Bimba

Saturday, April 29, 2006

ég er andvaka

Ég er andvaka og datt í hug að nota tímann til að skrifa á bloggið. Við hittumst í kvöld nokkrar Léttsveitarkonur því við vorum haldnar svoddan aðskilnaðarkvíða og þurftum að ræða svo margt í sambandi við Kúbuferðina, ótrúleg viðbrögð við kvikmyndinni og fleira. Ég veit ekki hvar þetta endar.
Annars vorum við að passa Sigrúnu Ástu núna um helgina. Þau sváfu svo vært þegar ég kom heim Gylfi og afastelpan. Og ég ætlaði að hjúfra mig að henni en þá gat ég ekki með nokkru móti sofnað. Ég verð örugglega mjög hress í fyrramálið þegar hún vaknar svo fersk og fín og fer að spjalla. Hún er farin að tala svo mikið og er svo skemmtileg.
Það er komin dagsetning á Lund. Ég fer þ. 5. júní í aðgerðina. Hjálmar rafveitustjóri lét mig vita í fyrradag. Einar Gylfi fer með mér. Svo er bara aðvona að allt gangi vel í þetta sinn.

Nú er Sigríður M byrjuð í prófum og fór vel af stað. Svo skilst mér að vetrareinkunn hafi verið vonum framar. Bravó fyrir henni.

Wednesday, April 26, 2006

Kúba er engu lík

Þá erum við Léttsveitarkonur og fylgifiskar komin heim frá Kúbu. Maður verður aldrei samur eftir að hafa verið þar. Kynnst öllum andstæðunum og ólgandi lífinu, tónlistinni og dansinum, þvílíkt fólk og þvílíkt land.
Við Íslendingarnir og hinir túristarnir voru eins og hverjir aðrir burgeisar með fulla vasa af kúkum en það er myntin sem við notuðum á Kúbu kölluð. Reyndar ræddum við um að kalla þá frekar niðurgang eða ræpur af því þeir runnu e-n veginn frá okkur - það er nefnilega ekkí ódýrt að vera á Kúbu. Enda engin ástæða til í þessu fátæka landi.
Fólkið var yndislegt svo glæsilegt og brosmilt.
Léttsveitin var líka glæsileg og brosmild og fylgifiskarnir fylgdu fast á eftir. Fararstjórar höfðu á orði að þetta væri skemmtilegasti hópurinn sem þeirhefðu tekið á móti á Kúbu og sá jákvæðasti. Það furðar örugglega enga sem sáu myndina K'ORINN á sunnudaginn. Silju Hauks og hennar fólki tókst svo vel að lýsa jákvæðninni og samheldninni sem ríkir í þessum stóra hópi. Búin að heyra mörg jákvæð komment um myndina.
Ég fór í morgun og hélt fyrirlestur um Húmor og heilsu hjá þeim á Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og einnig Sjónarhóli. Ég var enn í rúmbutakti og tók þetta með kúbönskum stæl í krumpuðum fötum (úr ferðatöskunni) og það gekk bara vel upp. Reyndar var ég draghölt eftir rambið á Kúbu en andlega var ég sko í rúmbutakti alla vega andlegum salsatakti. Á morgun fer ég og fæ sprautu í fótinn svo kannski verður þá hægt að minnka spasmann svo ekki snúist svona upp á löppina o svo þarf ég að fá nákvæma dagsetningu á förinn til Lundar.
Jæja nóg í bili em ég vil bara segja ykkur að lokum að KÚBA ER ENGU LÍK.

