Bimba

Saturday, December 31, 2005

áramótapistill 2

Já við erum boðin í mat til Sínu og Sigga bró. Hvílíkur lúxus, þurfa ekki að stússa neitt.
Svo hringdu nágrannar okkar á 16 og buðu okkur í villibráð m.m. á gamlársdag. Voða huggulegt. Það er svo gott að eiga góða granna. Þau á 13 Jói og Arndís komu með blóm og hamingjuóskir eftir að ég kom heim, það var líka óskaplega sætt af þeim. Svo eru D'ori og Jara á 15 auðvitað góðir vinir okkar -þetta er bara allt um kring.
Nú er endanlega ákveðið að ég fer til Lundar á þriðjudaginn, verður gaman að hitta allt staffið aftur þó það hafi verið aðeins fyrr en ég ætlaði. Ég vona að þetta verði bara í lagi. Þetta kom allt svo seint upp að ég gat ekki gengið frá neinu fyrir helgina.
Í upptalningu minni yfir afrek ársins gleymdi ég að ég söng inn á plötu með 11o kórsystrum mínum!!
Vinir og fjölsk. urðu áþreifanlega vör við það þegar þeir opnuðu jólapakkana. (Mér finnst hálf asnalegt að segja vinir og fjölskylda , fjölskyldan er auðvitað vinir líka!!) Í heilsuleysi okkar hjóna var ekki farið mikið í verslunarferðir fyrir jólin, enda enginn svikinn af að fá þennan bráðgóða disk í jólagjöf.
Nú fer þetta ár að kveðja. Það er alltaf viss eftirsjá eftir gamla árinu og enginn veit hvað hið nýja ber í skauti sér. Undanfarin ár hef ég alltaf verið svolítið kvíðin um áramót þegar ég heilsa nýju ári. En nú tek ég á móti því með trú á að komandi ár verði okkur hliðhollt og að nýja árið beri í skauti sér alls kyns tækifæri sem mig óraði ekki fyrir að eiga kost á.
Ég vona að þið vinir mínir (fjölsk. innifalin) eigið góð áramót og ykkur farnist vel á nýja árinu. Takk fyrir allt liðið

Friday, December 30, 2005

Áramótapistill 1

Nú árið er liðið í aldanna skaut....... og þvílíkt ár. 2005. Ekki datt mér í hug í byrjun ársins að ég ætti eftir að upplifa annað eins á árinu og raunin varð. Ég kom höktandi inn og hoppaði út.
T.d. haldiði að ég hafi búist við því í fyrra þegar ég treysti mér ekki einu sinni að mæta á nýársball 68 kynslóðarinnar að ári seinna myndi ég flytja hátíðarræðuna keik og hress (að vísu með smá sýkingu) Þetta segir allt sem segja þarf. EN ég ætla samt að halda áfram. Þetta er árið sem ég lék í kvikmynd, skrifaði hluta af bók (1/366 hluta af bókinni "dagurinn í dag". Við hjónin skrifuðum 2/366 og ýmsir vinir mínir og vinkonur voru líka meðal höfunda) var í útvarpinu og sjónvarpinu æi svo man ég ekki meira. En það sem best var sannreyndi hvað' ég á góða að, bæði fjölskyldu og vini, og síðast en ekki síst hvað ég erlánsöm að vera bjartsýn og baráttuglöð.
Ég þakka guði fyrir að hafa gefið mér annað tækifæri takk takk takk.

Því miður eru ekki allir sem minnast þessa árs með gleði, sumir hafa átt erfitt og orðið fyrir miklum áföllum á árinu. Ég bið guð að styrkja þá.

Aftur til Lundar?

Nú eru miklar líkur á að ég fari aftur til Lundar vegna sýkingarinnar. Martin og Hjálmar töluðu við mig og sögðu að það væri ekki vert að taka neina sjensa en samt ætlaði Hjálmar að tala við Malla sýkingarlækni kannski getur hann sannfært hann um að þetta sé ekki nauðsynlegt.
Annars finnst mér þetta svo sem ekkert mál. Ég bara lít á þetta eins og einhvers konar nýársreisu og tilbreytingu á nýju ári. Hva........
Þetta er búið að vera svo frábært ár að þetta getur nú ekki eyðilegt það.
Nú ætla ég að fara að búa til sítrónufromage.

Rólegheit

Jæja ég get andað léttar það eru greinilega einhverjir sem fylgjast með mér. Annað væri auðvitað alveg skelfilegt fyrir mig eftir alla athyglina og umhyggjuna - ég verð að segja það!!!!
Við bloggarar stöndum saman segir Silla en svei mér ef það er u ekki líka e-r aðrir sem lesa.
N'og um það
'eg er alltaf með viðhaldinu tvisvar á dag klukkustund í senn. Við höfum það mjög rólegt saman.
Sýklalyfið streymir inn í álfakroppinn minn og reynir að vinna á pöddunum. Ég er öll að skána þó liðverkir og eymsli í líkamanum séu enn til staðar. En ég er stabíl og get alltaf gengið og skutlast um þó ég ´sé ekki alveg jafn liðug og fyrst eftir að ég kom heim, en það á eftir að lagast -svo er ég ekki orðin alveg stillt. Það verð ég nú seint.
Ég er dáldið bundin yfir viðhaldinu þannig að ég kemst lítið í burtu á kvöldin. Í gær ætlaði ég t.d. í kvennakirkjumessu og ætlaði þá að hitta Auði og svona og þakka henni fyrir. En þá komst ég ekki út af viðhaldinu það hélt mér hérna heima. Ég hringdi í Auði og talaði við hana og þá varð mér á að þakka henni fyrir minningarathöfnina um mig. Þá skellihló Auður. Ég er alveg voðaleg með þetta Einar Gylfi hefur marg beðið mig um að hætta að kalla þetta minningarathöfn en þetta dettur út úr mér.
Ég er að verða búin að undirbúa mig fyrir nýárskvöldsræðuna. Er samt alltaf með hana í bakhausnum og er svona að smábreyta og bæta. Þetta verður s má ádeila á þessa kynslóð (68) sem finnst sjálf hún vera svo merkile þó flestir aðrir séu ekki á þeirri skoðun. Nei þetta er nú ekkert sem ég mun segja. USS uss.
Það hljóp heldur betur á snærið hjá mér og okkur. Sína og Siggi eru búin að bjóða okkur í mat á gamlárskvöld svo það þarf ekkert að stússa neitt hér fyrir áramótin. Ég ætla bara að koma með mitt heimsfræga sítrónufromage. Þá mu fjölsk. safnast saman í Granaskjóli 12 eins og í gamla daga.

