Bimba

Friday, March 31, 2006

Það er svo mikið vor í lofti, sólin skín og það er bara ágætis gönguveður.
Ég baslast við að halda loforðin sem ég gaf á Reykjalundi, reyni að hreyfa mig, hef farið í göngutúra alla vikuna, stundum í sund svo geri ég leikfimiæfingar af og til. Dreg fyrir alla glugga og leggst á gólfið og teygi úr skönkunum. Ekki veit ég hvort það er aldurinn, kílóin eða e-ð annað sem veldur því að ég er afskaplega stirð og þung á mér. Ég sé fyrir mér að það þurfi að kalla á Hjálparsveitina einhvern daginn og þeir koma með talíu og tosa mig upp með aflmikilli vél.
Einu sinni heyrði ég um konu sem fór í bað og komst ekki upp úr baðkerinu. Það þurfti að kalla á hjálp til að koma henni upp úr. Þvílík martröð.
Ég reyndi að ná í Hjálmar rafveitustjóra í Lundi áðan. Ég ætla að fá staðfest hvenær þeir séu tilbúnir að fá mig aftur. Það þýðir ekkert annað en að kíla á þetta. 'Eg vona að það virki jafn vel og síðast eða sum sé þegar ég fékk apparötin inn í hausinn í fyrsta sinn.
Nú fer að styttast í Kúbu. Ég hlakka til að kvíði svolítið fyrir ég vona að ég verði í góðu formi. Ég get nefnilega ekki alveg stjórnað hægri fæti og stíg skakkt í hann . Líklega er það þess vegna að ég er stundum með sáran verk í löppinni og þá á ég svo vont með að ganga hvað þá dansa salsa.
Svo er það þetta með öll kílóiin sem hafa bæst við, ég hef þó nokkrar áhyggjur af því. Ég mun ekki liggja neitt í sólbaði enda ekki hægtað eyða tíma í það. En ég hef heyrt að matur sé ekkert sérstakur á Kúbu svo þar eygi ég von um að geta byrja'ð á smá aðhaldi.

Wednesday, March 29, 2006

Af Elínu sem á afmæli í dag.

Það er 29.mars og Elín mín á afmæli í dag. Til hamingju Elín tra la la og til hamingju OSLO en þar býr Elín. Hún er eins og litla systir mín. Við ólumst upp í sama húsi á Sólvallagötu. Mamma hennar varð ráðskona hjá afa mínum þegar Elín var tæplega 2 ára. Og síðan hefur vinátta okkar stöðugt blómstrað og styrkst og eflst. Ég er t.d. hætt að éta frá henni sælgætið hennar og pissa í nýja svefnsófann hennar ein og ég gerði í gamla daga. Við Elín höfun "brallað" ýmislegt saman. Fórum t.d. saman til Englands '68 að vinna á Butlins Holiday Camp. Þar gerðust þau undur og stórmerki að við vorum beðnar að taka þátt í fegurðarsamkeppni "Ungfrú Butlins".Það hefur aldrei gerst fyrr né síðar að við höfum verið bendlaðar við fegurðarsamkeppni- það er eiginlega skrýtið -eins og við erum líkar Unni Birnu. Æ þetta er ekkert fyndið. Svo fórum við saman til Þýskalands '70 og Elín sneri raunar aldrei tilbaka, því þar hitti hún stóru ástina í lífi sínu sem hún elskar enn og það er svenske Peter. En Elín hefur haldið góðu sambandi við okkur gömlu vinkonurnar af Sólvallagötu Fríðu, Lillu og mig, því hún kemur reglulega og heimsækir mömmu sína og þá fáum við oftast að hitta hana í leiðinni. Þetta var pistill um Elínu þá mætu konu sem á afmæli í dag. Áður en ég hætti langar mig að rifja upp að það var Elín sem kom og sótti okkur Helgu til Lundar helgina áður en ég átti að fara í aðgerðina. Hún kom alla leið frá Oslo - keyrði 700 km í vetrarveðri og fór með okkur í sumarbústað í Halmstad þar sem við áttum mjög eftirminnilega og skemmtilega helgi. Fyrsta kvöldið borðuðum við konunglegan mat og hrundum síðan í það m.ö.o. fengum okkur ótæpilega í annan fótinn eða báða og hegðuðum okkur eins og hermenn sem voru að fara í stríð og vissu ekki hvort þeir kæmu tillbaka. Þetta hefur vart skeð síðan í frumbernsku okkar. Elín mín ef þú lest þetta þá bara takk fyrir þessa frábæru ferð. Og sömuleiðis Helga frænka mín. Nú er nóg komið .

