Bimba

Sunday, January 29, 2006

aftur á uppleið

Mér líður miklu betur eftir að ég vissi að ekkert lægi á að fara í þennan hjartauppskurð. Það hefði bara verið of mikið í bili. Nú þarf ég bara að fá leyfi til að hætta á sýklalyfjunum og þá fer þetta allt að koma aftur vil ég trúa. Þá fer ég að byggja mig upp og hressa mig á allan hátt. Svo verð ég að fara í megrun - reyndar í fyrsta sinn á ævinni sem ég VERÐ að gera það. En ég ætla ekki nefna neinar tölur en ég segi bara ef svona heldur áfram þarf ég að fara í seglagerðina Ægi til að kaupa mér föt næst þegar mig vantarr e-ð. Ég er að vísu hætt að fikta við tóbakið, en það er ekki bara það sem veldur þessari geysilegu ummálsaukningu það var byrjað áður. Það er ótrúlegt aðfyrir síðustu páska var ég á REykjalundi og þá var ég svo horuð að þær vildu láta mig á næringardrykk!!! 'Eg segi það alveg satt.
Ég er farin aðhugsa um næstu verkefni: fyrirlestur á starfsdegi sjúkraþjálfara á föstudaginn- það verður örugglega allt í lagi mér þykir nú svo vænt um þá stétt - allir sj.þj. sem ég þekki alla vega alveg úrvalsmanneskjur- svo þetta verður ekki svo mikið álag. Ég hef oft talað um þetta áður "Húmor í meðferðarstarfi" minnir mig það heiti. Þá um kvöldið er ég hálfpartinn búin að lofa skemmtiatriði á e-u kórakvöldi, er með dáldið í huga stolið og stæltt frá Gylfa mínum....... Ekki vön að gera svoleiðis en þeetta er svo assgoti gott hjá honum. Sem sagt: Er að hressast.

Friday, January 27, 2006

Ma corazon

Ég er ein af o.o2% Íslendinga sem EKKI er að horfa á landsleikinn Ísland Danmörk svo það er best að nota tímann á meðan pizzan er í ofninum og skrifa á bloggið. Ég þarf líka að leiðrétta svolítið. Þeir sem slysuðust til að hringja í gær hittu mjög illa á mig og þessi skilaboð eru ekki síst til þeirra. Ég var nefnilega í léttu sjokki í gær eftir að hafa farið og talað við hjartalækni í gær eins og þeir fyrirskipuðu í Svíþjóð. Þið sem eruð gamlir lesendur munið kannski þegar til stóð að hætta við aðgerðina frægu vegna hjartaklúðurs. Og ég fékk fyrirmæli um að láta ath. þetta þegar heim kæmi. Svo þegar heim k0m upphófst ballið. Ég var send tvisvar í sneiðmynd án nokkurra skýringa (bara ÞEIR vilja þetta!!) Svo ég hringdi í minn sérlega sérfræðing sem kom af fjöllum og var ekkert inn í þessu. Í stuttu máli enduðu okkar samskipti í gær þannig að hann sagði að ég yrði að fara í hjartaaðgerð. Og það fyrr en seinna að því mér skildist. Þá var mér allri lokið og ég lagðist á gólfið ogbreiddi yfir mig gólfteppið og fór eins langt niður og hægt var. Ég gat ekki meira - og ég þessi félagslynda kona rak eina vinkonu mína sem kom í heimsókn heim, skellti símanum á aðra eða tók hann ekki og annað í þeim dúr Af þessu má sjá að það var ekki mikið eftir af "hinni gömlu góðu Bimbu". Ég fór ekki að hitta gamlar vinkonur eins og til stóð sendi bara boð um að ég ´kæmi ekki, fór á kóræfingu og var þar í fídonsfýlu og fannst allt leiðinlegt - meira að segja Léttsveitin og þá er nú mikið sagt. Ég sá að ég mundi ekki komast með til Kúbu (við erum sko á leið til Kúbu í apríl) og það þótti mér all sl æmt. Meðan á þessu fýlúkasti stóð hringdi Sassa mín frá Valencia og henni tókst að lyfta gólfteppinu og við meira að segja hlógum saman.
Þvví líkt og annað eins. En svo hringdi hjartalæknirinn þessi elska í morgun og sagðist vera kominn með myndinrnar af mínu undarlega corazon (held það sé skrifað svoleiðis) og sagði að það hastaði ekkert að grípa inn strax. Mikið létti mér - ég skal nefnilega segja ykkur að það er um meira en nóg að hugsa núna þó þetta hefði ekki bæst við. SVO :den tid den sorg. Og ég ætla bara að láta mér nægja aða hugsa um hvort ég á að fara í aðgerðina í Lundi eður ei.
Þetta blogg er að verða ein alls herjar sjúkdómslýsing og er nú mál að linni en ég skuldaði svo mörgum sem höfðu samband í dag eða gær útskýringu.
Ég var að horfa á IDOL. Við erum alveg "hooked" á því hér í fjölskyldunni og hver á sinn uppáhalds keppanda. Nú erum við að bíða eftir niðurstöðu úr vali þjóðarinnar........ Nei ég vildi aðeins nefna það svo það sé ljóst að líf mitt snýst ekki bara um hjörtu og lifur og heila (gfiski) - smá brandari.
Pétur er kominn með blogg frá Köben =crazy-p.blogspot.com Allt virðist ganga vel hjá honum alla vega enn - hann er nú bara að chilla ennþá og ekki byrjaður í skólanum.