Ég er búin að fá sal fyrir upprisuhátiðina miklu 25. 2. þannig nú er að taka þann dag frá þar til annað kemur í ljós.
Ha det så bra.
Áramótapistill birtist á morgun - það verður sko aldeilis pistill.

Thursday, December 29, 2005

Staðfesting

Wednesday, December 28, 2005

17. feb gengur ekki

Ég var of fljót á mér að tilkynna dagseteningu fyrir upprisuhátíðina. Í ljós hefur komið að ein aðalattraktionin hún frk. Alla kemst ekki þ. 17 því þá er hún í KBH. Svo það er hér með hætt við það. 'I guðs bænum ekki losa þig við miðana á Mugison Berglind mín en takk fyrir að taka mig fram fyrir Mugison. Ég hefði nú skrifað þér þetta en mig vantar netfangið þitt!!
Nú sig ég hér með viðhaldinu þessa stundina. Það er statív með sýklalyfinu sem tekur klst að renna inn og þennan tíma fylgir það mér hvert sem ég fer.
Mér finnst ég ósköp sjúklingsleg þegar ég staulast með statívið um íbúðna en svona er ástandið núna. Kraftaverkakonan svipur hjá sjón. Hætt að stökkva hæð sína í loft upp og fleira í þeim dúr.
EN það kemur allt aftur ég hef trú á því.

Tuesday, December 27, 2005

kvittun og næturþankar

Hún Jóhanna Rósa sendi mér kvittun í gær sem ég þakka henni hér með fyrir. Það er gott að vita að þú lest bloggið ásamt nokkrum fleiri. Ég fékk svo mikil viðbrögð þegar ég var úti og þá fékk ég staðfestingu á að e-r hefðu áhuga á skrifunum. Núna veit ég ekki alveg. Hvort e-r fleiri en Jóhanna Rósa lesa ásamt kannski einhverjum í viðbót. En hvaða máli skiptir það svo sem.
Svo er ég á báðum áttum hvort ég á að skrifa um heilsufar mitt. Það er nú ekkert leiðinlegra en kerlingar sem eru að lýsa sjúkdómum, bólgum og læknisheimsóknum. En það eru ennþá margir sem hringja og hafa samband út af því þannig að e-r hafa áhuga á að vita. Þegar ég byrjaði á þessum skrifum þá sagði ég e-ð á þá leið að á bloggsíðum skrifaði fólk um hvað það borðaði og hverja það hitti og það getur verið áhugavert. En bólgur og ígerðir það er aftur meiri spurning. O þá er best að byrja.
Ég fór upp á Borgarspítala í gær. Já ég segi bara Borgarspítala. Og þar hitti ég smitsjúkdómalækni sem ætlaði að freista þess að lækna mig. Hann fyrirskipaði meðferð í æð tvisvar á dag . Svo nú kemur heimahjúkka og setur upp hjá mér lyf sem er dælt inn í minn einstæða álfakropp og þetta er lokatilraun til þess að komast fyrir þessa andstyggðar sýkingu sem er að eyðileggja svo mikið fyrir mér. Ég hef þó gefið mér tíma til að semja ræðuna fyrir áramótaballið og vinna að því að undirbúa upprisuhátíðina. Mjög líklega verður hún föstudaginn 17. feb. Takið daginn frá. Ég hef margt fleira að segja en ég klára þetta á morgun

Monday, December 26, 2005

þriðji í jólum

Nú eru aðal jólin yfirstaðin og nú verður farið að lifa venjulegra lífi. Jólaboðið með Gylfisens gekk vel og flestir voru glaðir. Einstaka unglingur hefði samt líklega kosið að vera einhvers staðar annars staðar. En það fylgir ákveðnum aldri að leiðast í jólaboði. Gunnar tengdó var í fyrsta sinn með okkur og small vel inn í hópinn í trivial og fótboltaspjall. Enda með ljúfari mönnum á norðurhveli jarðar. Vel valið hjá Siggu litlu.
Önnurnar hjálpuðu til við undirbúning og uppvask og allt rann þetta mjög smurt. Sigrún Ásta sagði ÍS í fyrsta sinn og uppskar ÍS í staðinn. Hún sagði oft Vá og Ha og skemmti sér hið besta sérstsaklega eftir að hún fékk að valsa um berfætt
Ég fékk svo margar góðar kveðjur í jólakortunum og fékk kort frá ýmsum áttum, mér þótti afskaplega vænt um það og þakka fyrir öll góðu orðin.
Já nú er hátíðin yfirstaðin og vinnudagar framundan. Hjá mér felst vinnan núna í því að reyna að losna við helvítis sýkinguna. Ég byrja á að fara í blóðprufur núna á eftir og tala við Martin. Svo er bara að halda áfram að úða í sig fúkkalyfjum og losna við pöddurnar. Það getur víst orðið hörku jobb er mér sagt. Ég vona bara að það gangi.

Sunday, December 25, 2005

Nú er toppurinn á jólahátíðinni genginn um garð. Aðfangadagskvöld og jóladagur.
Aðfangadagskvöld var heldur tíðindalítið vegna heilsuleysis okkar gömlu hjónanna. Éf var t.d. svo "sloj" að ég fór að sofa kl 10 alveg gersamlega búin á því. En Gylfi hökti hérna frammi e-ð lengur. Í dag erum við öllu hressari Martin rafveitustjóri fékk óvæntan bandamann í Þórólfi barnalækni og sýkingarsérfræðingi sem ráðlagði ný fúkkalyf sem virðast hafa gert mér gott alla vega er ég mun hressari í dag en í gær. Við fengum ýmsa í heimsókn Mummi bró, Sigrúna Ásta, Atli og Anna, og Gunnara tengdó. Það var drukkið súkkulaði úr postulínsbollum og borðaðar smákökur bakaðar af ýmsum góðhjörtuðum vinkonum. Svo var spilað svolítið. Mér leiðist alltaf að spila og stakk mér því við fyrsta tækifæri inn og horfði á Græna landið sem var aldeilis frábært.
Svo koma Gylfisens (afkomendur Gylfa) allir hingað á morgun í jólaboð.
SVo verð ég nú að koma því að að ég fékk í jólagjöf frá Léttsveitinni á DVD Kórinn og ég sat og horfði á það - bæði vakandi og svo tók ég eina syrpu þar sem ég blundaði yfir henni það var svo notalegt að heyra malið í stelpunum og hlátrasköllin, sönginn og raustina í Jóhönnu í svefnrofanum. Ég held ég sé búin að sjá myndina XXXXXX sinnum og hún er alltaf jafn góð en ég viðurkenni að nú er ég farin að geta fengið mér kríu þegar ég horfi á hana. Látið það berast til allra þeirra sem ekki sáu myndina og sjá svo eftir því að nú er hægt að fá hana á DVD.
Takk fyrir öll jólakortin og kveðjurnar og fyrirgefið að égsendi ekki kort en ég hafði um annað að hugsa....................
Ætli þetta sé nú ekki bara orðið nóg svona á jóladag.

