Bimba

Wednesday, November 30, 2005

lipurta

Hejsan alla
eg var buin ad skrifa pistil og hann ratadi ekki retta leid. Nu er Helga farin og vid Hrönn ekki alveg klarar a thessu. Eg tharf ad athuga malid.
E-d hefur klikkad.
Takk fyrir öll kommentin, blomin og konfektid.
Thad er svo gott ad vita af ykkur öllum tharna uti.
Hjartans kvedja Bimba Lipurta - alveg otruleg lipurta mundi eg segja.

Tuesday, November 29, 2005

bimba skrifar

Þriðjudagur 29.11.05 kl 15.00

Sælar elskurnar mínar
Takk takk fyrir allar góðu kveðjurnar. Helga prentaði þær út og las fyrir mig. Það var yndislegt.
Nú sit ég hér með umbúðir á hausnum og skalla eða öllu heldur broddaklippingu.
Ég er nú sem óðast að ná mér eftir viðgerðina. Ég verð að segja ykkur að það var meiri háttar absurd þegar læknirinn boraði með Black og decker í hausinn á mér undir dynjandi Bítlatónlist, sérstaklega var allt á hæsta þegar það var spilað “Baby you can drive my car”. En ég var spurð hvaða músik ég vildi hafa og mér datt í hug Cornelis Vrjeswiik En þeir áttu ekki hana svo þá datt mér í hug Bítlarnir. Og því var það að Bítlarnir sungu undir.
Æi ég er ekki alveg nógu hress til að skrifa En ég hef ekki misst málið eða annað og mér líður vel, og er sem óðast að næa mér. Er auðvitað lurkum lamin eins og ég hafi lent undir valtara..
Nú hætti ég þessu í bili.

adgerd lokid

Klukkan er hálf fimm í Lundi, það er orðið alveg dimmt. Anna Lena hjúkrunarkona hringdi í okkur fyrir korteri – rafskautin eru komin á sinn stað og allt hefur gengið vel. Nú verður Bimba svæfð, og síðasti hluti aðgerðarinnar fer fram. Við megum hringja á gjörgæsluna kl. 18.00 og spyrjast fyrir. Þangað til sitjum við á hótelinu – erum 2 mínútur að hlaupa yfir.

Klukkan er núna 20.50 að kvöldi mánudagsins 28.11.
Við Hrönn vorum að koma frá Bimbu. Loksins máttum við koma, vorum búnar að hringja á klukkutíma fresti frá því kl. 17 út á gjörgæslu. Og þarna var hún þessi elska. Afskaplega þreytt, alveg örmagna, en afslöppuð, glöð og leið vel. Hún sagðist ekki hafa getað ímyndað sér hvað þetta var erfið aðgerð og var svo innilega fegin að þetta var allt yfirstaðið. Hún sagðist alltaf hafa verið að spyrja starfsfólkið hvað klukkan væri – svona til að ímynda sér hvar við værum og hvað við værum að gera. Því fannst þetta nokkuð skondið, alltaf að spekúlera í tímanum!
Við hittum doktor Hjálmar þegar við sviptum okkur inn, hann var greinilega á heimleið, glaður í bragði. Ánægður með aðgerðina. Og svo byrjar stillingin vonandi á morgun, fer eftir líðan Bimbu. Í fyrramálið fer hún aftur á deild 26, við megum koma undir hádegi. Þá er hægt að senda þetta skrifelsi í leiðinni og ég prentaði út í dag fullt af kommentum frá ykkur, fjölskyldu og vinum, og geri slíkt hið sama í fyrramálið, ef einhver ný eru komin. Þá getur hún fengið að heyra þau strax.
Nú er erfiðasti hjallinn yfirstiginn, nú byrjar vinnan.

Monday, November 28, 2005

Gleðifréttir frá Lundi

Þegar þetta er skrifað er Bimba að vakna eftir aðgerðin, örþreytt en alsæl. Aðgerðin gekk MJÖG vel. Þær Helga og Hrönn hittu fulltrúa Íslands í læknateyminu, Hjálmar, sem sagðist mjög ánægður með hvernig til hefði tekist. Bimba biður fyrir bestu kveðjur og hlakkar til að hitta alla þessa yndislegu vini sem hafa stutt hana með góðum óskum og hlýjum hugsunum. - Helga mun setja inn nánari upplýsingar á morgun.
Mér er tjáð að á annað hundrað manns hafi verið í fallegri athöfn í Hallgrímskirkju nú síðdegis. Því miður átti ég ekki tök á að vera með, en við fjölskyldan erum ykkur öllum afar þakklát.
kveðja
Einar Gylfi