Ég ætla að skrifa handbók um sjúklingshlutverkið þegar þetta fer að lagast. GUðm. DAn. rithöfundur skrifaði metsölubók í gamla daga sem hét Spítalasaga minnir mig . Kannski gætit ég skrifað handbók með upplýsingum og góðum ráðum..........

Tuesday, January 24, 2006

ekki mikið að gerast

Við gömlu græjurnar fylgdum syni okkar til Keflavíkur í myrkri og sudda eldsnemma í morgun eða í nótt.Hann var með 2 töskur fullar en það síðasta sem var pakkað voru jakkaföt -það er nú þroskamerki að taka þau með þó það hafi verð á elleftu stundu. Kveðjustundin tók fljótt af Oddur var farinn að bíða. Og svo horfðum við á eftir þeim félögum inn í gegnum hliðið.
Jæja þá er hann farinn að heiman í bili.
Dagurinn minn fór svo í þetta venjulega, tók svolitið til - ekki mikið. En það verður þó að teljast fréttnæmt að jóladótið er að mestu farið inn í e-a skápa. Svo tók ég þá ákvörðun í samráði við Hildi Viðars lækni og vinkonu mína að reyna að fara að byggja mig upp. Inga Stef. kom að kveðja migþví hún er að fara til Ítaliu á morgun og eftir að hún fór fórum við Sigríður Margrét í smá trimm niður í Spútnik og Kron að kaupa skó á útsölu Það var ótrúlega margt flott í Spútnik æðislegir kjólar t.d.
Eftir allt þeetta varð ég auðvitað aða hvíla mig svo ég yrði í formi kóræfingunni en þangað fór ég sum sé og fékk auðvitað ótrúlega mikið út úr því.
Nóg í bili

Monday, January 23, 2006

Kært barn hefur mörg nöfn

Kæru þið sem skrifið mér. Mikið óskaplega finnst mér gott að heyra í ykkur. Takk takk, það er e-ð svo mikils virði alveg sama hvort þið kallið mig Ingibjörgu eða Bimbu eða Bims eða gög eða Rap eða hvað sem hefur verið skrifað í gegnum tíðina - munið að kært barn hefur mörg nöfn (er ekki einhver málsháttur svona eða er þetta bara samið á staðnum )- alla vega yndislegt að heyra frá ykkur.
Ég er soldið melló núna (melló=melankólísk) nú er Pési minn að halda út í hinn stóra heim í nótt. Ég var að setja fjölskyldumynd í ramma og ætlaði að fara að setja fleiri myndir í ramma en hann stoppaði mig af -yfirvigt you know. Sem betur fer er hann bara að fara tl KBH og þar býr hans undursamlega trausti og góði bróðir Hjalti og hans frábæra spúsa Linda ásamt henni Nínu Sigurrós og nú skortir lýsingarorð............ svo það mun ekki væsa u m drenginn. En hvernig skyldi húshaldið verða hjá mínum - hann er ekki sérlega vel uppalinn í þeim efnum þessi ljúfur þó hann sé með blíðari og skapbetri mönnum sem ég þekki, það er líka mikilvægt.
Já svei mér ef hann er ekki bara mjög vellukkaður

það er kominn mánudagur og sunnudagspistillinn sem hét sunnudagsblús og var allur dáldið í þeim dúr lenti e-s staðar og týndist. Týndist er skrifað með ybbbsilon ef það er dregið af tjón svo ég veit nú ekki alveg hvort það ætti að nota y í þessu tilfelli eða bara i.
Það er helst að frétta að hún Guðný stórfrænka mín eignaðist þennan líka fína strák í gær. Hann lét reyndar móður sína hafa af skaplega mikið fyrir því en það hafðist og strákurinn er yndislegur. Þetta var fyrsta barn unga parsins og ég óska þeim báðum hjartanlega til hamingju.
Nú er Pétur minn að leggja í hann á morgun og fer til Kaupinhafnar í nám í margmiðlunarhönnun. Sko mig bara búin að læra það. Þannig að nú verðum við bara 3 í kotinu næstu mánuði a.m.k. Það vill til að Gunnar tengdó er hér svona af og til eða svoleiðis. Svo notalegt að hafa hann.
'Eg undirrituð er óttaleg lufsa núna, alltaf þreytt og óupplögð. Ekki lík sjálfri mér og þetta hentar mér afar illa. Þess vegna er ég ekki beint í skriftarstuði og bloggið því með leiðinlegra móti. Nú fer ég í blóðprufu í dag og reynt verður að rekja þetta óstuð til einhvers þá verður kannski hægt að koma mér aftur í gott stuð.

Saturday, January 21, 2006

Nú má ég til að skrifa svolítið svo við glæsihjónin hættum að blasa við ykkur sem nennið að lesa bloggið. Nú eru komnir þrír dagar síðan sidst. Ég man þegar ég var að reyna að skrifa dagbók í gamla daga Þá gengu megnið af skrifunum út á að afsaka skriftartregðuna: Kæra dagbók fyrirgefðu hvað það er langt síðan ég hef skrifað en ég hef haft svo mikið að gera í skólanum.....
Það er nú ekki meining mín ð bloggið verðir svoleiðis.
Var ég búin að segja ykkur að ég er hætt að reykja - já síðan í Svíþjóð. Og enginn sér mér bregða, þetta er ekkert mál - ég hef svo oft prófað það eins og einhver sagði. Nú er bara að taka einn dag í einu..
Nú er það nýjasta aí stöðunni hvort ég ÞURFI að fara út aftur í aðgerð. Ég er ekki svo mikið lakari svona á hálfum straum og gamla viðurstyggpin lætur lítið á sér kvræla. Nú ætla ég að ljúka sýklakúrnum og taka ákvörðun eftir það. Þetta er auðvitað alveg nýtt í stöðunni og við Martin ætlum að hugsa málið. Það er kannski engin ástæa að vera að leggja þetta á sig ef það er ekki alveg nauðsyn.
Guðný yfirkrúttfrænka mín var að eignast strák í morgun, 12 merkur. Voða nettur miðað við tröllin í þessari fameliu.
Ég er nú ansi syfjuð og byrjuð að skjrifa e-ð bull svo ég ætla að fá mér kríu núna