Sunday, April 16, 2006

Til Kúbu á morgun

Nú er farið að færast fjör í leikinn. Kúba - við komum á morgun. "Cuba here we come" þið vitið.
Vi fórum nokkrar Léttur saman í sund og fórum svo heim til Þórkötlu til að lakka á okkur neglurnar og chilla - þá fór ég að komast í stuð.
Ég er byrjuð að spá í hvað ég ætla að taka með en ekki er ég nú byrjuð að pakka fyrir alvöru. Fékk lánaða ferðatösku hjá Fríðu í gær þannig að nú fer þetta að fara í gang. Þau hér heima gera svolítið grín að mér fyrir að það er langt síðan ég ég fór að tala um í hverju ég ætlaði að vera á leiðinni. En það skiptir auðvitað miklu máli . Það má ekki vera neitt sem þrengir að, verður að vera þægilegt svo það þarf að velja vel. Ég keypti mér buxur sem þrengja ekkert að og ætlaði í þeim en þá eru þær svo stórar að við liggur að ég missi þær niður um mig svo ekki fer ég í þeim - jafnvel þó þær þrengi ekki að.
Nú er bara um að gera að fara ekki fram úr sér við að taka með dót, því það er ekki hægt að kaupa mikið á eyjunni fögru- og það er eitthvað sem við erum ekki vön. Við getum alltaf farið í búðir og keypt það sem okkur vantar. Gott fyrir okkur að prófa þetta. Í gamla daga þegar ég var að ferðast í Asíu lenti ég stundum í því að vera á stöðum sem ekki var hægt að fá ýmsa nauðsynjavöru eins og t.d. í Kashmir og í Himalaja. EN við lifðum það dásamlega af.
Ætli ég skrifi nokkuð fyrr en ég kem heim. Er ekki alveg út úr kú að vera með fartölvu með sér á Kúbu?!!!!!!!!!

Wednesday, April 12, 2006

LASER var það

Nú fór ég illa að ráði mínu. Starfsheiður Sigrúnar sjúkraþjálfara er í hættu. Hún setti ekki stuttbylgjur á meiddið eins og ég skrifaði í síðasta bloggi heldur LASER geisla. Það leiðréttist hér með. Það er náttúrulega alger svívirða að rugla þessu saman og bera þetta upp á hana. Allt gert í bestu meiningu, en hafa skal það sem sannara reynist: LASER var það heillin.
Var aftur hjá Sigrúnu í dag í LASER og svo fór ég að hjóla og í tækin. Alltaf að reyna að undirbúa mig fyrir Kúbu. Nú er ég farin að æfa mig í að nota staf svo ég geti betur gengið. Ég er alls ekki í nógu góðu formi en vonandi gengur þetta hjá mér.
Þetta er bara þó nokkuð ergilegt en vonandi verður þetta í lagi, ég verð umkringd góðu fólki. Einar Gylfi, Léttsveitin og co það er ekki amalegt

Monday, April 10, 2006

Ég er farin að sakna svo Landakots og vinnufélaganna. Ég er að hugsa um að fara að koma þangað af og til og heilsa upp á fólkið - bæði samstarfsfólk og gamla fólkið. Reyndar hef ég komið þangað og fengið að fara í tækin hjá sjúkraþjálfurunum og Sigrún þessi elska hefur skellt á mig stuttbylgjum. Það er liður í undirbúningi fyrir Kúbu. Ég er nefnilega með ansans verki í fæti og öxl, bylgjurnar eiga að laga það.
Já Kúba það er nú það. Ég er eiginlega ekki farin að fatta að ég sé að fara og þar af leiðandi hef ég ekki hlakkað til. Já svei mér þá - en kannski fer þetta að koma hjá mér.
Ég fór til Kollu frænku minnar að fá lánuð föt. Hún sagðist eiga fitubolluföt og ég ætlaði að fá e-ð lánað en viti menn buxurnar voru allar of litlar, alveg sama hvað ég tróð. "Stebbi stóð á ströndu var að troða strý" dettur mér í hug núna. Amma lét mig fara með þessa þulu þegar ég var lítil stelpa af því ég var svo smámælt.
Við vorum í fermingarveislu í gær hjá Rakel dóttur Önnu Bentínu og Grétars. Hún var svo falleg og fín og veislan var mjög góð, frábær matur og kökur á eftir. Anna stendur sig svo vel. Vinnur hvern sigurinn á fætur öðrum. Við erum svo stolt af henni.
Ég var leynigestur hjá Guðnýju vinkonu minni ( mömmu Sínu) í kvöld þegar hún hélt matarboð fyrir dætur sínar og Ingu Italiano. Þær voru voða spenntar, héldu af einhverjum ástæðum að leynigesturinn væri karlmaður, og voru búnar að rjóðra á sér varirnar og gera sig til. Og þá kom bara sú gamla (ég) og þær reyndu að leyna skúffelsinu en jöfnuðu sig nú fljótlega og fóru að dansa salsa með Gyðnýju fremsta í flokki. Tekið skal fram að Guðný er 90 ára og fór létt með að taka salsasveiflu.