Stori dagurinn

Þá erum við stöllur komnar aftur á sjúllahótelið í Lundi. Þar hittum við fyrir Hrönn sem var nýkomin eftir vandræðalausa ferð til Lundar frá Íslandi.Hún var hress og kát og til í slaginn.
Það var gott fyrir okkur Helgu að fara út úr spítalastemmningunni í ferskt sveitaloftið og sjávarloftið í Halmstad þar sem Elín á bústað. Hún sótti okkur á föstudagskvöld, var þá búinað keyra 600km eða meira svo tók hún á sig krók til að sækja okkur. Þessi blessuð elska. Það urðu fagnaðarfundir og þær glöddust einlæglega með mér að ég fengi þetta tækifæri lífs míns.
Við ókum síðan frá Lundi í myrkri og slyddu og mér fannst það hálf óhuggulegt að vera á hraðbrautum við þessar aðstæður.
Elín keyrði eins og herforingi en en þegar við komum að afleggjaranum til Halmstad var hún í miðri æsandi frásögn og tók ekki eftir að hun átti að beygja. Svo við þvældumst um héraðið á bíl sem var að verða bensínlaus og þá var ég stressuð.
En allt fór vel að lokum. Við komumst í bústaðinn og héldum þar dýrlega veislu um kvöldið og þá var MIKIÐ spjallað. Ég sat bara og fílaði mig eins og prinsessu.
Og þannig leið helgin og ég gat hlaðið batteríin áður en ég fæ þau nýju. Elín keyrði með okkur um allt og við skoðuðum bæði bæinn og nágrennið og sáum að þarna er mjög fallegt. Það er náttúrulega einstaklega sætt af Elínu að koma alla þessa leið og bjóða okkur með sér í ´bustaðinn.

Ég má til að bæta hér við sottttlu. Það var mikill spenningur meðal samsjúklinga minna á deild 26 hvort ég kæmist í aðgerð. Þau voru þarna sjálf með alls kyns sjúkdóma og fatlanir og það var svo mikil samkennd í gangi. Þegar ég hafði fengið úrskurðinn hljóp ég um deildina og sagði vinum mínum frá tíðindunum. Það var makalaust og stórkostlegt að finna hlýjuna og gleðina sem þau sýndu mér með viðmóti sínu. Eins var starfsfólkið svo yndislegt og samgladdist með mér.
Þið getið rétt ímyndað ykkur áfallið sem ég hefði orðið fyrir ef ég hefði ekki fengið að fara í þessa viðgerð.

Jæja – það er nú kominn allmikill spenningur í mig. Ég á að leggjast inn á eftir og svo hefst ballið fyrir alvöru kl 6 í fyrramálið og mun standa allan þann dag minnst 8 tíma kannski 12 tíma en varla meira. ‘Eg verð vakandi mestan hluta af tímanum.
Ég mun hugsa til ykkar allra sem mér þykir svo vænt um og ég veit að þið hugsið til mín.
Ég bið Helgu að fara með þennan pistil á báokasafnið og senda hann heim.
HITTUMST HEIL!!!!!

28.11.05
Nú er Helga að senda ykkur nokkrar línur. Í gærkvöldi var Bimba lögð aftur inn á deild 26 og við hittum Jónas hjúkka, kunningja okkar. Hún þurfti að fara tvisvar í sturtu, sóttvarnarsturtu, með spes sápu og spes sjampó. Og aftur í morgun. Við sátum góða stund uppi á deild, við Hrönn, en fórum svo um kl.21 á hótelið, enda kvöldsett og Bimba orðin þreytt. Þá átti annar skurðlæknirinn eftir að koma og heilsa upp á hana, en við ákváðum að bíða ekki eftir því.
Í morgun kl. 6 átti svo að vekja Bimbu í sturtuna og síðan hófst undirbúningur fyrir aðgerð. Við Hrönn tökum það rólega og erum í startholunum þegar síminn hringir seinni partinn með þeim upplýsingum að við megum koma yfir.
Meiri upplýsingar á morgun,
Bless í dag

Sunday, November 27, 2005

Kæru vinir

Kæru vinir,
þar sem Bimba mun hafa í öðru að snúast næsta sólarhringinn og gott betur, munum við Helga sjá um að flytja ykkur fréttirnar. Í fyrsta lagi vil ég segja ykkur hversu mikils virði stuðningur ykkar og hlýja er okkur fjölskyldunni. Hjartans þakkir og Guð blessi ykkur öll. - Gemsinn hennar Bimbu hefur verið í einhverju lamasessi undanfarinn sólarhring, þannig að hún hefur ekki getað svarað hringingum, en hefur hins vegar getað tekið við og sent sms-boð. Þið sem hafið reynt að ná sambandi við hana farsíma-leiðina skuluð því ekki hafa neinar áhyggjur. Hún er endurnærð eftir góðar stundir með góðum vinkonum, bjartsýn og tilbúin í átökin. Hrönn vinkona Bimbu kom til Lundar í dag og verður fram að heimferð. - Eins og fram hefur komið hefst prósessinn eldsnemma í fyrramálið, kl. 5 að íslenskum tíma og getur staðið í 8-12 klst. Þá tekur við langþráð hvíld fram á þriðjudag. Og þá verður hafist handa við að fínstilla græjurnar. - En nú bíðum við auðmjúk, þakklát og bjartsýn.
kveðja
Einar Gylfi