Wednesday, January 18, 2006

Hafið þið séð glæsilegri hjón?!

Ýmislegt í farvatninu

Mig langar svo að setja myndir á síðuna mína en ég kann ekkert á þetta, ég get bara skrifað. Þetta er eins og að keyra bíl og kunna bara að fara beint áfram.
Við Dóra vinkona mín fórum í bæinn í morgun. Fórum fyrst saman á Borgarspítalann hún á hækjum og ég ekki á hækjum en ýmsu öðru!! Svo á eftir fórum við í morgunkaffi í Kringluna og síðan ráfuðum við gömlu vinkonurnar um og kíktum í búðarglugga - sem endaði á að éeg keypti mér ósköp venjulegt svart gallapils nr. xxxxxxxgrandelarge svo ég geti verið í flottum sokkabuxum sem sjást eins og hún Gyða Léttsveitarvinkona mín. Það kostaði 2500 á útsölu svipað og 2 l mjólk og e-ð örlítið meira.
Eitt og annað er framundan hjá mér. T.d. bauð leikfimihópurinn minn gamli mér í salatveislu annað kvöld sem ég auðvitað mæti í, svo ég læri að gera salöt og annað hollt. Við Gylfi erum boðin ´´a frumsýningu á karlaleikriti annað hvort á fö. eða lau. og síðan ætlum við Freyja o.fl. að reyna að komast á Eldhús eftir máli sem á að vera svo voðalega skemmtilegt. Það er nú allt í lagi að sitja í leikhúsi þó maður sé ekki alveg í toppformi
Skrýtið hvernig dagarnir hríslast frá mérog ég geri nánast ekkert að gagni. Ég held það verði bara að hafa það og hana nú.
En nú þarf ég að fara að undirbúa 2 fyrirlestra og skrifa grein í afmælisrit IÍ svo það svo sem alltaf e-ð sem rekur á fjörur mínar.

Ég er að hugsa um að láta eina og eina smásögu fljóta með: Það var einu sinni gömul kona sem bjó á elliheimili sem sagði við son sinn að hún hefði ekkert borðað í 8 daga. Syninum krossbrá við þessi tíðindi og spurði hvernig stæði á því. "Nú ég vildi ekki vera með munninn fullan af mat ef þú myndir hringja í mig".
Jamm

Tuesday, January 17, 2006

Kóræfing

´Ég var búin að skrifa hér heilan pistil um kóræfinguna góðu sem ég fór á í gærkvöldi einhvern veginn tókst mér að þurrka það allt út , það er ótrúlega pirrandi en nú byrja ég upp á nýtt:
Það er sagt að það sé allra meina bót að syngja, ég trúi því. Ég ákvað að fara á kóræfingu í gær þrátt fyrir að ég væri hálf illa upp lögð og hafði ekkert náð að hvíla mig allan daginn - eins og ég þarf að gera um þessar mundir því sýklalyfjakúrinn fer þannig með mig. En sem betur fór lét ég það ekki á mig fá.
Fór bara í feitabolluföti n frá Bibbidíbabbidí -búðinni frá Lundi, skellti slæðu yfir skallann og lagði í hann. Ragnheiður Margrét þessi elska kom að sækja mig og við héldum upp á Langholtsveg. Þar upphófst mikið kossalæti og faðmlög - yfir 100 faðmar tóku á móti mér svo hlýir og góðir:)
Svo var farið að syngja. Hróðmarslög og Jónasarlög Atla Heimis. Þvílíkt eyrnakonfekt og svo gamana að kunna dáldið mikið frá því síðast. Í fyrra þegar við vorum að æfa Hróðmar hefði ég ekki trúað að mér þætti gaman af syngja þessi lög með tilheyrandi drungalegum textum. Þetta eru ótrúlega mögnuð lög sem Kúbverjar munu örugglega fíla!
Svo voru það Jónasarlög Atla Heimis sem voru í einu orði sagt dásamleg svo létt og skemmtileg´með flautinu og tilheyrandi öðrum krúsindúllum.
Svo var svo gaman að hitta óvænt gamla skólasystur og vinkonu Völu Hallgríms á æfingunni sem var þá nýbyrjuð í Léttsveitinni.
Já nú fer að styttast í Kúbu. Kórinn fer seinni part apríl þangað og mig langar óskaplega með og vona sannarlega að við Gylfi getum látið verða af því en í þetta sinn fara margir makar með.
Svo ef vel gengur í Svþíþjóð í þetta sinn þá munum við hjónin sveifla okkur í villtum salsatakti á Kúbu í vor!!!!:):)

Sem sagt ég var eins og ný manneskja eftir að hafa farið á Léttsveitaræfingu- engar kvíðastillandi töflur fyrir mig bara Léttsveitin.