Friday, April 07, 2006

Það er oft svo gaman

Jóhanna kórstjóri og vinkona mín kommenterar á síðasta póst og gefur lítið fyrir spekúleringar mínar um tilganginn með þessu bloggi. Það þarf for fanden ekki að vera neinn tilgangur með þessu - maður bara bloggar eða ekki eins og Jóhanna segir. Hún er svo lítið fyrir vesen og röfl sú kona.
Enda stjórnar hún 110 kvenna kór. Jesús minn góður. Og nú erum við að fara til Kúbu eftir rúma viku (10 daga) bara svo þið vitið það. Búnar að taka "lynkursus" í salsa og spönsku á netinu, fá flugmiða og aðra ferðapappíra í hús, vantar bara að fara í bankann og ná sér í evrur.
Ég var hjá Völu Hall í gær og við heldum saman veislu, buðum gömlum vinkonum ;Dóru Thor og Páls laufeyju Steingríms og 'Astríði. Það var ótrúlega gaman og ótruuuulega mikið hlegið. Þess vegna er ég svo þreytt að ég ætla að hætta núna -Sjáumst

Monday, April 03, 2006

af hverju bloggar fólk???

Það er svo mikil regla á mér. Nú er ég farin að blogga a.m.k. einu sinni í viku jafnvel þó ekkert sérstakt sé að gerast . Stundum hugsa ég af hverju er ég að þessu bloggi. Sumir eru alltaf að lenda í ævintýrum eins og t.d. Unnur Birna og Kristinn Sigmundsson og hafa því fulla ástæðu til ð deila því með öðrum. Aðrir fara í heilauppskurð með góðum árangri og þá er líka ástæða að deila því með öðrum. Svo er fólk eins og ég sem er búið að gera ýmislegt áhugavert en er ekki að upplifa neitt sérstakt þessa stundina. Á maður þá að skrifa á bloggið? Eru ekki fleiri í þessari krísu mér er spurn. Er þetta ekki bara að bloggarar eru svo uppteknir af sjálfum sér að þeir skrifa um SJ'ALFAN SIG jafnvel þó það sé ekkert að ske.
Ég þekki einn sem fór í svona sjálfskoðun og steinhætti að blogga. Þurrkaði meira að segja allt út sem hún var búin að skrifa. Jamm og já.
Ég ætla ekki að gera það enn sem komið er. Nóg af þessu.
Hjálmar hringdi í mig í gær. Ég hafði reynt að ná í hann og talaði við konuna hans hana Nínu og svo hringdi þessi snillingur. Hann taldi góðar líkur á að ég kæmist í aðgerð í lok maí en ætlaði samt að ath. málið.
Annars var helgin róleg hjá mér. Fór á föstudaginn að hitta gömlu tryggu vinkonur mínar Lillu og Fríðu og við vorum í svakalega fínu matarboði hjá Lillu og horfðum á Idolið með öðru auganu. Við gjóuðum hinu auganu á hvor aðra þegar einhver af dómurunum sagði að með söng sínum hefði Snorri hinn íðilfagri sjarmör heillað allar miðaldra kellllingar á landinu.
Ég sit hér við tölvuna í nýju flónelsnáttfötunum mínum. Þau eru köflótt. Mér er voða kalt á tánum, þannig að ég ætla að hætta þessu fljótlega og fara að klæða mig. Bráðum hitnar mér á tánum en þá fer ég til Kúbu en það vita nú þeir sem lesa þetta blogg.