Sunday, March 26, 2006

Árshátíð Léttsveitar og aðgerð

Jæja þá er árshátíð Léttsveitarinnar afstaðin og nú á þessu augnabliki eru Léttsveitarkonur örugglega að skreiðast framúr með góðan fílíng í hjartanu eftir góða árshátíð. Það er alveg makalaust hvað það er gott að vera í þessum félagsskap með öllum þessum frábæru konum og þeirra mökum. Védís var veislustjóri og stóð sig með stakri prýði eins og hennar var von og vísa svo orðheppin og mælsk, Signý ræðumaður kvöldsins hélt hugljúfa og hnyttna ræð og svo voru ýmis skemmtiatriði. Við vorum hópur sem fluttum/sýndum atriði sem féll í góðan jarðveg en það voru gamlar Léttsveitarkkonur að dansa salsa og syngja líka. Þetta var á kvöldvöku á elliheimili Léttsveitarkvenna - séð inn í framtíðina. Við vorum svo heppnar að hún Sólveig kom með tvo fulla kassa af fötum af mömmu sinni og þar kenndi ýmissa grasa. Þar voru alls kyns kjólar og hattar. Svo fengum við lánaðar hárkollur, göngugrindur og stafi þannig að leikmunirnir voru til staðar. 'Eg samdi einhvern texta sem reyndar var algert aukaatriði því gerfin gerðu svo mikla lukku. Við sjálfar hlógum svo mikið á æfingunni sem við héldum að við lá að sumar pissuðu í sig en það er nú bara af því grindarbotninn er farinn að slappast.
Jæja svo var stiginn dans eftir salsatónlist auðvitað. Þar spiluðu bestu tónlistarmennÍslands með Tomma Einars í fararbroddi , Samúel/Samma í Jagúar o.fl. Mér fannst tónlistin frábær en mér gengur svo illa með salsadansinn. Eftir að strákarnir fóru í pásu söng Jóhanna með þeim og þá var mikið stuð.
'Eg fór á aðalfund iðjuþjálfafélagsins á föstudaginn. Ég veit eiginlega ekki hvað ég var að gera þar því mér finnst ég e-ð svo utan gátta þar en Berglind vinnufélagi minn á Landakoti hringdi og mér fannst það svo sætt af henni að ég ákvað að fara. Svo þegar ég var þarna og sá allar þessar virku konur og masterana og doktorana þá fann ég fyrir vanmætti mínum - ég er ekki einu sinni í vinnu núna. En það lagast,
Nú er ég búin að ákveða að reyna að komast í aðgerðina fyrir sumarfrí og jafna mig þá í sumar.
Í samráði við Linn trúnaðarlækni LSH, Köllu sviðsstjóra og R'osu hef ég ákveðið að vera í veikindaleyfi þar til ég er búin að fara i aðgerð. Ég hef fengið mikinn stuðnning frá þeim. Það er mikils virði fyrir mig.
Ég má til að segja frá því að á fimmstudagskvöldið fór ég ásamst Reykajsystrum að hlusta á Skafta Ólafs frænda minn í Salnum í Kópavogi. Það var stórkostlegt að sjá hvað hann er hress og flottur þrátt fyrir að hann sé að verða áttræður. Einhver sagði það en kannski er það nú bara einhver vitleysa. Þarna voru fullt af ættingjum þannig að þetta var eins og ættarmót öll Svefneyjaættin mætt eða þannig sko. Meira að segja Sigga og Vigga sem eru um og yfir nírætt og Rósa systir þeirra sem kom út með rauðan æskublóma í kinnum og andvarpaði yfirr öllum gömlu góðu lögunum sem Skafti bróðir tók. Það var kol uppselt á hljómleikana en þeir verða endurteknir 6, apríl minnir mig og þá geta þeir sem ekki fengu miða farið að hlusta og fíla þetta.
Jæja kannski að maður fari að súnna sig og koma sér á lappir. Gylfi geysist hér um gengur frá þvotti alveg á hundrað. Fór í morgun í bakaríð eins og hann gerir alltaf á sunnudögum og lagaði kaffi og útbjó þennan líka fína morgunverð. En ég bara lufsast til en nú ætla ég að hætta því og fara að gera e-ð