Svo og svo og svo - flestar setningar í þessum pistli byrja þannig mér er e-ð svo mikið niðri fyrir og langar að segja svo margt ................

Hvað sem því líður þá var það dásamleg tilbreyting frá öllu spítalastússinu að fara á Léttsveitaræfingu- mæli með því, það er ekki spurning það flýtir fyrir bata:)

Sunday, January 15, 2006

Það hefur verið mikið hringt í mig af þeim sem lesa bloggið og ég spurð útí hvernig þetta verður allt saman í framhaldinu.. Ætli sé ekki best ég renni yfir það núna:
Ég er á sýklalyfjakúr í 1 mánuð og síðan verð ég án sýklalyfja í annan mánuð. Þá á að tjékka á mér og síðan verða tækin sett aftur í mig hægra megin. Það mun gerast 13.3. og þá verður maður bara að vona að allt gangi vel í það skiptið. Það mun verða alveg jafn áhættusöm aðgerð þó það verði ekki borað heldur farið inn um gömlu "götin". Sú aðgerð mun taka amk. 8 klst. og þá er ég hrædd um að ég þurfi alveg sama stuðning og síðast. Þetta leggst ekki svo vel í mig, raunar er ég ansi kvíðin. Í þetta sinn fer Einar Gylfi með mér, þar sem það er svo góður fyrirvari að hann kemst án þess að riðla starfsemi "Lífs og sálar"!! Og þá er bara að vona að allt gangi upp hjá mér greyinu, en það eru alveg sömu möguleikar á því og síðast.
Það eru ekki miklar líkur á sýkingum ég er 4. tilfellið frá upphafi sem lendi í þessu og þeir eru búnir að skera þúsund uppskurði. Alltaf svo sérstök og heppin.

Eins og nærri má geta er upprisuhátíðinni frestað þannig að hún verður ekki þ. 25 feb. eins og planað var. Ég var búin að fá mörg skemmtiatriði og það var allt í full swing hjá mér í sambandi við undirbúninginn og allt útlit var fyrir stórveislu en það verður sumsé ekki fyrr en seinna. En þá verður sko gaman.

Á morgun fer ég á BSP/LSH í FOssvogi og stálþráðssaumarnir verða fjarlægðir og það verður mikill léttir því þeir trufla svo nætursvefn minn því þeir standa út og það er svo óþægilegt.,Já þið heyrið kannski á mér að ég er hálf svekkt og spæld út af þessi öllu en ég verð að halda í vonina og reyna að bera höfuðið hátt. Einss og e-r sagði í sinni ath.semd: Spýta í lófana og .............. taka svo í höndina á næsta manni

Saturday, January 14, 2006

Af lestrarhestum og lesblindum

Búin að taka upp úr töskunni en ekki gert mikið meira en það. Ekki munað eftir anti-sosial pillunum mínum , ég verð að segja eins og er ég finn þær ekki nokkurs staðar.
Þannig að ég er oft í félagsskap vinkvenna minna og það finnst mér gaman. Svo legg ég mig bara mitt í öllu saman og fæ mér kríu.
Pési minn er núna að halda kveðjugilli í kvöld á Rauða ljóninu ásamt vinum sínum, hann er á förum til DK. Hann ætlar að fara að læra margmiðlunartækni eða e-ð í þá áttina í Kaupmannahöfn. Gylfi erí jólafrokost með saumaklúbbnum sínum og Sigríður á Rauða ljóninu í kveðjugillinu Krökkunum finnst ægilega hallærislegt að segja "gilli" mér finst þetta hins vegar vera hið ágætasta orð sem er auðvitað upprunnið í dönsku. Lilla og Fríða voru hér og vi' höfðum það náðugt átum súkkulaðiköku (dajmkökuna frægu) agalega góð.
Ég sef ekki mjög vel um þessar mundir þannig að ég eyði oft hluta næturinnar í lestur. Ég erað lesa ágæta bók um Hey ég man ekki alveg hva hún heitir og nenni ekki að standa upp og gá. Ætli hún heiti ekki bara hey babba lúla sís mæ beibí. Svona bók sem ég á gott með að skilja. Var að ljúka við Steinunni Sig "Sólskinshestinn" Þótti hún frekar leiðinleg. Við Gylfi hittum Vésí í Hagkaupum um daginn og þá fóru lestrarhestarnir alveg á flug yfir öllum bókunum sem þau höfðu lesið um jólin -HAllgrími Helga o. fl. Ég sem les bara 2 línur á kvöldi af því þá get ég ekki meira
og sofna hafði ekki mikið til málanna að leggja og stóð bara og boraði í nefið á meðan þau töluðu um snilld Hallgríms og Rokland o.s.frv. Hver veit nema lesblinda hrjái mig og þess vegna er ég lengi að lesa finnst mér sumar bækur ekki sérlega skemmtilegar, Æi ég geri mig nú vitlausari en ég er en það verður að vera e-ð fúttí þessu svo e-r nenni að lesa.
Kær kv. Bimba

Friday, January 13, 2006

aftur heima

Komin heim í Heiðardalinn, er frekar andlaus og slöpp af öllu þessu sýklalyfjaáti. Svo nú er þannig komið fyrir mér að ég nenni ekki að skrifa.
Þetta á eftir að lagast. Allt er á uppleið. Eftir að hafa hangið í símanum í allan morgun og talað við lækna og annað fólk keyrði´Fríða mig út i búð. Þegar heim kom lagði ég mig aðeins og missti af Söru sem kom rétt á meðan og athugaði ekki að taka í hurðina og opna. (Ekki veit ég hvenær Sara varð svona hæversk.) Munið að sth. hvort þa ð er opið ef Þið komið, stundum sef ég svo fast að ég heyri ekki. Eins að láta símannn hringja dáldið lengi ég er oft svo lengi að standa upp og auk þess er ég oft lengi að finna símann.
Sara ætlaði að aðstoða mig en slapp fyrir horn með það´!!
Í kvöld verða algjör rólegheit bara borða kjúkjlingaleggi og salat í kvöldmat og horfa á Idol. Kannnski borða hjónabandsælu frá Myllunni og drekka ísskalda mjólk með.