Friday, November 25, 2005

ovissutimar

Nú ríkir mikil óvissa. Í gær kom í ljós að vegna einhvers hjartaklúðurs er óvíst að mér sé treyst í aðgerðina.
Heimurinn hrundi, öll bjartsýni og hugrekki hvarf á einu augnabliki og söguhetjan bara grét. Allt í einu missti ég alveg sjón á björtu hliðunum. Algert svartnætti. Ef ég kemst ekki í aðgerðina og allt þetta hefur verið til einskis og framtíðarmyndin verður bara dimm og dökk. Engin von um bata eða hvað..??? Það afber ég ekki.
Helga reyndi að stappa í mig stálinu en allt kom fyrir ekki.
Við fórum í kapelluna og töluðum við guð og kveiktum á kertum, það hjálpaði svolítið.
Svo hringdi ég í Gylfa minn og það hjálpaði líka.
Loks léttist lundin örlítið við fótanudd Helgu með tilheyrandi kremum og góða tónlist.
Þetta er skrifað er kl. 9.15 að morgni. Við eigum að mæta á deildinni kl. 10 og vonandi fer allt vel. Það er búið að finna fram öll lukkudýrin og gripina og góðu óskirnar og bænirnar eru í huga okkar – þetta hlýtur að ganga upp.

KL.13.30
Komnar aftur af spítalanum. Viðtöl við ýmsa og mikil bið inn á milli. Og við Helga óvenju þögular.
EN VITI MENN í stuttu m áli sagt – Niðurstaða allra þessara sérfræðinga var að mér væri treyst í aðgerð svo hún verður framkvæmd á mánudag og ég þarf ekki að mæta á spítalalanum fyrr en á sunnudagskvöld. Elín er á leiðinni frá Osló og við munum örugglega hafa það fínt í bústaðnum hennar.
Svo nú fer ég með Helgu í bæinn og kaupi mér hatt.Og þakka almættinu í auðmýkt.

Nú munu verða pása á blogginu af því bókasafnið sem ég fer með kubbinn í er lokað um helgina.
Á mánudag eru ekki miklar líkur á að ég skrifi, en kannski fáið þið fréttir. En hugsið til mín – ég veit þið gerið það.
Takk takk

ovissutimar

Nú ríkir mikil óvissa. Í gær kom í ljós að vegna einhvers hjartaklúðurs er óvíst að mér sé treyst í aðgerðina.
Heimurinn hrundi, öll bjartsýni og hugrekki hvarf á einu augnabliki og söguhetjan bara grét. Allt í einu missti ég alveg sjón á björtu hliðunum. Algert svartnætti. Ef ég kemst ekki í aðgerðina og allt þetta hefur verið til einskis og framtíðarmyndin verður bara dimm og dökk. Engin von um bata eða hvað..??? Það afber ég ekki.
Helga reyndi að stappa í mig stálinu en allt kom fyrir ekki.
Við fórum í kapelluna og töluðum við guð og kveiktum á kertum, það hjálpaði svolítið.
Svo hringdi ég í Gylfa minn og það hjálpaði líka.
Loks léttist lundin örlítið við fótanudd Helgu með tilheyrandi kremum og góða tónlist.
Þetta er skrifað er kl. 9.15 að morgni. Við eigum að mæta á deildinni kl. 10 og vonandi fer allt vel. Það er búið að finna fram öll lukkudýrin og gripina og góðu óskirnar og bænirnar eru í huga okkar – þetta hlýtur að ganga upp.

KL.13.30
Komnar aftur af spítalanum. Viðtöl við ýmsa og mikil bið inn á milli. Og við Helga óvenju þögular.
EN VITI MENN í stuttu m áli sagt – Niðurstaða allra þessara sérfræðinga var að mér væri treyst í aðgerð svo hún verður framkvæmd á mánudag og ég þarf ekki að mæta á spítalalanum fyrr en á sunnudagskvöld. Elín er á leiðinni frá Osló og við munum örugglega hafa það fínt í bústaðnum hennar.
Svo nú fer ég með Helgu í bæinn og kaupi mér hatt.Og þakka almættinu í auðmýkt.