Friday, December 23, 2005

Þorláksmessa

Þorláksmessa. Búið að sjóða hangikjötið og skreyta tréð. Fengum aðstoð frá Atla og Önnu að setja tréð upp , María Björk Létta hjálpaði að setja ljósin á svo gerðum við fjölsk. rest. Mahalia Jackson söng með sinni djúpu svörtu rödd á meðan við skreyttum, dóttir mín sagði nú hlustum við ekki meira á Ellen, en hún er búin að syngja sálma síðan ég kom frá Lundi svo brothætt og fínleg- sko Ellen ekki ég. Fór á stefnumót við Martin rafveitustjóra í dag en hann var nú ekki að setja straum á mig heldur ath. af hverju ég er með hita og beinverki sem ég hélt að væru harðsperrur. Í ljós kom að ég er með sýkingu í kringum annan móttakarann svo hann skellti mér á svaðalegan sýklakúr eftir að hafa hringt til Lundar og talað við Stig lækni þar. Svo nú er það bara pensilínið sem getur bjargað því að ég þurfi ekki að fara út til Lundar til að skipta um móttakarann. Þó mér hafi líkað vel úti þá langar mig ekki aftur út svo ég vona að sýklalyfin vinni á bólgunni.
Á morgun þarf svo bara að pakka því síðasta og matreiða hamborgaraharygginn. Við gömlu skökku hjónin hljótum að redda því á meðan ungviðið dreifir pökkum yfir land og þjóð.

Thursday, December 22, 2005

ekki alveg hress

Það er ekkert lát á harðsperrunum. Ég fór að spá hvort þetta væru kannski beinverkir og viti menn ég er komin með hita.. Ég kem því líklega ekki að syngja með Léttsveitinni á Þorláksmessu ein og við gerum alltaf. Það var svona byrjunin á jólunum, alltaf svo mikil stemmning hitta Jónu Hrönn og stelpurnarr allar og þeirra fólk . En sum sé - það er ekki útlit fyrir að úr því verði í ár. Ástríður hringdi hingað (dóttir Gylfa) og spjallaði vi ð mig. Hún sagði að þetta sýndi að ég væri bara mannleg!! Allt hefði gengið svo vel fram að þessu.
Það verður því ekki mikið um jólaundirbúning á morgun og hinn hjá okkur. Hann getur ekki hreyft sig vegna bakverkja og ég vegna beinverkja.
Nú er verið að garfa í að finna dag sem hentar fyrir upprisuhátíðina. Það verður kannski soldið snúið en líklega verður hún að vera næststíðustu helgina í feb. Haldið því opnu. Þetta verður svaka fjör. Dagskráin er í smíðum.
Keypti 4 jólagjafir í dag, þetta mjakast nú eru bara um það bil 20 eftir. Nei ég segi si sona.
Nú verð ég að fara að leggja mig svo ég geti verið liputá á jólunum.

Wednesday, December 21, 2005

Smáralind

Við Sigríður dóttir hjóna fórum í Smáralind í dag en byrjuðum á því að leita að e-i búð í Hlíðarsmára eða e-u svoleiðis. Hringsóluðum um hverfið í marga hringi. Hafið þið prófað að fara þarna um . Húsunum er bara dritað niður e-n veginn alveg ólógískt. Reyndar vorum við að leita að húsi sem var ekki til en mér er alveg sama. Það er engin lógíkk í þessu hverfi. Endaði með að ég fór til Védísar á Læknablaðið og allt starfsfólkið fór að finna út úr þessu fyrir mig. Reyndar er allt starfsfólkið bara Þröstur Har og Védís en mér er sama. En það hafðist en svo var þessi búð ekki fugl né fiskur bara auglýsingaskrum í blaði.
En þetta var sko ÁÐUR en við komum í Smáralind svo tók ekki betra við þegar þangað kom.
Við réttahöfðum það af að fara á kaffihús áður en við hnigum niður og þaðan fórum við næstum beint heim.
Ég las um konu í Mogganum sem fór bara til Kanarí og keypti engar jólagjafir. Kannski var hún algjör einstæðingur einbirni, munaðarlaus og vinalaus. Ég gæti ekki sleppt því að kaupa jólagjafir.
Annars langar mig að gefa svo mörgum núna eitthvað svona lítið og sætt og sniðugt í þakklætisskyni - en það verður ekki af því ég er ekki einusinni búin að kaupa handa Gylfa og börnunum. Þegar ég kom heim úr Smáralind var útbúinn ofur einaldur pastasréttur (ég gerði það sko) og svo sofnaði ég og svaf fram eftir kvöldi - ég veit ekki hvar þessi ósköp enda.
Gylfi greyið svo bakveikur að hann getur sig ekki hreyft en nú er hann kominn í hendurnar á Oddu og þá er batinn vís. Hún er svoddan súper sjúkraþjálfari.
Jæja nú verður maður víst að fara að slökkva á boltanum á Sýn og setja á R'ikið og sjá þar Robert Zimmermann - hét ekki Bob Dylan það annars. Setja sig í gír fyrir 68 ballið.....

Tuesday, December 20, 2005

Að breytast í frosk

Ég er soldið hrædd um að allt í einu breytist ég aftur í frosk eins og prinsinn vinur minn lenti í þegar hann var kominn á sjens með prinsessunni. M.ö.o. þá er ég hrædd um að ég breytist aftur í gamla parkann. Í gærkvöldi og í morgun var ég hölt og átti vont með að ganga eðlilega, en ég er ekki fullkomlega stillt eins og þið vitið , hef aldrei verið stillt.Nú hefur Martin það erfiða verkefni að stilla mig og ég fór til hans í morgun og hann jókaðeins strauminn og viti menn Lasarus tók sæng sína og gekk. Og enginn sá honum bregða.
Ég fór m.a. eftir það á Landakot í eina veisluna enn,í þetta sinn til að kveðjaÁsu þá elskulegu stúlku sem er búin að vinna hjá okkur við góðan orðstí í nokkur ár en er nú að breyta til.
Það er alltaf jafn gott að koma á Kotið og ég verð að segja að mér finnst ég lukkunnar pamfíll að vera hluti af samfélaginu þar, það er svo gott samfélag.