Wednesday, January 11, 2006

a Kastrup

Buinn ad vera erfidur dagur med veikan maga med tilheyrandi veseni.
Urdum enn ad fresta ferd okkar heim fra hadegi fram a kvold. Geysi god thjonusta Binnu fulltrua Flugleida gerdi okkur thetta fært. Takk. Binna og Flugleidir
Nu erum vid a Kastrup og thad versta buid en thad var ferdin til Kastrup fra Lundi i lest og leigara og lyftum og 2 jafanfljotum. Thad var allt i steik a deild 26 thegar vid ætludum ad fara i dag. Stig haf di miklar ahyggjur af thessari samsetningu STEINSMUGA/FLUGVEL, fanst thad eiga illa saman. En vid sogdum einfaldlega UT VIL EK tho thd hafi ekki alltaf gefist vel , var ekki Snorri vinur vor Sturlu drepinn eftir ad hann sagdist vilja fara nei ekki er eg nu viss um thad hafi verid hann. Erlingur minn hvad segir thu um thetta.
Nu forum vid i flugvelina, Freyja er buin ad næra sig vel ad vanda en eg staualast um sarsvong og hjalparvana. Freyja segir ad hun verdi ad eta svona mikid vegna thess hvad hun er i erfidu hlutverki. Nu fer flugvelin ad fara og vid aetlum og komumst vonandi med
Astarkvedjur hlokkum til endurfunda. GØG og GOKKE

Monday, January 09, 2006

Karlinn með game-boyinn

Rétt í þessu kom sjúkraliði og spurði gleðbeittur að svip "vil du fika". Ég hélt að manneskjan væri með e-n dónaskap en svo var nú ekki, það þýðir viltu kaffi eða e-ð að borða. Af þessu má sjá að skánska er mjög erfitt mál og ólógiskt og ekki nema fyrir gáfaðasta fólk eða mestu málaséní að eiga samskipti við fólkið hér.
Reyndar vitum við ekki alveg hvernig þetta er skrifað. En alla vega ætlum við ekki að fíka núna en ætlum heldur að fara að ráðum Erlings. Út af dotlu eigum við doltið í poka hérna við rúmið.
Í dag komu strákarnir doctor Stíg og doctor Hjálmar, rafveitusjórarnir sem ég hef oft talað um, hleyptu straumi á helminginn af mér og þið haldið kannski að helmingurinn af mér hafi stokkið af stað, en ég fór öll í gang, mesta furða hvað þetta var fínt hjá mér. Það var léttir að finna að ég gat gengið skammlaust, þó að ég sé ekki alveg eins og þegar ég var best. Þannig að við skunduðum í bæinn stöllurnar, vorum þar lengi dags enda í fyrsta skipti sem ég kemst út af þessu lazzaretti í heila viku. Við töluðum við Binnu flugmey og hún seinkaði ferðinni um sólahring hjá okkur þannig að við komum heim á miðvikudag. Ég verð víst að sofa hér í nótt og vera stillt fram eftir degi á morgun og figa hér.
Þegar við vorum komnar á spítalann og ég búin að sofna, ná úr mér mestu þreytunni og tala upp úr svefni við Freyju, þá stukkum við af stað og borðuðum á sjúklingahótelinu, þvílíkur munur. Á eftir fórum við inn á herbergi og ég prófaði nýju augnskuggana og ílmvatnið sem ég keypti í fríhöfninni og breyttist í eðalskvísu með nýjan silkiklút yfir víravirkinu í hausnum á mér. Ég varð að reyna að bæta útlitið "Er þetta dóttir þín", dynur á mér úr öllum hornum, hafiði heyrt annað eins? Eins og ég þessi unglingur geti átt hana Freyju. Þeir kunna sig ekki þessir andskotar, eina sem við eigum sameiginlegt er að við erum báðar svo laglegar. Stig hefur fengið aukaprik hann spurði hvort við værum systur, hann kann sig sá maður. Nú er nóg komið.

Það var einstakt fyrir mig (F) að horfa uppá doktorinn standa fyrir framan Bimbuna og fitla við e-h apparat , einna líkast game boy, prófa sig áfram með stillingar og láta hana ganga fram og til baka þar til hún gekk hnarreist eins og drottning. Ótrúleg þessi tækni og frábært að mennirnir skuli hafa vit á að nota hana í svona jákvæðum tilgangi.
Að lokum viljum við senda ykkur ljóð sem okkur barst í dag sem á vel við.


Dagrenning

Ef einn þú með sorginni situr
þú sérð hve dökkklædd hún er,
með brostin augu og bitur
og bágindin utan á sér.

