Bimba

Tuesday, February 28, 2006

Hælisfréttir

Þá er ég komin á Reykjalund og er í ekta endurhæfingarstemmningu. Er í tækjasalnum, syndi, geng rösklega með miklum armsveiflum eins og maður gerir alltaf þegar maður er á REykjalundi og ætlar að sýna umheimnum að nú eigi að taka á. Það var annar dagurinn í dag. Kom hingað í gær og fór í viðtöl og próf, hitti gamla vinnufélaga, át fullt af bollum, fékk meira að segja marenstertu hjá Jón Ben á skrifstofunni því hann átti afmæli í gær. Fór svo á iðjuþjálfunardeildina og hitti þær sem ég þekkti þar (aðalega Siggu og Möggu) og dagurinn hér endaði svo á því að Magga keyrði mig alla leið heim til mín, en þangað fór ég því ég fór á námskeiðið um Kúbu í gærkvöldi.
'Eg mætti hér fyrir allar aldir í morgun til að sýna lit og er búin að taka á í dag- heldur betur.
Svo ætla ég bara að vera hér í kvöld og hvíla mig. Ég þarf líka að undirbúa fyrirlesturinn fyrir blindrafélagið sem verður á fimmtudaginn. Alltaf nóg að gera.
Það er hálf skrýtið að fara svona á heilsuhæli og verða stikkfrí kúbla sig bara út úr öllu daglegu þrasi og skyldum - eða svona e-ð í þá áttina. Og hugsunin snýst um það að bæta þrek og snerpu!! Og hvenær er matur . Reyndar er mikið um heilsufæði hér. Á morgun er t.d. byggsteik og það líst ýmsum ekki á. Tveir karlar hér á deildinni fussa mikið og segjast ætla á Kentucky fried á morgun. Mér finnst aftur á móti slæmt að fá ekki smjör en verða að leggja mér til munns plastsmjör ("Létt og laggott") það er nú meiri óþverrinn. Í fyrra fékk ég vottorð að ég ætti að borða smjör af því ég var svo mjó en það gengur ekki lengur eins og lesendur vita. Annars eru sumir rosalega feitir hérna. Í sundinu passaði ég að vera sem mest við hliðina á þeim þannig að mín aukakíló yrðu ekki eins áberandi.
Í dag er sprengidagur og það átti að gefa liðinu saltkjöt og baunir. En viti menn þegar röðin var alveg að koma að mér þá tilkynnti kokkurinn að næsti skammtur af saltkjöti væri e-ð skemmdur svo hann tæki ekki sjens á að bera það kjöt fram. Við sem stóðum þarna og þeir sem komu á eftir okkur fengu því ekkert saktkjöt á sprengidaginn sjálfan. Þetta er nú ekki nógu gott ha.
Ég hitti konu hér sem vatt sér að mér og sagði að ég hefði haldið skemmtilegasta fyrirlestur sem hún hefði heyrt .Það hefði verið í Valhúsaskóla fyrir nokkrum árum. Já ég er í sjálfsuppbyggingu svo ég vildi bara láta vita af þessu. Hugsa sér ef ég ynni við þetta þá væri nú gaman hjá okkur........
Nú ætla ég að fara að heilsa upp á Nönnu hjúkku og vinkonu mína hún var að mæta á vakt núna kl fjögur.