En ég fór líka í teygjur í sjúkraþjálfun til Oddu í gær því e´g er með svoddan ægilegar styttingar í vöðvalufsunum mínum. Gott að vera í góðum höndum. Svo þarf ég að tala við Guðmundu og fá nudd hjá henni þessari blíðu. SVo ég er í góðum höndum. fólk er að segja við mig hvort ég fari ekki of geist og ég þurfi að fara vel með mig. Ég veit ekkert skemmtilegra en hitta fólk og ég er alltaf að því svo mér finnst ég fara vel með mig. Reyndar er nauðsynlegt fyrir mig að hvíla mig svolítið. Það finn ég. En ég geri ekkert sem mér finnst leiðinlegt.

Léttsveitardiskurinn fékk svona líka glimrandi dóma í mogganum í morgun. Ef þið viljið kaupa hann þá er égt með hann til sölu tvö þús kall. Gjafverð. Eg hef ekki selt einn einasta af þvi ég hef ekki mátt vera að því.
Nú er ég að semja hátíðarræðu fyrir áramótaball Alltaf skal ég lenda í ævinmtýrum. Ég veit ekki hvort það er leyndó svo það er kannski ekki vert að tjá sig of nákvæmlega um þetta.
Áður en ég uppljóstra fleiri leyndarmálum hætti ég.

Sunday, December 18, 2005

Harðsperrur

Er búin að vera með harðsperrur undanfarið. Vöðvagreyin sem héldu sig vera ónýta eru að vakna til lífins eru alveg úr æfingu og eru soldið slappir. En ég fór í nudd til Guðmundu í gær og stórbatnaði. Annars er allt fínt að frétta. Ég geisist um eins og fellibylur og nýt þess í botn að vera laus við allar sveiflurnar upp og niður.
Ég var í meiri háttar gilli í gærkvöldi og baðaði mig í gleði vina minna sem voru á staðnum. Þetta var frábær veisla með konunglegum mat og meira að segja skemmtiatriði af bestu gerð.
Ég er farin að spá í upprisuhátíðina mína. Áætla að hún verði annað hvort í lok jan. eða byrjun feb. Spenniði beltin.
Sigríður dóttir hjóna og hennar unnusti Gunnar eru í Kaupinhöfn í helgarferð og láta vel af sér.
Þetta er ungt og leikur sér.
Heyrumst.
Lipurtá

Thursday, December 15, 2005

Jólaundirbúningur

Þetta eru dáldið óvenjuleg jól. Í fyrsta lagi eru þau ósköp stutt og í öður lagi er ég alveg laus við alls kyns skylduverk allra almennilegra húsmæðra -ef mig skyldi kalla eins og konan sagði.
Mér finnst ég ekkert þurfa að baka, skrifa jólakort eða föndra. Æi ég hef ekki föndrað í mörg ár það var alltaf svo ljótt hjá mér svo ég skil ekki af hverju ég er að nefna það hér. Svona e-ð úr klemmum eða íspinnaprikum sem ég hef verið að lauma í ruslið þegar ég er myndarleg.
EN það er nú svo sjaldan að ég á fullt af þessu ennþá. Það kemur til mín yndisleg kona 2x í mánuði og hún tekur til hjá mér en hún mundi aldrei henda jóladótinu mínu ekki einu sinni því allra ljótasta. Svo það er ekki útlit fyrir að það hverfi úr skápunum. Svo er allt jóladótið sem börnin hafa gert á leikskólanum og skólanum í gegnum árin svona eggjabakkar, vattkúlur og klemmudót svo krúttlegt en orðið soldið þreytt eftir áralanga notkun - Hvað gerir maður við þetta. ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ HENDA ÞVÍ!!! Ég á uppáhaldsskraut sem pabbi minn sálugi gerði þegar hann var til sjós í gamla daga. Pínulitlar álfameyjar og kóngar úr pípuhreinsurum og kreppappír með glimmer svo sætt. Ég skil ekki hvernig hann fór að þessu hann var með svo stóra og feita putta.
Og hann var svo ólaghentur eins og siður er í þessari fjölskyldu. Nóg um föndur í bili.
Þá er það bakstur og jólakort. Ég sleppi því líkaa í ár. Enda nýkomin úr meiri háttar viðgerð og ekki alveg komin í lag eftir það . Og ég soldið svona eins og ég hefi lent undir valtara. Allir svo skilningsríkir. Þannig ég ætla bara að njóta þess að hvíla mig, sitja hér við kertaljós, taka á móti gestum, dreypa á portvíni og maula síðustu smákökurnar sem mér hafa verið gefnar. takið eftir S'IÐUSTU, nei ég segi sí svona......
Ég var á Landakoti í dag frá kl 11.30 - 16. Var allan ´tímann að heilsa upp á samstarfsfólk mitt og sjúklinga. En byrjaði reyndar á að vera með iðjuþjálfum á endurhæfingasviði á jólahlaðborði.
Mjög góður dagur. Fékk svo mörg knús og kærleiksríkar kveðjur frá þessu yndislega fólki. Fór svo beint til Fríðu gömlu góðu vnkonu minnar og var þar með Elínu minni sem er hér um þessar mundir í dýrlegum fagnaði. Vantaði bara Kristjönu en hún var með flensu þetta skinn. Kom ekki seint heim.