Bjódd' enni bjartari klæði,
brostu til hennar hlýtt,
veittu svo voninni næði
til að verma allt upp á nýtt.

Unnur Sólrún Bragadóttir.  Sambúð - Ljóð, 2005.

Kveðja frá lazzarettinu í Lundi
Bimba og Freyja

Sunday, January 08, 2006

Búið að taka mynd af aðal söguhetjunum á góðri stund en við kunnum ekki að senda. Búið að taka myndir af þursinum og starfsfólkinu sem okkur líkar best við.Svo erum við búnar að slá í gegn með brandaranum hennar Þórkötlu hur er leget, það þýðir ekki hvernig ertu í leginu. En mikið rosalega gerðum við mikla lukku með þessari sögu, liðið er óstarfhæft vegna hláturs og sjúklingar nýkomnir úr bakaðgerðum rífa upp saumana þegar þeir taka bakföll af hlátri svo við verðum bráðum reknar. Urðum að seinka heimferð um einn sólarhring, komumst vonandi heim á miðvikudag. Missum af kóræfingu en vonandi gengur það án okkar. Kveðja frá GOG og GOKKE sem eru fínar í leginu í Svíþjóð

Þá er kominn nýr dagur, bjartur og fagur (er þetta ekki fínt hjá okkur Sigga Sig)? Glöggir lesendur munu átta sig á að hér er upphafið að ljóðabálk sem við erum að yrkja.

Nú verður vitnað í sjúkraskrár deildar 26
"Sjúklingur svaf vel í nótt, fékk óstöðvandi málæði milli 7 og 8 í morgun, talaði þó ekki við sjálfa sig. Hló síðan hátt og mikið spurning hvort hún er að verða manísk og ætti að auka við hana róandi lyfjum. Hlustaði á kórtónlist af geisladiski sem kætti hana mjög, söng með hástöfum, engin furða þetta var mjög góð tónlist, við verðum að útvega okkur hana hingað til Svíþjóðar, greinilegt að diskurinn hefur lækningamátt. "

Af þessu sjáið þið að mér líður betur, er ganska pigg, tekið skal fram að þetta er ekki sama orð og á dönsku.
Nú ætla ég bráðum að fara að klæða mig í borgaraleg föt og fá mér Hreindýrakálfskjöt úti á sjúklingahótelinu, nú er ég orðin svo hress að ég læt ekki bjóða mér þetta óæti lengur sem hér er á boðstólum. Við megum til með að segja ykkur frá nýju rituali sem við Freyja höfum komið okkur upp. Á kvöldin sest hún á rúmstokkinn hjá mér og les öll uppörvandi kommentin ykkar svo þegar ég fer að sofa hljóma þau í hausnum á mér. Þetta er á við góða kvöldbæn.
Ann Marie sem er í rúminu hér á móti, rúmlega sjötug kona. Hún segir að við skemmtum okkur svo vel við tölvusamskiptin að hún ætlar að tileinka sér tæknina, er búin að tilkynna fjölskyldunni það.. Sem sagt allt á uppleið í Svíaríki. Sylla, Kalli og krakkarnir biðja fyrir góðar kveðjur. Takk öll, fyrir uppörvandi og mannbætandi "komment" Kærar kveðjur GOG og GOKKE

Elsku Jón tengdó takk fyrir kveðjurnar þetta kemst allt til skila.

Saturday, January 07, 2006

Matur

Matur
Það má margt segja um Svíana, aðallega gott, en eitt er alveg á hreinu að kokkarnir á Lazarettinu kunna ekki að elda og allir lazarusarnir verða versgú að éta þennan mat, gráar frikkadeddlur, grjótharðan fisk og buff sem er hart eins og steinhella með þremur grænum baunum. Þetta er matseðill undanfarinna daga. Er nokkur furða þó maður eigi vont með að ná heilsu hérna.
Nú erum við farnar að hugsa til heimferðar, óvíst er hvort við fáum að fara á þriðjudaginn. Á meðan við erum hér spilum við vasaútgáfu af skrabbli, svindlum alveg hrikalega og notum forn íslensk orð sem vitleysingar úti í bæ hafa aldrei heyrt en við nauðaþekkjum. Við björgum okkur frá hungurdauða með stórinnkaupum í sjoppunni. Við erum búnar að fá nóg af sænskum snúðum (bullorna). Við erum farnar að vanda fæðuvalið, til dæmis borðum við nær eingöngu dökkt súkkulaði sem í er mikið af Magnesium sem er mjög gott fyrir miðaldra konur. Á borðinu á lazarettinu eru þrjár tegundir af konfekti (sumt dökkt), vínber, döðlur, bananar, blóm og mynd af fjölskyldunni. Það er þessu að þakka að við erum enn á lífi þó að við étum reyndar ekki fjölskyldumyndina, túlipanarnir eru bara þokkalega góðir. Þetta er nú meiri vitleysan ætli lazarusinn sé ekki búin að fá of mikið að antibiotica (sýklalyfjum). Kærar kveðjur frá GÖG og GOKKE sem eru reyndar náskyldir RIPP; RAPP og RUPP ef þið skylduð ekki vita það