Sunday, March 19, 2006

Salsadans og leiklist

Ég kom af Reykjalundi á föstudaginn. ÚTSKRIFUÐ. Gerði heljarinnar mikið plan um hvernig ég mundi svo halda áfram í uppbyggingu hins hrörlega líkama míns- fara í göngur, sund, leikfimi o.s.frv. Keypti mér m.a.s. göngustafi. OG svo þykist ég ætla að léttast. Abb babb babb ég kann það ekki. Svona aðhald hentar mér ekki ég hef aldrei eins mikla matarlyst eins og þegar ég er að hugsa um að borða ekki mikið.
Svo fæ ég svona ómótstæðilega löngun í e-ð eins og fylltar lakkrísreimar eða matarkex með smjöri og þá er ég að tala um með þykku lagi...... auk alls hins. Æi já, nú er það liðin tíð að ég sé grönn og spengileg. Ég fór í Hagkaup og keypti mér XXXL buxur og hafð'i þær vel rúmar svo ég gæti fitnað aðeins meira áðu en ég fer til Kúbu. Í dag fór ég í Salsakennslu í Kramhúsinu þar voru líka nokkrar Léttsveitarkonur ásamt fleiri Kúbuförum og við reyndum með misjöfnum árangri að tileinka okkur blóðhita Kúbverja - sveifla norrænu mjöðmunum stirðu og gefa okkur á vald ástríðufullum dansinum. Undirrituð var ein sú klunnalegasta á dansgólfinu, reyndi af veikum mætti að sveifla stirðum skönkum og forðast að horfa á sig í speglinum,- bara svo öll sjálfsvirðing myndi ekki rjúka burt. Ég er ekki sú sterkasta í salsa. Ég held ég dansi bara polka þarna á Kúbu.
Svo fór ég líka annað í dag. Ég fór ásamt fleiri Léttsveitarkonum að leika Kiwaniskonu í óvissuferð með STELPUNUM sem mun koma í þættinum þeirra á Stöð 2 . Það var gaman að prófa það. Hefði bara átt að verða kvikmyndaleikkona - þetta var nú bara glens í mér.

Monday, March 13, 2006

Pistill um Kaupmannahöfn

Þá erum við komin aftur heim í hlýjuna á Íslandinu góða. Það var hræðilega kalt í Kaupmannahöfn en við fengum hlýlegar móttökur þar og það bjargaði málunum.
Það var mjög gaman að hitta alla krakkana, Pétur, Hjalta, Lindu og Nínu. Þau voru öll hress og kát og við höfðum það mjög notalegt saman. Við gistum í íbúð Péturs en hann fékk að gista hjá Lindu og Hjalta á stofunni. Blessaður karlinn lét okkur eftir íbúðina sína og þau létu honum eftir sófann í stofunni. Við fengum að kynnast sambýlispöddum Péturs kakkalökkunum. Þetta eru meinleysisgrey en frekar ógeðfelld.
Það er SVAKALEGA mikið af Íslendingum í Köben, það var alveg sama hvar við vorum alltaf heyrðum við íslensku talaða í kringum okkur. OG þá erum við ekki að tala um á Strikinu - það var bara alveg sama hvar .
Ég fór á opnun á sýningu í ráðhúsinu sem Freyja bauð mér á. Ég var svo heppin að opnunin var einmitt á föstudeginum og Freyja var með einn boðsmiða. Ég var voða stolt af vinkonu minni, mynd eftir hana prýddi sýningarplakatið og mynd eftir hana blasti við í forgrunni þegar maður gekk inn í ráðhúsið. Þarna voru hvorki meira né minna 62 íslendingar að sýna verk sín og svo nokkrir Færeyingar og Grænlendingar. Mjög flott sýning. Ég þekkti þarna nokkra sem sýndu m.a. Dísa í Dalsgarði, Halla vinkona Söru, Ragna Fróða, Sigrún Einars í Bergvík o. fl. Annars afrekaði ég eitt og annað þessa daga.
Við Gylfi fórum til Lundar í heimsókn Svo fórum við á nýja bíómynd um Gasolin sem var mjög skemmtileg. Ég hitti Rönku og við fórum líka í bíó á nýja danska mynd sem líka var mjög góð.
Í gær fórum við Gylfi svo út á Christianshavn og ætluðum að fíla gömlu stemmninguna þar en guð minn góður það var svo kalt og við lá að við yrðum úti. Þá var nút gott að eiga athvarf hjá Lindu og Hjalta og þar var Pésalingur og Nína og við borðuðum öll saman síðustu kvöldmáltíðina- dýrindis lambalæri a la Linda. Nína var í góðu stuði þrátt fyrir að hún væri með hita, dansaði og lék alls kyns kúnstir en það er víst best að taka fram að Nína er barnabarnið.
Að lokum smá pistill um leigubílstjórann sem keyrði okkur út á kastrup. Hann var greinilega múhamedstrúar. Hann spilaði einhverja músík í bílnum sem var svona eintóna söngl og var örugglega eitthvert bænasöngl. Svo tautaði hann með og var alltaf að gjóa augunum í bakspegilinn. Þarna fann ég fyrir e-u óöryggi út af látunum undanfarið og fór þá að hugsa um að það þarf ekki mikið til að skapa óöryggi hjá svona kerlingum eins og mér. Svo sá ég konu í strætó sem var í svörtum kufli með svarta blæju fyrir andlitinu og ég fór að hugsa um hvað gæti leynst undir svona kufli og mér fannst það hálf óhuggulegt. En fordómar skapast af vanþekkingu og það á sannarlega við í þessu tilfelli.