Tuesday, December 13, 2005

andvökunætur

Það er svo skrýtið að ég er svo andvaka
Reyndar finnst mér það alltí lagi því ég þarf ekki að vakna snemma í fyrramálið þannig að ég bara sest við skriftir.
Sáuð þið greppitrýnisfréttina í bær. Hvílík hörmung og svo var ég búin að taka svo fínt til í stofunni og kveikja á kertum en það fór fyrir lítið. Aðalmyndin var tekin í eldhúsinu sem var eins og það hefð'i fallið atómsprengja. Svo var ég eins og algjört krumpudýr. Miklu verri en ég er í raun og veru og það sem ég sagði var bara bla bla. Ég ætla að halda mig inni við næstu daga á meðan fólk er að gleyma þessu. Þa fór aldrei svo að maður kæmi ekki í sjonvarpið. Ég lagðist bara í rúmið eftir að ég sá þessi ósköp.
Ég fór að hitta nýrðáðinn rafveiktustjóra sem stillti mig svolítið í gær. Þá var ég farin að finna fyrir að þörf væri á því. Það þarf að ná ákveðnu jafnvægi íbyrjun og gera mig stabíla.
Nýi rafveitustjórinn er Martin Grabowsky sá ljúfi maður.
Ég var allan morguninn á Bsp. fór og heilsaði up á sjúkra og iðjuþjálfa þegar ég var orðin stillt og það tók sinn tíma.
Síðan fór ég á Landakot og hitti kollega mín og sjúkraþjálfarana þar. Það urðu fagnaðarfundir.
Svo var byrjað ð skipuleggja mætingar á alls kyns jólasamkomur.
Það er yndislegt að hafa tækifæri tiæ að hitta fólk undir þeim f0rmerkjum. Ég ætla að hitta dagspítalafólkið á mánudag þá er jólagleði þar.
Svo hitti ég iðjuþjálfa og starfsfólk í iðjuþjálfun á morgun. Það mætti segja mér að ég stígi á stokk að fari með sænskar rímur og spili undir á borvél. Mér mun alltaf þykja það svo jólalegt héðan í frá.
Það er búið að vera dáldið gestkvæmt en allir mjög tillitssamir (eiginlega einum um of). En ég á enn eftir að sjá og tala við marga. Ég hef notið þess að baða mig í aðdáum vina minna og gleði yfir að ég skuli endurheimt úr fjötrum. Fólk hefur komið með' blóm og gjafir ég hef fengið skeyti
alls kyns fólk hefur hringt, líka þeir sem ég hef ekki heyrt í lengi. Það hefur svo mikið að segja að finna samhuginn.
Ég vona að Sigríður vinkona mín og vinnufélagi, deildarstjóri á L-4 sem situr nú yfir ungum syni sínum sem fékk heilablóðfall fái stuðning og styrk í sínum erfiðleikum. Ég er búin að hugsa svo mikið til þeirra síðan í gær er ég heyrði af þessu.

Monday, December 12, 2005

viðtalið

Þau ykkar sem misstuð af viðtalinu á morgunvaktinni geta hlustað á það hér - þetta er allur þátturinn en viðtalið hefst skömmu fyrir miðjan þátt.

Sunday, December 11, 2005

heimkoma og fagnaðarlæti

Tryggir lesendur bloggsins hafa haft á orði við mig að ég megi ekki hætta að skrifa. Ég verð auðvitað við þeirri bón og hætti ekki.
Ég fékk kalt lambalæri í matinn og upphitaða sósu með appelsínubragði út á. Nei þetta er nú barasta grín. Ég hef frá ýmsu að segja.
Í gær fórum viðBryndís Margrétar (fomma) og Pétursdóttir á dívukonsert. Mér fannst ansi gaman en konsertinn full langur fyrir minn smekk. Léttsveitin stóð sig ofurvel og ég heyrði mjög vel í þeim. Við sátum á 8.bekk í stúku.
Í hléinu fór ég backstage aðheilsa upp á dívurnar M'INAR. Það var sterk upplifun að hitta þessar elskur ég bara táraðist þegar ég sá öll þessi brosandi andlit þegar þær þyrptust að mér og fögnuðu mér. Þvílíkt og annað eins að eiga slíkan fjársjóð. Svo fór ég í dag að sækja jólatré. Og þá fékk ég knús og kram frá þeim sem ekki voru þarna í gær. Ég var bara algerlega upptekin í kossa- og fagnaðarlátum. Þegar ég var búin að láta svoleiðis í uþb. hálftíma þá spurði einhver mig hvort ég væri búin að velja tré en því hafði ég alveg gleymt ég leit alvegundrandi upp úr e-u faðmleginu og spurði " ha hvaða tré ertu að tala um".
Óli hennar Sigrúnuar Birgis sá trausti góði piltur hjálpaði mér að velja tré og bera það út í bíl. Hann sagði að ég hefði valið stærsta tréð og verið í minnsta bílnum svo það komst ekki fyrirog Arne hjálparhella mín og reddari tók tréð í sinn bíl og keyrði því heim. Ég sagði ykkur að Léttsveitin minnti oft á frímúrararegluna alltaf e-r til að hjálpa og redda.

Mikill kraftur er i þessum fjáröflunarkonum. Þær voru þarna svo vígalegar í rauðu svuntunum sínum og afgreiddu tré og tóku við peningum og skenktu kakó af miklum móð.
Þegar heim kom voru Anna, Atli og Sigrún Ásta hér. S.Á. var í bananastuði og geystist hér um íbúðina og hélt smá sjó. Þegar þau voru farin kom Kristján Sigurjónsson frá Morgunútvarpinu
og tók smá Viððtal við mig sem mun koma í útvarpinu á morgun milli hgálf átta og átta held ég.
Annars hefur verið svon a reytingur af fólki ekkert voðalega margir. En ýmsir góðirt vinir rekið inn nefið allir voða hræddir um að þeir séu að trufla. Ég tók eitt eða tvö dansspor í dag en ég finn ég þarf að fara í stillingui og verða stillt. Svo nú tilkynnist það hér með að um sinn verður gert hlé að danssýningum mínum en éeg mun eftir skamma stund mæta stillt og þá verður engum vært fyrir heljarstökkum og danssporum.
Nú er undirrituð orðin ofsalega þreytt og æltlar að fara að sofa.

