinkonur okkar með faðminn útbreiddan og allt þeirra fólk. Þetta verður dýrmætur tími fyrir okkur mæðgur og við munum njóta okkar. Vona bara að óþekka löppin hindri mig ekki of mikið. En þó ég verð i ekki frá á fæti hef ég ekki áhyggjur af því í þessum félagsskap.
'A föstudaginn var ég í vorferð með öldrunarsviðsstarfsfólki. Það var ansi gaman. Við Hrönn skelltum okkur. Ég varð fyrir því að ég varð illa haldin af aðalveikinni og hékk á míkrafóninum nánast alla leiðina - Það vildi fólki til happs að við fórum bara upp á Skaga og síðan í HValfjörðinn, en þegar heim kom var ég búin að segja alla brandara sem ég kunnni, fara með ljóð, spakmmæli og meira að segja að syngja á öllum tungumálum sem ég kann. Það var fyrir einsknæra heppni að börn sem voru með í rútunni fengu að syngja nýja þjóðsönginn "Congratulations Iceland" eða hvað hann nú heitir.Guð minn góður - og mest af tímanum var ég bláedrú.............
Jæja ætli sé nú ekki mál að linni

Monday, May 08, 2006

sumarið er komið

Við fórum á leikhús í gær við Gylfi og Elín vinkona okkar. Sáum Belgíska Kongo sem nánast öll þjoðin er búin að sjá enda hefur það gengið í 2 eða 3 ár. Og þvílík snilld. Eggert Þorleifs er alveg stórkostlegur. Hver hreyfing og sviðbrigði svo ótrúlega hnitmiðuð. Ef það er einhver þarna úti sem er ekki búin að sjá þetta leikrit - drífið ykkur. Ég tala nú ekki um ef þið tengist á einhvern hátt gömlu fólki. En alveg sama þó þið þekkið engin gamalmenni - þið verðið að sjá þetta.
Jæja nok om det.+
Svei mér ef sumarið er ekki bara komið, hélt innreið sína í fyrradag. Þá var sumardagurinn fyrsti í alvöru. Þann dag helgaði ég listinni fyrir utan lystinni. Byrjaði listaflippið á að vera méð í æfingu á nýlistasafninu þar sem Léttsveitin var beðin um að taka þátt í að flytja e-ð verk þar sem við áttum að þegja , anda og ýmislegt annað sem reyndist okkur auðvelt - nema það fyrsttalda. Það var illa mætt aðeins um 20 Léttsveitarkonur en þetta var voða skemmtilegt. Vonandi mæta fleiri næst. Svo á að flytja þetta með pompi og pragt á opnun Listahátíðar -alla vega fyrsta dag Listahátíðar.
Eftir að hafa farið á kaffihús fórum við svo á opnun á útskriftarsýningu Listaháskólans. Þar var meðal þátttakenda Guðný Hrund Sig. frænka mín og það var mjög skemmtileg sýning - ótrúlegt húgmyndaflug og sköpunargleði. Guðný var þar fremst í flokki með frábært verk. Ég var svo stolt af henni.

Friday, May 05, 2006

Það er vor sagði ungur maður sem ég þekki þegar hann var að fara með faðirvorið sitt. Honum hafði heyrst faðirvorið vera ákall til vorsins. Þetta rifjaðist upp fyrir mér í gær því það var svo mikið vor í lofti og ljósgræni liturinn alltaf að verða meira og meira áberandi og ég jafnframt farin að hugsa meira um almættið. Ég kvíði því nefnilega að fara í aðgerðina sem er búið að ákveða að verði 5. júní. Og þegar maður er kvíðinn eða hræddur þá verður almættið nálægara og gott að leita þangað. Þegar ég fór fyrst út til Lundar og tímann þar á eftir var ég svo þakklát og fyrir hvað allt gekk vel og spjallaði þó nokkuð við guð en síðan varð hann/hún mér fjarlægari. Svei mér ef ég móðgaðist ekki svolítið af því hlutirnir gengu ekki upp hjá mér. En það er örugglega einhver tilgangur með þessu öllu. Nú þarf ég að sækja styrk og þá verður mér hugsað til guðs og leita hjálpar hjá honum/henni. Ekki má samt gleyma að þakka fyrir hvað mér hefur þrátt fyrir allt batnað mikið - það er auðvitað allt annað líf. Þegar við mæðgurnar fórum út í göngutúr í gær fór SM að rifja upp hvernig við lentum ítrekað í vandræðum á Italíu í fyrra vegna þess hvað ég var orðin hreyfihömluð. Það má ekki gleyma því..........
Ég hef ekkert farið í kvennakirkjuna að undanförnu en nú hugsa til þeirra því þar hef ég nú oft fengið styrk.
Ég ætla að nota tímann vel þangað til ég fer til Lundar. Við mæðgur ætlum til Valencia daginn eftir að Sigríður Margrét lýkur við prófin. Við ætlum að heimsækja vinkonur okkar Sössu og Úggu og þeirra fjölsk. Það verður frábært á því er enginn vafi, Valencia er spennandi ekki síður en ævintýrakvendin Sassa og Úgga. Þær búa í íbúðum alveg niðri við sjóinn/ströndina og þá sé ég fyrir mér að við stijum á svölunum og hlustum á ölduniðinn og spjöllum. Ó hvað ég hlakka til.
Við förumn 21. og komum aftur 28.5 SVo verð ég hér í 2 daga og þá förum við Gylfi út til Lundar Um að gera að taka þessum (síðustu) dögum létt - síðustu fyrir aðgerð meina ég.

Tuesday, May 02, 2006

Léttsveitarkonsert

Ég var að koma af kóræfingu - það var óskaplega gaman að hitta Létturnar aftur eftir vel heppnaða Kúbuför og sýningu á myndinni sem vakti mikil og jákvæð viðbrögð.
Nú eru bara vortónleikarnir eftir og þeir verða 16. og 19. maí kl. 20.30 þannig að þeir sem þetta lesa og vilja fá miða mega hafa samband við mig. Það verða aðeins þessir tvennir tónleikar svo nú er um að gera að vera fljót/fljótur að ákveða sig. Miðaverð er 2200. Síminn (GSM) er 6992148. Þið ssem hafið komið á tónleika vitið að það er alltaf létt stemmning og gaman og þið sem aldrei hafið komið verðið að prófa.
Sara kom hingað dröslandi með gamalt hjól sem er búið að breyta í kondi-hjól svo nú get ég komið mér í form - hef enga afsökun að ég sé slæm til gangs - enda búin að fá botoxsprautu í ruglaða vöðvann sem hefur gert mért erfitt fyrir og er nú miklu betri. Ég hefði þurft að fá hana áður en ég fór til Kúbu. Það hvín og syngur í öllu þegar ég hjóla af stað eins og nokkurs konar blanda af mótórbát og kappakstursbíl. Svo er sætið alveg ægilega hart þannig að ég er aum í rassinum. En ég má til að koma mér í form fyrir aðgerðina þ. 5. júní
'A morgun fer ég til Hellu með Berglindi iðjuþjálfa að halda fyrirlestur. Þá þarf ég að vera í góði formi svo þetta verður ekki langt í kvöld (sko bloggið), enda ekki ástæða til.