Thursday, February 23, 2006

'I dag hef ég fengið póst frá tveimur manneksjum sem ég met mjög mikils sem hafa hrósað DVD diskinum K'ORINN. Önnur skrifaði hér á bloggið og hin sendi tölvupóst. Hjartans þakkir fyrir. Ég er sammála ykkur Kórinn er góð mynd með góðan boðskap og ef fleiri vilja kaupa myndina erum við (Léttsveitin) að selja hana núna og það fer hver að verða síðastur að eignast hana og hananú. Eins erum við að selja disk með ýmsum skemmtilegum lögum sem fékk mjög góða dóma hjá Jónasi Sen í mbl!!
Það gafst ágætlega að auglýsa klósettpappírinn hér á blogginu þannig að það má prófa að auglýsa DVDmyndina og diskinn hér. Margir þorðu ekki að láta það koma fram á blogginu að þeir notuðu klósettpappír þannig að þeir höfðu samband eftir öðrum leiðim það erlíka allt í lagi að gera það með diskana elskurnar mínar.
Nú er ég búin að koma þessu á framfæri og mun aldrei nefna þetta framar nema ég sé beðin sérstaklega um það.
Jæja nú er ég að fara á REykjalund. Það á að hressa u pp á apparatið þar. Smyrja vélina og setja hana í gang hægt og rólega og auka hraðann smátt og smátt. Það veitir ekki af, allt orðið stirt og ryðgað. Það er svo gott fólk á Reykjalundi þannig að þau munu örugglega hafa góð áhrif á mig.
Þegar ég fór þangað í fyrra (í fyrsta sinn síðan ég hætti að vinna þar) var það mjög erfitt fyrir mig. Fyrstu dagarnir voru skelfilegir. Það var svo erfitt að breyta svona um stöðu og koma þarna sem sjúklingur eftir að hafa unnið þarna í 16 ár. Og þó ég segi sjálf frá verið í hressara lagi. EN ég var fljót að yfirvinna þá "skelfingu" en aldrei vandist ég því alveg að haltra um og mæta gömlum vinnufélögum. EN nú er ég í miklu betra standi svo þetta verður allt öðru vísi. Já ég er bara í þokkalegu standi þó það sé búið að pilla úr mér tækin öðru megin. Þess vegna frestaði ég líka aðgerðinni þ. 13.3. Ætli ég fái ekki að fresta henni fram á haust.
SVei mér ef þetta er ekki óttalega ruglingslegur pistill en það verður að hafa það. Enginn bað ykkur að lesa hann!!!!

Wednesday, February 22, 2006

Sigríður hjálparhella og ferðakynning

Nú er hún hjá mér hún Sigríður mín sem hjálpar okkur að þrífa 2 x í mánuði. Þvílíkur lúxus að fá hana til sín. Ef hún kæmi ekki þá væri ekki mikið þrifið á þessu heimili. Nú á þessum síðustu og verstu tímum hef ég ekki nokkra döngun (er þetta orð ekki til kannski) í mér að þrífa og hinir í fjölskyldunni ekki heldur svo hún Sigríður bjargar okkur frá því að drukkna í ryki og skít.
Það er alltaf verið að rífast yfir kjörum öryrkja en það má nú líka þakka það sem vel er gert þess vegna s egi ég hjartans þökk fyrir Sigríði.
Ég var á kóræfingu í gær. Eftir æfinguna var svo ferðakynning á Kúbuferðinni. Þetta verður svakalega stór hópur sem fer um 200 manns. Þetta verður auðvitað ekki neitt líkt Ítalíuferð Léttsveitarinnar , en þetta verður samt spennandi - bara öðruvísi.
Æi nú hef ég ekki tíma í meira enda alveg nóg.