Friday, January 06, 2006

Nú er svo komið að það er orðið mjög mikilvægt fyrir mig að blogga. Alla vega er það það fyrsta sem mér dettur í hug þegar bráir af mér. Ég hef verið í hálfgerðu móki í dag en nú er ég miklu skárri. Freyja mín situr við sjúkrabeð mitt og sinnir mér af stakri umhyggju eins og fyrirverarar hennar í starfi gerðu. ‘Eg má til að segja ykkur frá þursinum sem er undirhjúkka hér (held það hljóti að vera sjúkraliði) Týpan er alveg gjörsamlega beint úr Spaugstofunni. Hann slettist hingað inn á stofuna og baular á okkur þessa vesalinga sem liggja hér í reifum eða sko reifaðar: NÚ ÆTLA ÉG AÐ MÆLA BLÓÐÞRÝSTING og við hrökkvum í kút í öllum reifunum. Svo slettir hann á mann bandinu sem mælir blóðþrýstinginn og rymur.
Æi já það eru ekki allir jafn vellukkaðir og við!!
Það er mjög hollt að lenda á sjúkrahúsi og stúdera hvað viðmót fólks hefur mikið að segja þegar fólk er veikt.
Ég er nú búin að lenda í ýmsu síðustu vikuna en ég verð að segja að það er það versta af öllu klabbinu þessi hrikalegi rifbeinsverkur svo passið ykkur að vera ekki að stökkva um eldhúsgólfið að óþörfu eða dansa. Ég man eftir konu sem var að dansa við vinkonu sína og fór illa útúr því – hún bringubeinsbrotnaði. Manstu Ripp.?!? þess vegna ekkert hopp og hí það kann ekki góðri lukku að stýra.
Mér og Freyju fannst rosalega fyndið hjá Söru að segja að ég þyrfti að fara á antisosial- pillu 2x á dag.
Þið ættuð að vita hvað mér finnst uppörvandi að heyra í ykkur. Að lokum vil ég segja að ég verð ekki vör við mikil Parkinsoneinkenni og ég vona að það verði þannig áfram þrátt fyrir að vera hálf (tengd). Reikna með að hætta að taka heljarstökk á eldhúsgólfinu í bili. Kveðja Bimba

Lassarussakveðjur fra Lassarettinu

Lassarussakveðjur frá Lassarettinu
Það er ekkert grín fyrir mig að geta nánast ekki sagt neitt í fréttum nema nú fékk ég hita, nú er ég óskup tuskuleg., nú er allt í steik engin kraftaverk núna sussu nei. Fer ekkert út af sjúkrahúsinu svo fötin fínu sem ég ætlaði að skarta þegar ég færi út hér í Lundi fá að liggja ónotuð í ferðatöskunni.
Ég verð nú að fara aðeins aftur í tíimann og segja ykkur frá greiðvikinni konu Hún Hildur Jóns kórsystir mín keyrði okkur. Freyju á flugvölinn, það sko þurfti aö fara með okkur um miðja nótt. Svo klikkti hún út með að gefa okkur sjóðheitt kakaó og Nóakonfektkassa í nesti. Bimba

Nú tek ég við, orkan hennar vinkonu okkar er í minna lagi í dag en viti menn eftir enn einn sænskan kanilsnúð og alvöru kaffi gat hún skrifað það sem á undan er komið. En nú sefur hún þessi elska svefni hinna réttlátu þrátt fyrir hjúkkukrukk og nálar.
Það er ótrúlegt hvað líðanin breyttist og við urðum glaðar þegar við komumst loks í síma og netsamband í gær, komnar úr einangrun. Við þessar aðstæður þarf ekki mikið til að gleðja, kveðjurnar frá ykkur virka eins og vítamínsprautur. Hvet ykkur sem kíkið á bloggið að skrifa litla línu og láta vita af ykkur, ég get lofað því að það er marglesið.
Annars ekkert að frétta varðandi áætlanir, frídagur í svíaríki og lítið um lækna. En lengi lifi stórir sænskir kanilsnúðar og íslenskt Nóakonfekt (hátt í kíló). Hvortveggja rennur ljúflega niður milli lúra.
Kveðja Freyja

Thursday, January 05, 2006

Af samskiptum og fleiru i Lundi

Samskiptamálin eru í miklu veseni hér í Lundi núna. Ég má ekki nota símann(GSM). Síðan var okkur bannað að setja minniskubbinn með texta, sem ég var búin að skrifa, í tölvuna í bókasafninu. Þau á safninu héldu að við gætum smitað allt kerfið með vírus. Þó að maður sé með sænskan vírus í hausnum er ekki þar með sagt að við skilum honum aftur inn í gegnum tölvuna. Þvílíkt og annað eins rugl. Núna er Freyja búin að finna e-h smugu að komast inn á internetið eftir að hafa baslað hér í 3 tíma. Æi ég nenni ekki að útskýra það frekar er hún er þrautseig hún Freyja-verð ég að segja.
Það er munur að vera hér núna eða síðast. Þá var ég sigurvegari og allir brostu og voru svo kátir en núna eru allt önnur viðbrögð, enda ekki mikil ástæða til að brosa. Alla vega ekki of mikið. En hvaa allt líður þetta. ÞAÐ var hrikalegt að finna fyrir sumum Parkinsoneinkennunum aftur en NOTA BENE ég er ekki næstum eins illa á mig komin og fyrir aðgerð. Ég þarf bara að vanda mig. Svo eftir 2 mánuði(samkvæmt nýjustu fréttum) verða apparötin sett aftur á sinn stað og allt fellur í ljúfa löð.
Annars hefur matarlystin ekki minnkað eftir öll áföllin undanfarið. Ég er búin að stunda stöðugt ofát síðan ég mátti láta e-ð ofan í mig og Freyja er hrædd um að það þurfi að bóka 2 sæti fyrir mig heim. Nú er verið að vinna á sýkingunni með sýklalyfjum í æð, miklu tilstandi og eilífum blóðprufum. Það er ekki alveg vitað hvað það tekur langan tíma. Meðan þetta stendur yfir þarf ég að vera hér og get ekki annað. Á Patienthótelinu bíða mín verðlaun ef ég verð þæg og góð. Ástarkveðjur til allra.