Monday, March 06, 2006

ður hefði nú gott af ýmsu

Allt við það sama á Lundinum, leikfimi, göngur, sund og fleira í þeim dúr. Ný vika að byrja. Ég var heima um helgina. Fór í bæinn með Fríðu á laugardaginn og keypti mér góða skó. Svona stabíla Campers skó sem munu duga ei-ð áfram. Svo fór ég í afmæli til Freyju um kvöldið. Þetta litla skinn varð 45 ára. Það var mjög huggulegt og gaman. Á sunnudaginn fór ég í morgunkaffi til Védísar. Þurfti nefnilega að keyra Gylfa út á völl og notaði tækifærið úr því ég var komin á lappir svona snemma (ekki svo snemma að neinn þurfi að taka andköf en miðað við að það var sunnudagur var þetta frekar snemmt (eða sum sé milli 11 og 12)) að skella mér til Védísar og hjá henni var kaffen klar eins og segir í ljóðinu.
Ég tók eftir því um helgina að ég var farin að haltra meira. Fór í göngutúr með Önnu halldórs og var bara ansi hölt um tíma. Ég hafði því samband við rafveitustjórann og fékk hann til að stilla mig betur. Kom við hjá honum í morgun. Svo ætlum við Gylfi til Köben á fimmtudag og þá ætla ég yfir til Lundar og tala við rafveitustjórana þar . Nú er slagveðursrigning ekkert gönguveður svo ég fór ekki í göngu í dag en hefði auðvitað haft gott af því, en það er nú svo ótal margt sem maður hefði gott af það er ekki hægt að eltast við það allt saman

Friday, March 03, 2006

Er lífið bara leikfimi???!

Nú er stund milli stríða. Aldrei þessu vant byrjar dagurinn minn ekki fyrr en kl 10 en hina dagana hef ég mætt kl 8.15 eða e-ð svoleiðis. Í gær fór ég í heljar mikið þrekpróf og viti menn miðað við aldur og fyrri störf var ástandið ekki svo slæmt. Það kom öllum viðstöddum verulega á óvart. Svo tók við dagur sem snerist um "að lífið sé leikfimi" og það var djöflast í sundi, tækjasal, stafagöngu og fiumælingu. Ég ætla ekki að segja ykkur hvernig það síðastnefnda var.
En alla vega er ég komin með bók sem stendur á "breyttur lífsstíll" og í hana á maður að skrá hvað maður borðar yfir daginn. Ég ákvað að byrja í dag af því ég fékk mér kjötbollur heima í kvöldmat í gær (var nefnilega í bænum í gærkvöldi af því ég fór að flytja fyrirlestur hjá Blindrafélaginu í gær) og svo keypti ég mér stóran poka af kúlusúkki á leiðini hingað. Sigríður Margrét glotti við tönn þegar hún sá mig koma með pokann úr sjoppunni og spurði mig hvort ég væri ekki að byrja í aðhaldi. Þá rifjaðist það upp fyrir mér og ég ákvað að byrja ekki fyrr en í dag. Iðjuþjálfarnir sem ég hef hitt hafa grínast með að ég hafi gleymt spakmælunum góðu sem við bjuggujm til í gamla daga að lífið sé EKKI bara leikfimi því ég þjösnast í alls kyns líkamsrækt og fer bara í iðjuþjálfun til að hitta "gömlu" stöllur mínar þar. Það kom vel á vondan.
Nú er föstudagur og ég fer heim á eftir og vonast til að geta gert e-ð gagn heima................