Nú munu verða pása á blogginu af því bókasafnið sem ég fer með kubbinn í er lokað um helgina.
Á mánudag eru ekki miklar líkur á að ég skrifi, en kannski fáið þið fréttir. En hugsið til mín – ég veit þið gerið það.
Takk takk

Thursday, November 24, 2005

flutt a hotel

Jæja þá er ég flutt á hótelið og við Helga höfum það ótrúlega notalegt – ég er búin að hestshúsa stórum hluta af súkkulaðibirgðum “heimilisins” svo dreypum við aðeins á gammeldansk og koniaki + kaffi+ brauð með osti sem Helga sótti fyrir mig af því ég var orðin svo ansi svöng. En takiði eftir því að það vantar doooldið. Það má ekki hér. Ekki einu sinni úti á lóð þar er allt fullt af bekkjum með miðum sem stendur á “rökning forbjuden” Mér verður hugsað til fíkla sem ég þekki þið væruð ekki í góðum málum. Hér sér maður fólk í náttsloppum með sárabindi á hausnum eða í hjólastólum húka skjálfandi í skúmaskotum í reyk. Ég fæ mér stundum smá í lækningaskyni og sest þá bara á miðana á bekkjunum svo enginn fatti neitt................ en ég er nú löglega afsökuð ég hef svo gott af þessu.
Áðan varð mér litið í spegil og hugsaði með mér að ég yrði nú að fara að fara í klippingu.
Þá mundi ég allt í einu að ég fæ ókeypis klippingu á mánudag þvílík hundaheppni.
Það verður ansi töff dagur þessi mánudagur mæti kl 6 í klippingu og svo hefst viðgerðin sem endar með að ég fæ bylgjur af bestu gerð og verð vonandi eins og ný á eftir.
Er strax farin að hlakka til
En þetta verður ekki tekið út átakalaust geta orðið minnst 8 mest 12 tímar sem fara í þetta.
SÄ nu skal vi hygge os næstu daga.fram að klippingu. Við förum í bæinn og Elín kemur frá Oslo og býður okkur með sér í sumarbústaðinn í Halmstadt og þar munum við örugglega hafa það fínt.
‘A sunnudeginum kemur svo Hrönn sá mikli kvenkostur sem mun taka við að gæta mín (ekki auðvelt verk það) þegar Helga fer á miðvikudag. Það verður gaman að fá hana í hópinn.
Nú er að byrja mynd í sjónvarpinu loksins e-ð, sjónvarpið heima er miklu skárra en hér svei mér þá en þetta erer gamall kunningi 1900 (Bertolucci). Æi Donald Sutherland fékk heikvísl í lærið og ég þoli ekki svoeliðis Ætli ég fari ekki frekar út á bekk............
God nat!

Nýr dagur. Svolítill suddi úti en við fórum samt í bæinn að kíkja á lífið en varla vorum við komnar þegar Jonas hjúkki vinur okkar á deild 26 hringdi og við þurftum að þjóta upp á spítala vegna e-r rannsóknar. Þar fékk ég upplýst að ég væri með þetta líka fína sterka hjarta sem pumpaði svo fínt en það væri samt e-r smá pikklis en það er ekkert sem skiptir neinu máli fyrir aðgerðina. Það var alla vega gott að vita að pumpan væri í lagi.
Við hittum hérna Hans sem er parki sem er búinn að fara í aðgerð og hann sagði bara hreint út: OM DU FÅR CHANCEN SÅ TAK DEN. Sem útleggst nokkurn veginn: Úr því þú færð tækifærið – GRÍPTU ÞAÐ. Hann sagðist hafa fengið mikla bót.

Það eru allir svo almennilegir hérna og hjálpsamir. ‘Eg verð ekki vör við þessa stífu Svía sem ég hef heyrt svo mikið um. Þeir eru alla vega ekki hér í Lundi.

Mér finnst óskaplega vænt um allar kveðjurnar það hlýjar mér um hjartaræturnar en það væri fínt að þið skrifuðuð nafn undir. Ég hef nefnilega lent í því bæði á blogginu og SMS að ég er ekki alveg viss hver skrifar!!!!!!

Að lokum fyrir þá sem þurfa að ná í mig eða Helgu: Símanr. Á hótelinu beint inn á herb. 231 er 0046-46178631

Wednesday, November 23, 2005

23.11.05

Nú er dagur að kveldi kominn. Við Helga orðnar heimavanar á spítalanum og í Lundi. Fékk bæjarleyfi í dag (minnir migt einhvern veginn á Litla Hraun þegar ég var þar) og við frænkur skeiðuðum í bæinn. Sjukhuset er bara steinsnar frá miðbænum eða réttara sagt er það í miðbænum . Hér allt í kring eru gamlar byggingar og allt svona mjög krúttaralegt.
Við versluðum soldið, fengum þessar líka forláta naríur og sokka á spottprís.
Þetta var fín upplyfting þ.e. að fara í bæinn!
Þessa stundina er ég í heimsókn på patienthotellet- takið eftir eg er farin að sletta.
Helga dekrar við mig er. Í henni sameinast lipur einkaþjónn, hjúkka og vinkona, það er ekkert slor að vera í slíku kompaníi.

Lengra náði ég ekki í gær.
Nú er kominn nýr dagur. Sólin skín, það fallegur mildur vetrardagur. Það er búið að gera e-r mælingar og nú bíð ég og Helga situr hjá mér.
Við erum auðvitað að vonast eftir að þessi stofugangur láti sjá sig – þetta hljómar asnalega, -að þessi eldhúsgangur, eða herbergisgangur ..................
Við erum að vonast eftir að ég fái að flytja út á “ptt.hotellet” þá verðum við frjálsari.
Hér á deildinni er mikið af mjög veiku fólki, mér finnst ég vera eins og hver önnur hind miðað við flesta hér og alls ekki eiga heima hér.