Friday, December 09, 2005

Nú get ég ekki sofið fyri lukku svo mér datt í hug að bara drífa mig framúr og blogga soldið - það er út af dottlu -mig langar að þakka fyrir allan hlýhuginn og stuðninginn.
Nú er mín bara komin heim og svíf hér um í sæluvímu eða réttara sagt stekk hér um í sæluvímu stekk jafnvel þvílík heljarstökk að viðstaddir hafa áhyggjur af að ég slasi mig það er að segja með því að stökkva of hátt upp svo þið getið kannski ímyndað ykkur. 'Eg þyki bara taka mig vel út með skallann - er ekki einhver málsháttur sem hljómar e-n veginn sí svona: "laglega klæðir allt"- þokkalegur vísdómur það en það á alla vega við um mig íþessu sambandi.
Jæja ég er sum sé á harða stökki og mér finnst lífið leika við mig. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri ég veit varla hvernig ég á að vera. Ég get ekki haldið áfram að stökkva svona umég þarf að finna einhverjar aðrar aðferðir til að tjá gleði mína. En ég var búin að segjast ætla að halda veislu ef ég yrði betri. Það verður af því ég ætla sam ekki að láta verða af því fyrr en ca. i febrúar. Þið kæru bloggssíðulesendur eruð auðvitað boðnir. Ég kem því hér með á framfæri á meðan þið gefið ykkur tíma til að lesa því það er mjög eðlilegt að þið hættið því þegar ég er ekki lengur að færa ykkur fréttir af svaðilförum í Lundi.
Það hefur komið mér á óvart hversu margir virðast lesa þessar hugleiðingar, fylgjast með og senda hlýjar hugsanir og óskir bæði hér á síðunni og eftir öðrum leiðum- takk fyrir það.
Það var yndislegt að koma heim, hitta Gylfa og krakkana mína, taka smá sýningarstökkfyrir þau og láta þau dáðst að mér segja mér að ég væri komin með annan svip og nýja rödd og alls kyns..........
Það var með söknuði að ég kvaddi Hrönn mína tryggu fylgdarkonu. Hún var alveg ómetanleg svo hress, hjálpsöm og yndisleg. Alveg eins og Helga fysta hjálparhellan. Hugsa sér aðfá svona tvær í röð. Ég gleymdi auðvitað að taka lyfin mín í gærkvöldi (ég þarf ennþá að taka lyf en bara brotabrot af því sem ég tók áður) og það var af því einkahjúkkan var fjarri. Nú þarf ég að venjast því að sjá um þetta sjálf. En úr því ég er byrjuð að skrifa um meðferð þá ætla ég aðeins að segja frá því að nú þarf bara að fínstilla e-ð betur strauminn. Ég hef fengið nýjan rafveitustjóra sem býr hér á Íslandi og eru því hæg heimatökin. Ég mun hitta hann á þriðjudaginn. Þá mun hann stilla strauminn og lyfin saman svo ég verð alveg mátulega rafmögnuð. Það er hægt að slökkva á straumnum, ég ætla ekki að kenna Gylfa á það hann gæti þá fundið upp á því að slökkva á mér næst þegar ég verð of villt.
Jæja mér er nú orðið hálf kalt á löppunum og ætla að fara að sofa aftur. Þetta er orðið alveg nóg í bili

Thursday, December 08, 2005

Þá erum við Hrönn komin til Kaupmannahafnar og hér væsir ekki um okkur. Ranka tók vel á móti okkur í gær þegar við vorum loksins búnar að ná í hana í síma var ekkert til fyrirstöðu.
Við vorum óaköp fegnar að komast í hús og allt var svo notalegt og yndislegt. Við tókum lífinu með ró og borðuðum góðan mat og höfðum það huggulegt. Fórum frekar snemma í háttinn.
Í morgun eða um hádegið' þegar við vorum búnar að borða dýrlegan morgunverð fórum við
Hrönn í bæinn og þar hittum við marga Íslendinga m.a. Sigga Odds vin Mumma bróður og fleiri.
Svo kom Anna Sigga vinkona mín frá Árósum og þaðurðu fangaðarfundir. Ég jhitti hana á strikinu og veinaði svoleiðis upp yfir mig að allir á veitngastaðnum hrukkur í kút þegar égf veinaði á hana. Þar sátum við svo og drukkum glögg og borðuðum brenndar möndlur og og við Hrönn litum hvor á aðra þegar við settumst niður og horfðumst í augu og dæstum Hvad har vi gjort at ha´det så dejligt. Svo hringdi Svava vinkona Guðmundu og hún hitti okkur og bauð okkur upp á rauðvín í Café Nytorf og þangað komu líka Hjalti oh Linda og Nína Sigurrós og þetta var hin notalegasta stund. Ég fór´i hitakóf og tók af mér húfumna í fyrstasinn in public. OG enginn lét sér bregða. Sv o keypti ég mér jólasveinahúfu og Anna Sigga kom með hárkolliu mjög flotta (sítt dökkt voða bjútí) Nú erum við komnar aftur í Lykkesholmsallé til Rönku. Þær sitja frammi í eldhúsi og ég heyri malið í þeim - voða notalegt.
Á morgun um þetta leyti verð ég komin heim. Égf hlakka svooooooo ofboðslega mikið til að hitta fjölskylduna og ykkur öll. Guð minn góður þvílíkt og annað eins. Ég fæ alltaf sömu viðbrögðin frá þeim sem sjá mig fólk trúir varla sínum eigin augum en ég á kannski ekki að vera að segja svona svo þið verðið ekki fyrir vornbrigðum. En það getur nekki verið . Sjáumst Hress og kát...........

Wednesday, December 07, 2005

brottför

Þá er komið að lokapistli frá Lundi. Bara stuttur pistill í dag. Ég var útskrifuð fyrr en búist var við. Hjálmar idolið okkar , sagði að ég væri svo hress að ég mætti bara fara.
8 dögum eftir aðgerð, flott það.
Við kveðjum því þennan fallega bæ. Hér hef ég lifað mínar örlagaríkustu stundir og jafnframt þær gleðilegustu en nú skortir mig andagift enda klukkan aðeins 9 að morgniog þó égsé farin að fara í morgunsturtu þá er ég ekki komin í andlegt stuð svo snemma.
Við Hrönn ætlum nú að undirbúa brottförina héðan – einum sólarhgring fyrr en við gerðum ráð fyrir.. Verst við höfum ekki náð í Rönku sem ætlaði að leyfa okkur að gista. Við erum búnar að reyna að hringja síðan í gær en það svarar enginn hvorki í GSM eða heimasíma. Efþú lest þetta Ranka mín endilega hafðu þá samband.
Hlakka óstjórnlega til að koma heim.
Lipurtáin sjálf.