Monday, February 20, 2006

Kúba og Eurovision

Ég varð svo glöð að heyra frá Dóru og Lellu að ég má til að skrifa. Ég er svo sem ekki í miklu stuði að skrifa. Ég var á námskeiði um Kúbu í kvöld og fyrirlesarinn hafði frá ýmsu að segja sem varð til þess að ég fór að vera í vafa um hvort ég ætti nokkuð að vera að dröslast þarna suður eftir - en svo sagði hann að Kúbverjar væru yndislegt fólk, svo stolt og gott fólk og ég ákvað að fara. En við túrhestar á Kúbu kynnumst ekki hvernig fólkið raunverulega hefur það get ég sagt ykkur. Kúbverjarnir fá meira að segja ekki að koma á þessa fínu strönd sem mörg túrhestahótelin eru á . En við verðum nú ekki þar sem betur fer og ekki eitt orð meira um það. Ég og Gylfi við förum til K'UBU ásamt Léttssveitinni og ekkert fær því breytt.
Ég fór í sund í gær með Söru (hún tekur mig með sér you know) og líka í Smáralind og ég var næstum dáin úr þreytu svaf þegar heim kom frá 17.30-20.30 og staulaðist þá loks á lappir. Já - ég hitti Dísellu í Smáralindinni í gær. Hún er svo elskuleg og falleg stúlka og söng svo flottan tangó í Eurovision sem ég meira að segja kaus tvisvar en ekki var það nóg á móti 70 þús atkvæðum Silviu NÆTUR (hvað segið þið um að beygja nafnið N'OTT eins og orðið N'OTT) . En Dísella er svo falleg og glæsileg söngkona - hún átti auðvitað að vinna finnst mér. Annars er þetta svo bjálfaleg keppni að það er fínt að Sylvia tekur að sér að fara. Ja hérna eins og þetta skipti einhverju máli.
Mér er sagt að ég sé farin að líta betur út - það eru nú örugglega bara þessi (XX) kíló sem ég hef bætt á mig. Það klæðir eldri konur betur að vera svolítið feitar. En ég fékk mér sundbol um daginn. Hann er túrkísgrænn og það eru svona lítil blóm á honum sem breyttust í flennistór blóm þegar ég var búin að troða mér í hann. En túrkís er Kúbulitur Léttsveitarinnar svo mín ætlar heldur betur að taka sig út.

Saturday, February 18, 2006

Nú er allt á réttri leið

Þá er kominn laugardagur og ferlega langt síðan síðast. Svei ´mér ef það er ekki að verða heil vika. Hér er verið að horfa á BOLTANN og þá er upplagt fyrir þá sem ekki hafa áhuga á því að skrifa blogg eða e-ð álíka. Anna og Sigrún Ásta voru að fara en Atli varð eftir hjá föður sínum til að horfa á Liverpool og Manchester keppa. Það er dauft yfir þeim feðgum því mér heyrist Liverpool hafi forystu. Það er mikið stunið og andvarpað og athugasemdir um dómgæslu o.fl.
Það er gaman að þeir hafa gott af þessu eins og karlinn sagði forðum.
Í morgun var ég að kenna hjá endurmenntunarstofnun á námskeiði sem Sigfinnur sjúkrahúsprestur hefur umsjón með. Þar var ég að
tala um endurminningavinnu með öldruð'um. Þetta gekk þrælvel, skemmtilegur hópur lifandi og með á nótunum. Mér finnst svo gaman að kenna svona fólki. Um daginn var ég hjá sjúkraþjálfurum og það var líka mjög gaman. Svo er búið að biðja mig að halda fyrirlestur um húmorinn fyrir blindar konur. 'Eg þarf að setja mig í stellingar fyrir það, ég er svo vön að vera með power point þannig að ég þarf að hugsa það dæmi upp á nýtt.
Ég var hjá Martin rafveitustjóra í gær. Við ákváðum að fresta aðgerðinni um sinn þannig að ég fer ekki í aðgerð 13.3. eins og til stóð. Ég ætla að reyna að ná mér betur á strik og jafna mig eftir öll sýklalyfin og það drasl áður en ég fer aftur. Annars er allt upp á við núna hjá mér. Ég er öll að hressast en á þó sodið í land enn svo nú er bara að taka á því svo ég komist með til Kúbu með Léttsveitinni. GAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAMAN

Tuesday, February 14, 2006

Af hækkandi sól og klósettpappír

Nú er ég bara hress og kát. Vaknaði í morgun og fanmn að einhver kraftur var í mér sem ég hef ekki fundið fyrir lengi. Hvarflaði að mér að fara í sund. En ég veit ekki hvort verður af því. Fer alla vega í göngu. Elín kom hingað í gær og dreif sig með mig í göngutúr. Hótaði mér að gera það á hverjum degi. Það gerði mér gott hlýtur að vera. Svo er ég hætt á fúkkalyfjunum og það er nú aldeilis til bóta. Það er sem ég segi dagurinn lengist og það er vor í lofti og allt upp á við - ætli það ekki bara.
Ég hitti Sössu og Úggu Spánarfara í gær. Þær kíktu til mín hressar að vanda
Í gær fórum við gylfi á námskeið um Kúbu hjá endurmenntun. Það byrjaði vel Stefán Guðm. var með innlegg í gær svo koma fleiri fyrirlesarar.
Nú var ég að fá tilkynningu frá kórnum að við ættum að fara að selja klósettpappír og eldhúsrúllur. Vantar ykkur sem þetta lesið ekki góðan pappír til að þurrka ykkar litlu bossa eða eldhúsborð þegar sullast niður þar. Ég skal selja ykkur ef þið látið mig vita.
Ekki meira í bili - enda alveg nóg.

Thursday, February 09, 2006

KLUKK

Svo er í tísku svona klukk hjá bloggurum Þá á maður að upplýsa hitt og þetta um sjálfan sig.
Silla Léttsveitarmey klukkaði mig og ég svara þessu svona:

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina:
Veitingaskálinn við Gullfoss var 12 ára og aðstoðaði við ýmis störf 1. alvöru vinnan mín.

Walz und Dehm Berghausen Þýskalandi Vann í bókhaldinu ásamt Elínu og við vorum alltaf að leita að villum sem við ekki fundum enda kom í ljós að einn starfsmaðurinn stal svo ægilega frá fyrirtækinu og fiffaði það í gegnum bókhaldið. Hann hjálpaði okkur samt að leita að villunum.

Psykiatrisk Hospital i Risskov i Danmörku 1. vinnustaður minn eftir að ég útskrifaðist sem iðjuþjálfi vann þarna í 4 ár.

Reykjalundur vann þar í 16 ár þar af 14 sem yfiriðjuþjálfi. Já maður hefur svo sem verið boss á aðal endurhæfingardeild landsins.


4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
Big chill
Stella í orlofi
Kórinn
Gaukshreiðrið

4 staðir sem ég hef búið á: Reykjavík, Karlsruhe, Árósar, Mosfellssveit

4 sjónvarpsþættir sem ég fíla: Idol, Lost svo verð ég að fara aftur í fortíðina Matador, Eastenders

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum: 'Italía, Sri Lanka, Nepal , Grikkland

4 síður sem ég skoða daglega:Pétur í Kaupmannahöfn, næstum daglega Nína Sigurrós og Sigrún Ásta, Léttsveitarkrónikan

Fernt matarkyns sem ég held upp á: Lambalæri, sveskjugrautur með rjóma, thailenskir kjúklingaréttir og grænmetisréttir sem aðrir en ég sjálf elda

4 staðir sem ég vildi helst vera á núna: Á Landakoti í vinnunni, í sumri og sól í Ástralíu, á skíðum í Ölpunum á Ítalíu og Súmötru