Það er skrýtið hvað allir hér eru illa að sér í tölvumálum og við fáum litlar sem engar upplýsingar um þessi mál. Við fórum þó á bókasafnið í gær eins og hlustendur þáttarins vita. Þar var ekki hægt að setja okkar tölvu í samband en það voru til 4 tölvur til notkunar fyrir sjúklinga og þar af voru 3 í ólagi.
Við Helga fundum netkaffi í símaskránni (það virðist vera 1 slíkt hér í bænum ) og þangað förum við í dag og sjáum hvað gerist.

Í gær þegar við vorum í bænum hittum við Helga Helgu (vinkonu Kristínar og Sveins.) og dóttur hennar sem er svæfingalæknir hér á spítalanum. Lítill þessi Lundur réttara sagt..

Kæru vinir mínir og fjölskylda takk fyrir “kommentin” á bloggsíðunni og aðrarhlýjar kveðjur og hugsanir – það er svo gott að vita að maður eigi góða að.

Tuesday, November 22, 2005

22.11.05

Nú sit ég hér á rúmstokknum og skrifa. Ég ætla að gera tilraun með að skrifa texta og setja hann á kubb og flytja yfir á tölvu á bókasafninu. SJá til hvað gerist.
Mér var ekki létt í skapi þegar ég kom hingað inn. Það voru tvær litlar konur –þó stórar væru- sem gengu í gær inn í risaastórt andyri á þessu Lazaretti en sjúkrahúsið er kallað því nafni.
Helga hafði orð fyrir okkur og spurði á sinni fínu sænsku hvert við ættum að snúa okkur.- og stúlkan í upplýsingadeildinni bað hana að skrifa á blað hvað ÉG héti................
Við fundum deildina sem er uppi á 11 . hæð og er nr. 26. að er ástæðulaust að hrella lesendur með því hvernig okkur leist á þetta svona til að byrja með, sérstaklega þegar okkur var sagt að ég ætti að leggjast inn med det samme. Við vorum búnar að sjá fyrir okkur að við mundum geta átt rólega stund á patienthotellet, lagt okkur aðeins eftir langan og strangan dag(vöknuðum um 4). Ég gældi meira að segja við að ég mundi fá mér gammel dansk til að slaka á og ég veit að Helga hefði ekki slegið hendi á móti einum slíkum. En það var ekkert slíkt á dagskrá.
Til að gera langa sögu stutta hittum við fyrst afskaplega almennilega hjúkku sem tók viðtal og síðan biðum við alls 7 tíma eftir Hjálmari lækni sen var í aðgerð og enginn vissi hvenær hann kæmi. Ég dottaði öðru hverju en Helga þessi blessaður engill eins og amma okkar hefði sagt hún sat á hörðum tréstól við rúmstokkinn minn.
SVOOOOOOO kom Hjálmar sjálfur. Hann var nú alveg þess virði að bíða eftir!!! Afkaplega sætur og almennilegur og alveg hissa á að við skyldum ekki bara hafa farið oní bæ að fá okkur í gogginn.
Þegar hann var búinn að skoða gripinn og taka skýrslu gátum við loks farið út á hótelið sem er hér við hliðina á að ná í náttföt og snyrtibudduna þ.e. tannbursta o.fl. og við gátum farið að sofa ég hér og Helga á hótelinu.
Ég er í fögurra manna herbergi og þær tala mikð saman konurnar sérstaklega tvær þeirra og önnur talar jafnframt nær viðstöðulaust í síma – og á þessu líka herfilega hrognamáli.
Ég skil bara ekki orð gæti eins verið að hlusta á grænlensku. En ef fólk talar venjulega sænsku á ég ekki í vandræðum. Var meira að segja spurð í dag hvort ég hefði búið í Svíþjóð hahaha
Ég hef tekið eftir að þeir sem eru heyrnarlausir heyra oft það sem þeir eiga ekki að heyra. Einss var með mig áðan allt í einu heyri ég að sú málglaða segir í símann að það sé kominn útlendingur sme skilji ekki sænsku en frænka sé henni til aðstoðar!!!
Ekki veit ég hvernig ég hefði farið að án hennar frænku minnar, hún stóð við hlið mér eins og klettur og túlkaði það sem skánverjar lögðu til mála.
Annars var ég í alls kyns prófum og videomyndatökum í morgun fyrst lyfjalaus og síðan eftir lyfjatöku og tveir læknar kona og maður sem minntu mig á Halla og Ladda eða e-ð svona grínpar prófuðu mig og svæ var gömul og slitin beinagrind inni á herberginu þar sem allt var á hvolfi. Þau voru voða ánægð með útkomuna og ekki mátti á milli sjá hvort þau eða beinagrindin brostu breiðar.Ég veit ekki af hverju þau voru svona ánægð en það kemur væntanlega í ljós.
Vonandi fáum við Helga að fara út á eftir og fá okkur frískt loft.................