Fyrstu frettir arsins

Nýtt ár byrjaði með bravör. Ég fór á 68 ballið í mínum glamorgalla og hélt mín hátíðaræðu og tókst all sæmilega upp eins og þeir fyrir vestan mundu segja með öðrum orðum það gekk alveg glimrandi og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna þó ég segi sjálf frá ef mig skyldi kalla. Það var sum sé gerður góður rómur að máli mínu, margir sögðu að þetta væri með betri ræðum sem þarnaa hafa verið fluttar. En nú er nóg komið.
Ekki veitr nú af að grobba sig dálítið því það hefur orðið kúvending á mínum málum síðan á nyárskvöld, það er lítið ef þá nokkuð eftir af glamúrgellunni sem sló í gegn á 68 ballinu. Nú situr hún í sjúkrarúmi og fer á klóið í hjólastól með rosa sárabindi um hausinn , drop í æð, mikið húllum hæ hjá minni .Áður en lengra er haldið þá tilkynnist það hér með þeim sem ég hafði lofað að senda ræðuna á blogginu að það verður ekki í bráð það er of mikið antiklimax svo ég bíð með það þangað til ég fer að hressast.

Já- ég er sum sé komin aftur til Lundar. Það var ekki alveg eins og ég ætlaði að hafa það en hér er ég sum sé. Búið að leggja mig inn fór í aðgerð í morgun Ótímabært viðhald gæti maður kallað það. Í ljós hefur komið að það var ekki bara sýking við móttakarann heldur þurfti að fjarlægja allt draslið alveg upp úr því það var komin sýking í allt saman hægra megin. þetta þóttu mér afleitar fréttir og var algerlega miður mín í gær og í dag þegr ég rankaði við mér efir svæfinguna. EN svo náði ég mér á strik. Freyja kom með kaffi og heimalagað konfekt úr konfektbúðinni sem ég gæddi mérá eftir að hafa borðað dásamlega eggjaköku og gulrótarsalat. Starfsfólkið hér er alltaf jafn almennilegt og hjálpsamt. Jónas hjúkki kom að heilsa upp á mig og var ósköp leiður að við skyldum hittast svona fljótt aftur.
En við Freyja höfum það annars gott, hún dekrar við mig og stekkur um svæðið til að finna eitthvað ætilegt, redda síma o.s.frv. Mér var sko bannað að nota GSM núna það geturrrr ruglað e-r tæki..
Ef e-r getur látið mig fá símanæumerið hennar Ólu væri ég þakklát.
Nú verð ég að hvíla mig,- góða nótt.

Wednesday, January 04, 2006

Fréttir frá Lundi

Eftir erfiða 2 sólarhringa er Bimba búin að fara í aðgerð. Af öryggisástæðum var allur búnaðurinn fjarlægður hægra megin, þ.e. tækið á bringunni, leiðslan og rafskautið í heilanum. Hún er núna óðum að ná sér eftir svæfinguna, farin að gæða sér á handunnu konfekti og almennilegu kaffi. Hún mun vera í Lundi í eina viku, fara síðan heim til Íslands, en koma svo aftur til Lundar eftir mánuð. Þá verður aftur sett skaut og tilheyrandi hægra megin. - Skautið vinstra megin er hins vegar áfram virkt og mun halda áfram að auka lífsgæði hennar að verulegum hluta, þó enn sé óljóst hve mikil áhrif "skautleysið" hægra megin muni hafa. Framundan er því mánuður þar sem hún mun verða á hálfum dampi, en þó líklega rúmlega það. - Það er sem sé engin ástæða til annars en að líta á þessa sýkingu og eftirköst hennar sem hvimleiða töf á þeim frábæra bata sem náðist.
Það setti óvænt og erfitt strik í reikninginn, að í gærmorgun, þegar Bimba var að hafa sig á stað í Kaupmannahafnarflugið, datt hún mjög illa á eldhúsgólfinu hérna heima og var mjög kvalin á eftir. Ferðin út var því afar erfið. Við komuna á sjúkrahúsið í Lundi kom í ljós að hún hafði brákað rifbein. Í sömu skoðun var henni greint frá að skautið hægra megin yrði fjarlægt, sem voru auðvitað mikil vonbrigði. Þegar þar við bættist að reglufastur hjúkrunarfræðingur á deildinni sem hún er á þvertók fyrir alla notkun farsíma. Það var því þreytt, kvalin og buguð kona sem fékk að hringja "eitt símtal" heim til sín í gærkvöldi.- En eins og endra nær bognaði Bimba um stund en brotnaði ekki og er sem fyrr ákveðin í að takast á við þau krefjandi verkefni sem almættið hefur treyst henni öðrum fremur að glíma við.
Freyja kórsystir Bimbu hefur staðið henni við hlið eins og klettur og verið henni ómetanlegur stuðningur. Fréttirnar hef ég frá Freyju, þar sem Bimbu er meinað að tala í síma!- Þær biðja báðar fyrir bestu kveðjur og Bimba lofar bloggi á morgun!
bestu kveðjur
Einar Gylfi