4 bloggarar sem ég klukka: Pétur, Helga í Ve, Karla og Hjalti

Heilsufar og hagfræði

Ég espast öll upp við jákvæðar athugasemdir frá öllu þessu yndislega fólki og nú er ég svei mér til í að skrifa aftur. Eins og Anna Bentína sagði þarf maður ekki endilega að vera e-ð eilíflega hress og kátur. Það er enginn svoleiðis. 'Eg er ennþá hérna heima í mínum lufsulátum og ekkert sérstakt á dagskránni - svoleiðis. Nema auðvitað það að ná sér á fyrra strik og það er sannarlega stórverkefni. Nú er stór dagur á morgun -ég hætti loks á þessu viðurstyggilega sýklalyfi sem ég er búin að vera taka í 1 mánuð og fyrir þann tíma fékk ég það beint í æð svo þetta er orðinn ansi langur tími í heljargreipum hinna ýmsu sýklalyfja - alveg frá því fyrir jól. Það hefur örugglega haft sín áhrif og ekki bara læknað mig af pöddum heldur líka dregið úr mér allan mátt. En nú er það bara upp á við eins og sólin. Daginn er farið að lengja og lundin að léttast.
Það getur verið að ég fari á Reykjalund í smá yfirhalningu ég hefði auðvitað ægilega gott af því svo er ég hjá henni Svövu í Umhyggju sem er kórvinkona mín og stingur mig með orkunálum (nálastungumeðferð) og nuddar mig.
Í fyrradag var kóræfing og það hleypir alltaf krafti í mig að fara þangað. Það er kominn mikill Kúbu fílingur í kellurnar. Og María ballerína komin úr uppskurði og svona líka fín og falleg eftir uppskurðinn.
Ég fór í Debenhams á síðasta degi útsölunnar og keypti mér 4 pils það var nefnilega miklu ódýrara en að kaupa sér 3 hvað þá 2. (eruð þið hissa á að ég var í Versló og kannski minna hissa á að ég rétt skreið í hagfræði) Þetta var svona kúbupils sem eru komin úr tísku skræpótt og létt - á vetrarútsölu abb babb babb greinilega ekki í tísku lengur. Fékk 4 á 4500 þvílík kostakjör. En málið er þau eru öll nógu stór - en það er lítið um svoleiðis í mínum fataskápum núna.
Ég fór í beinþéttnimælingu (þið sem eruð yngri vitið ekkert hvað það er) og fékk að vita að beinin væru alveg í þokkalegasta lagi. Vegna heilsufarslegra ófara minna undanfarið varð ég eiginlega alveg hissa, ég bjóst nefnilega við að mér yrði tilkynnt að þau væru um það bil að hverfa. Ég ætlaði nú ekki bara að segja frá því heldur var mæld fituprósentan og hún var alveg í öfugu hlutfalli við hagfræðieinkunnina mína. Glöggir lesendur munu átta sig á hvað það þýðir en hinir munu vaða í villu og reyk. Ekki eitt orð meira........

Wednesday, February 08, 2006

Det var dengang.......

Nú má ég til með að skrifa. Ég verð að vera góð og gleðja þá sem nenna að lesa bloggið og hafa haft á orði við mig að þeim finnist ég ekki nógu virk í blogginu. Þannig að ég má til að skrifa smá áður en aðdáendur mínir hætta gersamlega við mig. Svo skrifar Anna Matta að ég sé góð fyrirmynd........ Það er nú einmitt málið. Mér finnst ég alltaf þurfa að vera frekar hress og jákvæð þegar ég blogga. Og ég hef ekki verið neitt sérlega hress undanfarið svo ég hef látið þetta eiga sig.
Sjálfri finnst mér svo gaman að lesa bloggið hans Péturs míns frá Kbh. Lýsingar hans á nýja lífinu í Kbh. eru svo skemmtilegar, allt er svo nýtt og spennandi. Minnir mig á þegar ég var ung og upprennandi að koma mér fyrir í gamla húsinu á Thunögade í Árósum þar sem ég bjó ásamt 5 dönskum hippum. Hver hafði sitt herbergi og svo var sameiginlegt húshald sem oft á tíðum var mjög skrautlegt. T.d. ætlaði einn gestur okkar að fá sér sykur úr sykurkarinu tók lokið af og þá hoppaði heimilisdýrið Nikolaj upp úr karinu gesturinn fékk meiri háttar sjokk. En Nikolaj var hamstur ekki köttur eða skógarbjörn. Við gamla húsið var stór garður með fullt af trjám og ég man daginn sem ég kom og bankaði upp á að fuglarnir sungu eins og þeir ættu lífið að leysa. Mér leist strax vel á þetta allt saman m.a. fólkið sem þarna bjó og því leist sem betur fer á mig og ég flutti inn. Þeim fannst best að kalla mig Heklu og ég var aldrei kölluð annað í þessu húsi og af fólki sem þekkti mig þaðan. Á dyrunum stóð bara Hekla og mynd af eldfjalli síðan stóð í sviga fyrir póstinn mitt rétta nafn - skrifað með pínulitlum stöfum.
Það var fljótlegt að flytja inn. Ég átti eina dýnu og nokkra ölkassa. Það var skápur í herberginu og svo fékk ég lánað lítið borð sem var notað sem skrifborð. Ég man að ég saumaði voða flott skræpótt efni yfir dýnuna svo hún var undur falleg. Þarna bjó ég svo í 2 eða 3 ár og þar var sko oft fjör í kringum fóninn eða þannig sko.
Er ekki bara ágætt að rifja upp gamla góða tíma þegar ekkert sérstakt er að frétta úr núinu?!!