Monday, November 21, 2005

Kveðja frá Bimbu í Lundi

Þar sem Bimba er ekki komin í netsamband með nýju fartölvuna sína, bað hún mig að segja ykkur fréttir af sér. Ferðalagið hófst eldsnemma í morgun að góðum íslenskum sið. Flugu þær frænkur, Bimba og Helga til Kastrup og tóku þaðan lest til Lundar. Þegar þær mættu á sjúkrahúsið var Bimba sett á fjögurra kvenna stofu og háttuð niður í rúm. Þar liggur hún nú þegar þetta er skrifað og bíður eftir að læknir komi og tali við hana. Við hlið hennar á hörðum stól situr Helga og er henni stoð og stytta. Einn herbergisfélaginn talar stöðugt í gemsann sinn og er greinilega farinn að fara nett í pirrurnar á hinum íslensku gestum. Bimbu er farið að leiðast biðin eftir lækninum og er ekki sátt við að vera rúmliggjandi, eins og þið getið rétt ímyndað ykkur. Auk þess finnst henni erfitt hve illa henni gengur að skilja blessaða svíana. Sagðist reyndar ekki vita hvernig sér hefði reitt af, ef hún hefði ekki Helgu sér við hlið, sem skilur bæði skánsku og sænsku, auk þess að vera henni ómetanlegur andlegur og félagslegur stuðningur. - Sem sagt hún er mætt á staðinn en er í biðstöðu, bæði heilsufarlega og margmiðlunarlega séð. - Vonandi rætist úr hvoru tveggja sem fyrst.
Kveðja Einar Gylfi

Saturday, November 19, 2005

laugardagspistill

Dagurinn byrjaði rólega - það barst kaffiilmur úr eldhúsinu þar sem minn elskulegi var að hafa til morgunverð. Hann sönglaði bí bíbi bí bí bí í viðlaginu á Holiday með Bee Gees, hann söng á lágu nótunum því hann er ekki haldinn sönggræðgi. Annars var ég næstum búin að gleyma Bee Gees.
Enda eru þeir farnir að týna tölunni. En þeir voru nú krúttlegir meðan þeir voru og hétu. Já það barst kaffiilmur úr eldhúsi svo ég staulaðist á fætur og við borðuðum morgunverð , það var verksmiðjubrauð frá myllunni, ostur, marmelaði, gúrka.................. nei bara grín. Það er bara svo oft talað um mat á svona bloggsíðum. m.a.o. við vorum í matarboði hjá Guðm. bróður mínum og Þórunni með Sigga og Sínu. Það var indverskt thema og við brunnum öll að innan.
Hálft kvöldið fór í að hrósa kvikmyndinnmi KÓRINN sem meiri hluti gesta hafði séð. Og hananú þið sem ekki fóruð getið nartað í handarbökin á ykkur það sem eftir er.
En snúum okkar að deginum í dag............
Þá byrjaði ballið. Fartölva á vegum Freyju og Hilmars var borin inn á heimili mitt og Herdís tölvukona og kórsystir setti hana í samband og kenndi mér á hana og Freyja var viðstödd ásamt okkur Gylfa. Þetta var fyrir mér eins fyrir mér eins og verið væri að kveikja á rafstöð fyrir allt suðirlandsundirlendi, þvílikt og annað eins- og það sem meira var, mig setti hljóða.
Nú þarf ég bara að æfa mig þangað til ég fer út svo ég geti nýtt þetta töfratæki út í ystu æsar. Skrifað blogg, sent tölvupóst, talað á SCYPE- ég man ekki hvernig það er skrifað. Ég er þegar búin að hringja íKrissu frænku á Árósum en ég náði ekki í aðra.
Ég mun því ekki hengja upp jólagardínur eins og ég var búin að hóta, og ég mun varla hafa tíma til að stytta buxur eins og ég ætaði líka að gera.
Svo komu nokkrir gestir Jóhanna, Kristjana /Lilla og Fríða og við borðuðum súkkulaðiköku sem ég bakaði (nei nei bara plat) og ég talaði í síma og leiðrétti tölvunetföng.
Ég er e-ð svo bjartsýn. Það eru svo margir sem senda mér góðar óskir og biðja fyrir mér og ég bara finn fyrir því. Einar Gylfi var e-ð dapur yfir að fara ekki með mér en nú erum við öll sannfærð um að það sé best að hann sé heima og sé stuðningur fyrir krakkana. Þá líður mér betur.
Það eru margir sem segjast ekki geta skrifað í gegnum bloggið mitt.
Ég kann ekkert á það svo ég veit ekki af hverju sumir geta skrifað en aðrir ekki.
En alla vega Þakka ykkur fyrir allar kveðjurnar.
Í kvöld erum við að fara í mat hjá Ernu ogf Gunnari og síðan á Bambinosball. Verst að geta ekki stillt á salsataktinn , ég verð bara í enskum vals. Er sum sé við góða heilsu þannig lagað.
Takk fyrir mig elskulega fólk í kringum mig.