Tuesday, December 06, 2005

lidur ad utskrift

Svei mér þá ef ég er ekki farin að sjá fyrir endann á þessu öllu.
NÚ á ég að útskrifast á morgun einhvern tíman seinnipartinn. Á að taka e-a sauma þá ef það verður nógu gróið. Æi það skiptir engu mér finnst allt svo frábært í kringum mig og þessa aðgerð að ég veit ekki hvernig ég á að vera.
Hugsiði ykkur bara að eignast nýtt líf á gamals aldri. Mig langar svo að skrifa Tr (tryggingastofnun nríkisins) og þakka fyrir mig. Ég hugsa að enginn viti hvert maðurá að skrifa ef maður ætlarað þakka fyrir sig en ekki kvarta yfir neinu. mIg langar að þakka þeim fyrir að hafa tekið þátt á þessu kraftaverki þeir eru reyndar ekki búnir að því en segjast ætla að gera það svo ég væri kannski full fljót á mér....
Ég er að hugsa um hitt og þetta núna. T.d. höfum viðv systkinin ætlað að fara e-ð saman til útlanda undanfarin ár en aldrei orðið neitt úr því, mest vegna mín og krankleika míns. Allt í einu sé ég að ég get alveg farið í ferðalag svo bræður mínir og mágkonur nú er bara um að gera að fara að pakka.......... Bítlabærinn bíður. Its been a hard days night
Svo var ég að átta mig á því að ég get byrjað aftur í ballettflokknum mínum og og ég get dansað salsa við Eyþór í Valencia. Eyþór er gamall vinur minn, maður Úggu og pabbi Sössu minnar.
Svo er stóra spurningin hvort ég ætti ekki að hætta að reykja. Ég skrifa það nú hér svo það sé aðeins meiri pressa á mér. Nú get ég ekki lengujr afsakað mig með því að ég reyki í lækningskyni.
Já þá dettur mér í hug að það var auðvitað bara grín að ég ætlaði að reka Hrönn ég var spurð að því í gær hvort það væri e-ð stirt á milli okkar en því er fljótsvarað Neinneineinei við erum í góðum gír og líður ljómandi vel saman. Þetta var bara grín......
Jæja góðir hálsar. Nú er bara næst á dagskrá að hlakka til að fara heim. Guð min n góður. Það hlýtur að verða skrýtið fyrir Gylfa, Pétur og Sigríði M. Að fá nýja kerlingu heim.
Ég er svo spennt að ég get varla beðið. Ég ætla að ljúka við ýmislegt hér í bænum í dag og á morgun. Kaupa mér brjóstahaldarara (ég sá sko í í sjónvarpinu eð þeir eru á tilboði núna) fara á Kulturen sem er safn hérna í bænum, faraí dómkirkjuna og sjá klukkuspilið þar kl. 12, fyrir utan að tala við læknana og allt það stúss sem mu n standa fram eftir degi á morgun. Svo förum við héðan á fimmtudagsmorgun til Rönku vinkonu mi nnar í Köben. Þangað kemurAnna Sigga vinkona mín frá Árósum og við ætlum að eiga saman kvöldstund í Köben á fimmtudagskvöld. Svo förum við Hrönn heim á föstudag ó ég er svo spenntAð lokum enn og aftur, TAKK FYRIR ÖLL SÍMTÖLIN, KOMMENTIN Á BLOGGINU, OG GÓÐU STRAUMANA SEM ÞIÐ HAFIÐ SENT MÉR Á ERFIÐUM TÍMUM. ÉG ELSKA YKKUR ÖLL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Monday, December 05, 2005

Við vorum í dýrlegri veislu í gær hjá Ólu móðursystur Gylfa í Malmö. Angantýr sonur hennar náði í okkur og keyrði okkur heim það var svo ósköp þægilegt að láta dekra svona við sig.
Nú er kominn mánudagur Akkúrat ein vika síðan aðgerðin mikla var framkvæmd. Alveg ótrúlegt hvað margt hefur breyst síðan.Ég bara trúi því varla sjálf hvað þá þið sem eruð þarna úti!!!
Nú fer að líða að því að við höldum, heim frá Lundi. Hafði samband við Binnu vinkonu mín og kórsystur hjá Flugleiðum og vona að hún geti komin okkur heim okkur Hrönn. Ef ég verð ekki búin að reka hana ég nefnilega rek hana reglulega en ræð hana samstundis aftur af því ég get ekki án hennar verið. Hún er stundum með e-r meiningar sem henta mér ekki og þá bara rek ég hana.Það er svo þægilegt. En nú ætla ég að hætta þessu hver veitnema hún fari að taka þetta alvarlega og þá væri ég nú í vondum málum.
Á miðvikudaginn verð ég útskrifuð og á fimmtudaginn verðum við í Kbh. Hjá Rönku og förum svo heim á föstudag ef guð lofar...
Ég hlakka óskaplega til að koma heim.alveg ný kona. Ég mun ná í skottið á jólaundirbúningnum- kannski næ ég að vera með á jólagleði dagspítalans á Landakoti
Ég bið alla vega innilega að heilsa þangað. Get þá lesið upp sænska jólasögu eða e-ð með sænskum hreim – herregud hvad hemskt bra...........................
Hlakka óskaplega til að sjá fjölskyldu mína og aðra vini herregud det blir jette gulligt má vera að réttritunin sé ekki alveg í lagi...........................

Sunday, December 04, 2005

kraftaverkadagar

Nú hefst einn kraftaverkadagurinn enn. Ég er frá á fæti og ofsalega þakklát fyrir að fara á fætur létt í spori og rjúka í morgunsturtuna eins og ekkert sé...................
Þið trúið þessu ekki fyrr en þið sjáið mig......
Ég veit ekki hverju er hægt að líkja þetta við. Kannski bara því að fæðast eftir að búið er að segja manni að það sé ekkert framundan nema að deyja. Mér dettur það helst í hug. Þá getiði kannski ímyndað ykkur hvernig er að upplifa þetta.
Jæja kannski að maðurkomi sér bara niður á jörðina og segi ykkur e-ð hversdagslegt.
T.d. það er voða góður morgunmatur hér á hótelinu. Hafragrautur, egg, alls kyns brauð og álegg og djús og sveskjur og rúsínur og abríkósur og mér finnst alveg yndi að borða góðan morgunverð. Það er ekki bara það það er líka allt svo "Handy". Svona einhvern veginn hentugt og haganlegt. T.d. er strætó stoppistöð alveg við hótelið þar sem fullt af strætóum stoppa á nokkurra mín fresti. Og eru alltaf á sömu leið og við. Það er svo hetnugt
Jæja við fórum í gær til kaup.mannahafnar. Við fórum bara til að hitta Nínu ogforeldra hennar. . Það var ósköp kalt og hráslagalegt í k.höfn. Fátt sem minnti á að jólin eru í nánd. Nema auðvitað jólaljósin og þá sérstaklega í Tivolí enda var ægileg biðröð við hliðið þar.
Við áttum þar yndislega stund. Nína var soldið feiminfyrst en svojafnaði hún sig og tók gleði sína. Hún var algjört krútt.
Hjalti og Linda trúðu varla sínum eigin augum. Spurðu hvort ég væri alltaf svooooona. Þau upplifðu mig reyndar þegar ég var hvað verst og varhér með gylfa fyrir uþ.b. tæpum 2 árum síðan. Held ég.
Að hugsa sér að eignast svona nýtt líf.
Ég þakka ykkur öllum fyrir allar ykkar bænir og óskir, ég þakka líka almættinu fyrir að hafa hlustað á ykkur og bænheyrt ykkur.
Mig langar að koma á framfæri sérstökum kveðjum til Helgu hróbjarts,Hrannar, Rannveigar, Bernharðs, Sibyl og annarra vina minna frá Feldenkraisnámskeiðinu í Skálholti ég veit að þau hafa beðið fyrir mér en ég veit ekki hvort þau hafa séð hvað þetta gekk vel. Svo mig langar að biðja einhvern sem þekkir til að tala við þau og segja þeim frá.Ég veit ekki hvort þau hafa séð bloggið. Jónína mín Giss. Gætir þú haft samband við Hrönn og komið þessu á framfæri.
Æi þetta er nú orðið ágætt í dag. Ég er kannski soldið væmin og viðkvæm en ef maður hefur ekki leyfi til þess á svona stundum þá hvenæææææææææær???????????????
Hafið það öll sem best, mér þykir óskaplega vænt um ykkur