Wednesday, February 01, 2006

rigningarþankar í febrúar

Þá er kominn febrúar og ég bara að lufsast ennþá. Ekki farin að vinna því ég hef hreinlega ekki heilsu í það. Eymingja LSH að hafa svona manneskju í vinnu sem ekki mætir mánuðum saman. Hefði ég ekki fengið þessa fáránlegu sýkingu væri ég komin á fullt er ég viss um í vinnu og öllu hinu. En ég er svo "lukkuleg" að vera ein af 0.04% sem hafa fengið sýkingu af þeim sem hafa farið í aðgerð í Lundi. Jógakonan sem ég hitti um daginn (Jógi björn dettur mér í hug - alltaf svo fyndin) sagði að það væri ekki lagt meira á mann en maður þyldi svo ég hlýt að þola þetta!! Svo sagði hún að maður ætti aldrei að hugsa - bara ef....... eða ef ég hefði gert svona eða sagt svona þá hefði þetta ekki skeð.......... Ussu suss aldrei að hugsa svona - muna það.
Ég er farin að fara í göngutúra einn á dag. Var miklu þreyttari eftir fyrsta túrinn en þriðja sem ég fór í dag. Þær hringdu í mig vinkonur mínar og drógu mig með sér, fyrst Kolla -nýkomin frá Chile svo brún og undurfríð, síðan Búdda úr Mávahlíðinni svo mjólkurhvít og falleg og í dag Gerða með sitt kobarlita hár og fallega svip. Svo er ekkert að vita hver kemur á morgun og dregur mig út.

Ég á von á Krissu frænku minni sem er fæðingargjöfin hennar Guðnýjar systur hennar. Þær systur langaði svo að hittast og Krissa sem býr í Dk var náttlega staurblönk eins og námsmanna er háttur og okkur datt í hug að gefa Guðnýju að hún kæmi. Guðný var mjög ánægð með það að fá Krissu í gjöf svo við Guðm. og fjölsk. og mamma slógum til. En nú er hún að fara aftur út. Skyldan kallar eins og pabbi sagði alltaf þegar hann langaði á barinn.
Í gær fór ég sum sé á joganámskeið, síðan átti ég svo góða stund með nýbökuðum afa og ömmu vinum mínum Gunnari og Ernu og fékk svo fínan mat hjá þeim að ég neyddist til að koma of seint á kóræfingu. En það var bara ekki hægt að standa upp frá þessum kræsingum fyrr en ég var næstum búin að éta allt saman - og enn styttist í fatakaup í seglagerðinni.
Nú ætla ég að umskrifa Salsanon sem á að nota sem skemmtiatriði á kóraskemmtun á föstudagskvöldið - annars er það svo gott hjá honum Gylfa að það þarf og má bara ekki breyta því mikið. Svo þarf ég að ljúka við að undirbúa fyrirlestur fyrir sjúkraþj. Svei mér ef mér finnstþetta ekki bara gott fyrir mig, þá finnst mér ég vera að gera EITTHVAÐ. Svo hringdi Sigfinnur prestur og bað mig um að vera með fyrirlestur á sálgæslunámskeiði um miðjan feb. það var mjög fínt. Þá verð ég líka búin á pöddulyfinu og örugglega orðin eldhress. Þá mun ég veifa gúdddbæ pöddur og lyf- halló nýtt líf. Og þá dettur mér í hug (eins og konan sagði forðum) þegar Bítlarnir sungu I say goodbye and you say hello. Nei ég segi nú bara sí sona