Wednesday, November 16, 2005

Skrýtnir tímar

Mér líður hálf undarlega. Ég er bæði spennt og kvíðin en það er ekki svo undarlegt.
Ég kem ekki neinu í verk og þó. Ég var nú í vinnunni í gær og gekk frá mínum málum svona eftir því sem hægt er. Kvaddi vini mína á Landakoti. Fékk óskaplega margar góðar óskir og faðmlög. Þetta hlýtur að virka. Það er svo mikið af góðu fólki á Landakoti. Er strax farin að hlakka til að koma aftur. Vonandi full af orku og góðum hugmyndum.
Þegar líða tók á dag fór ég á flandur fór með Parkablaðið á nokkrar stofnanir eins og ég hafði lofað. Þetta er mjög fínt blað með ýmsum fróðleik og góðum greinum. Þar er að sjálfsögðu grein eftir mig, sem er alveg þess virði að lesa þó ég segi sjálf frá og ef mig skyldi kalla.
Fór síðan í Norræna húsið og Kristín Braga vinkona mín bauð mér í kaffi og spjall. Alltaf gott að hitta hana. Svo fór ég á Mánagarð til Kollu, stoppaði stutt. Nú er hún á leið til Chile - gaman hjá henni.
Annars fór dagurinn mikið í símtöl og reddingar. Það er alltaf verið að hnýta í Tryggingastofnun ríkisins. Ég þurfti að hafa samband við þá stofnun í sambandi við mína ferð til Lundar og þar eru allir afskaplega almennilegir og fúsir að greiða götu manns. Ég finn ekki annað.
Það var mikið hringt í mig í gær og ég hringdi líka sjálf. Ég var orðin alveg þurrausin og við hliðina á sjálfi mér (ætli þetta sé ekki danska "ved siden af mig selv")
Nú verð ég heima í dag. Ég er að velta fyrir mér hvort ég á að finna jólagardínurnar og aðventudótið og setja alla vega gardínurnar upp í eldhúsgluggana - ha er það ekki einum of halló.
Ég ætla að huxxxxa málið.

Tuesday, November 15, 2005

Þá er það ákveðið

Þar sem ég stóð við eldavélina og ætlaði að fara að elda mjög exótískan hakkrétt - hringir síminn og maður sem talaði íslensku með sænskum hreim og kvaðst vera læknir í Lundi tilkynnti mér að ferðinni til Lundar yrði flýtt um eina viku. Sum sé mæting 21. og aðgerð 28. Smá sjokk fyrst. Hætti við exótíska réttinn, settist niður og fékk mér lakkrísbrjóststykur "og með því".
Talaði við fjölskylduna og síðan Hrönn fylgdarmann og Helgu frænku mína en hún var líka búin að bjóðaa upp á sitt kompaní. Niðurstaðan verður líklega að þessar yndislegu traustu konur skipta með sér verkefninu og Gylfi verður heima og gætir bús og barna en aðstæður eru þannig að það kemur betur út en að hann fari út með mér. Allir mjög sáttir.
Svo kemur bara splunkuný kerling heim - kannski með jólasveinahúfu á skallanum eða Doddahúfu frá Margréti Þorvalds. Og þá verður kátt í höllinni..............
Ég fór aðeins á kóræfingu í kvöld og fékk góðar óskir og minnst 120 kossa frá elskulegu kórsystrum mínum.
Þær sungu svo angurvært Jól jól skínandi skær svo mér vöknaði um augu.
Enga væmni Ingibjörg
Einar Gylfi var að komaa frá Ísafirði í kvöld - og er farinn að dotta. Ég er að fara í vinnuna í fyrramálið þarf að ljúka ýmsu þar - best að fara að halla sér.
Vonand mun ég hafa aðgang að tölvu í Sverige svo ég geti bloggað...............

Pistill 2 - spennið öryggisbeltin

Svei mér nú gengur þetta hjá mér. Búin að hringja í nokkra bloggara til að fá leiðbeiningar um hvernig ég gæti haldið áfram að skrifa -því mér var alveg fyrirmunað að sjá hvernig ég ætti að komast inn í kerfið aftur. Sérlegur ráðgjafi minn Sigríður Margrét var ráðþrota og ýmsir fleiri sem ég leitaði til, ekkert gekk. EEEENNNNN svo hringdi ég í Willu og við fikruðum okkur í gegnum þennan frumskóg og viti menn það uppgötvaðist að ég var ekki með alveg rétt notendanafn og þegar það hafði verið leiðrétt þá opnaðist þessi síða mér. Já eins og allir almennilegir bloggarar vita þá þýðir ekkert að vera með næstum því rétt notendanafn, það verður bara að vera R'ETT.
Þetta er svipað og þegar fólk segir ég vann NÆSTUM hæsta vinning í happadrætti það munaði bara einum, það er ekkert svoleiðis annað hvort er maður með vinningsnúmerið eða ekki.