Saturday, December 03, 2005

Stríðsdans

Sæl öll
Nú er það helst að frétta að ég er komin yfir á sjúllahótelið og nú erum við Hrönn búnar að fara í bæinn og borða fínan mat og fá okkur smá rauðvínstár með.
Á morgun kl 11 eigum við svo að hitta rafveitustjórann sem mun auka strauminn.
Þessa stundina erum við inni á herbergi og hlustum á Cornelis Vrejswiik, það er baðstofustemmning hjá okkur. Hrönn er að sauma út og ég að skrifa. Ég er pínu þreytt eftir bæjarrápið. Við erum að bíða eftir að e-m detti í hug að slá á þráðinn. En engum dettur það í hug nema Ólu frænku hans Gylfa sem hringdi áðan og bauð okkur í mat. Sænska jólaskinku og svo spurði hún ofur varlega hvort ég mætti fá rauðvín með og ég hélt það nú. Svo á sunnudag verðum við hjá henni í mat en á morgun verðum við hjá Hjalta mínum og Lindu OOOOGGGGG Nínu Sigurrós þeirri sómastúlku sem ég er svo spennt að sjá. Ég vona að hún verði ekki hrædd við ömmuómyndina sína með sundurskorinn haus og tilheyrandi. Nei ég verð bara með hattinn fína.

Við Hrönn vorumsvo kátar í dag þegar við kvöddumspítalann svona í bili. Og ég bara stormaði út ekki baun hölt. Dönsuðum smá stríðsdans og kysstumst og föðmuðumst. Ó þetta er alveg með ólíkindum. Ég trúi þessu ekki.

Elsku vinir mínir og fjölskylda ég hlakka alveg óskaplega til að sýna ykkur hvað ég er fín og flott.

Friday, December 02, 2005

Morgunsturta

Nú sit ég hér búin meðmorgunverkin – sturtuna, morgunmatinn o.s.frv. Það er dásamlegt að geta farið í morgunsturtu. Það gat ég ekki hér áður fyrr vegna stirðleika á morgnana. Þetta er eitt af kraftaverkunum krakkar mínir.
Það er allir svo brosmildir og þægilegir hér á spítalanum ég sé ekki neitt af þessum stífu Svíum sem ég hef heyrt um í gegnum árin. Mér finnst ég reyndar ekki þekkja neitt nema dásamlegt hjartahlýtt fólk sbr. Allar hlýju kveðjurnar frá ykkur. Þær mun ég geyma og hlýja mér við í framtíðinni. Ég elska hann Jóhann árans kjóann kemur nú upp í hugann en það passar alls ekki.............................
Jóhann var svoddan óttalegur skítalabbi. En það verður aldrei sagt um ykkur.
Í Alvöru talað þá hefur það haft ótrúlega mikið að segja að finna fyrir öllum stuðningnum þarna úti.
Margir hafa óttast að húmorinn yrði fjarlægður úr mér í viðgerðinni en ég held að það sé frekar skrifgleðin sen hefur beðið afhroð ég nenni ekki að skrifa.
Ég ætla nú samt að klára þennan pistil.
Ég fer á sjúkl. Hótelið ´´i dag og það verður nú fínt. Meira afslappað og meira frelsi – miklu betri matur. En ég verð viðloðandi spítalann því það á að auka strauminn smátt og smátt. Nú bíð ég eftir Stig lækni sem er rafveitustjóri og sér um að skammta strauminn.
Rafmagnaðar kveðjur frá Bimbu

Thursday, December 01, 2005

hejsan

Hejsan nu er det svensk vi pratar. Hur mår du og svona mætti halda áfram. En tölvumálin ganga ekki eins vel. Nei nei tómt klúður hjá mér . Nýjasta var að ég gerði mér lítið fyrir og strikaði út allt sem ég skrifaði í gær. Sauður nr. 1.
Sit hér nú með nýja hattinn eða húfuna og finnst ég fjarska fín. Er búin að varalita mig
Það er ótrúleg tilfinning að vera ekki stíf og hölt eins og áður. Það er bara kraftaverk. Ég þori varla að segtja þetta ég er svo hrædd um að það standist ekki. En nu fer ég prufuferð í bæinn og sé hvað gerist.
Til Léttsveitarinnar. Elsku söngfuglarniur mínir. Ég vona að ykkur gangi vel á konsertinum í kvöld , ég mun hugsa til ykkar. Og kærar þakkir fyrir allar kveðjurnar og hlýju óskirnar sem þið hafið sent mér.
Kærar kveðjur til ykkar allra frá Bimbu líka. Hélt kannski að ég yrðði útskrifuð á ptt.hotellet ef ég liti þokkalega út. En nei ég stóðst ekki profið og stigur Hreinskoróna (renskrona) sá ekki átæðu til að útskrifa MIG.
Svo hér sit eg en og aftur. EN mig langar svo til að prófa að fara íu bæinn og vera LIPURTÁ. Bimba litla. lipurtá ljúf með auigu fögur djúp og blá....... Eins og segir í ljóðinu góða.