Nú stendur mikið til hjá mér og margir hafa sýnt því áhuga og haft á orði að Þeir vilji fylgjast með hvernig gengur, þessi bloggsíða gæti borið upplýsingar til ykkar ef þið viljið:
Ég hef verið boðuð til Lundar þ. 28.11. í þessa aðgerð sem sum ykkar hafa heyrt um. Það á að setja nokkurs konar gangráð í hausinn á mér sem mun gefa frá sér taugaboð sem ég ekki fæ núna af því dópamínið er e-ð ekki að gera sig. Ef vel gengur mun ég verða miklu liprari og þarf ekki að taka eins mikið af lyfjum. Og þar sem það er hollast að ganga út frá að allt gangi vel þá geri ég það bara. Reikna með að koma heim rétt fyrir jól liðug eins og köttur eða alla vega belja en í útliti eins og sköllóttur Frankenstein. En það jafnar sig nú og ég mun vonandi öðlast minn gamla fríðleika og ofursjarma aftur.
Fyrstu vikuna verður Hrönn vinnufélagi minn af Landakoti og vinkona með mér, svo er meiningin að Einar Gylfi komi og verði hjá mér þegar ég fer í uppskurðinn.........
Verst er að Sigríður Margrét er í prófum akkúrat á þessum tíma og mér finnst nú æskilegt að fólk í þeirri aðstöðu fái reglulegar máltíðir , ást og umhyggju. Ég hef minni áhyggjur af Pétri sem vinnur á sinni vídeóleigu og er svo salí-rólegur að honum fær ekkert haggað.
Annars er hann að fara til Kaupmannahafnar eftir áramót í fjölmiðlanám sem ég kann ekki að nefna á íslensku "multimediadesign" og þá hafiði það.
'I síðasta og jafnframt fyrsta blogginu mínu sagði ég að mér fyndist ekki að maður ætti að skrifa mikið þá myndi enginn nenna að lesa, en svo geri ég það nú samt. En æi það er svo mikið að ske núna hjá mér. Ég held bara að það hafi aldrei verið jafn örlagaríkir tímar framundan hjá mér.
Kær kveðja Bimba

Sunday, November 13, 2005

Svei mér þá

Ég var í matarboði með vinkonum mínum á föstudaginn og þær fóru að tala um bloggin sín. Einhver hafði orð á því að það væri undarlegt að ég bloggaði ekki því ég hefði nú svo gaman af að skrifa. Mér hefur lengi fundist það skrýtin árátta að blogga - hverjum kemur svo sem við hvað ég er að fást við dags daglega, hvern ég hitti, hvað ég borðaði- mér hefur virst það aðalega vera svoleiðis upplýsingar sem koma fram á bloggum. Reyndar finnst mér gaman að lesa mörg blogg en þau mega ekki vera of löng.
En nú ætla ég að blogga. Kannski bara í þetta eina sinn. Hver veit.

Alla vega er ég búin að vera á þvílíku spani. Magnað matarboð á föstudaginn hjá Jóhönnu kórstjóranum mínun (verður maður ekki að gera grein fyrir fólki sem meður nefnir?) sem er listakokkur og frábær gestgjafi. Við vorum svona 10-15 konur saman komnar. Yndislegar og skemmtilegar -allar.

Á laugardaginn var "Dekur og djamm" hjá Léttsveitinni. Það var að vanda mikil stemmning , fullt af kátum konum sem skemmtu sér hið besta. Það var boðið upp á alls kyns gúmmúlaði (mat) og skemmtiatriði eins og danskennslu söng kjólauppboð tískusýningu.
Við Þórkatla vorum með skemmtiatriði og í þrusu flottu gervi sem kvikmyndadísir, það fannst mér svo gaman. Undirbúningnefndin með Maríu Björk í broddi fylkingar stóð sig frábærlega við að koma þessu á koppinn.
Mér finnst ótrúlega gaman að öllu svona.
Svo lauk pr0grammi laugardagsins á því að ég var leynigestur í afmæli Maríu Guðm. sem vann með mér á Reykjalundi. Hún var að halda up á 70 ára afmælið sitt. Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í því. María alltaf jafn sæt og hress, en hún var lengi að "fatta upp á mér"
En að þessu loknu var ég orðin ansi þreytt.
Ég vissi það að þetta yrði svona hjá mér bara upptalning á hvað ég var að gera um helgina.
Nú er sunnudagskvöld og við fjölskyldan vorum að koma frá því að halda upp á afmæli Sigríðar Margrétar sem varð 18 ára 9. nóv. Við fórum á uppáhaldsstaðinn okkar Austurt India félagið
Loksins gerði ég þó e-ð með fjölskyldunni - það er alltaf svo margt að ske að stundum finnst mér ég ekki vera nógu fjölskylduvæn. Elska þau samt mest af öllum...........