Bimba

Friday, January 19, 2007

kveðjur

Kæru (blogg)vinir nú er k omið að leiðarlokum og mál að þessu fari að linna. ÉG NENNI EKKI AÐ BLOGGA LENGUR!!!!!!!!!!!!!!! Svo nú hætti ´eg. Takk fyrir mig sérstaklega ykkur sem komuð með ath.semdir að ég tali nú ekki um þegar ég var í Svíþjóð og hafði mikla þörf fyrir að heyra frá ykkur. ÁÐur en ég hætti vil ég bara segja ykkur að það er allt svosem bara ágætt að frétta -miðað við aldur og fyrri störf. Allt ennþá í óvissu með vinnumálin og það er miður. Algjört limbó. EN það eru margir sem eiga við erfiðleika að stríða og sumir eru líka á hálum ís............. eins og t.d. Guðmundur í Byrginu. Miðað við hann er ég nú í góðum málum það sér hver maður!!! Hafið það alltaf sem best. kærar kveðjur Ingibjörg/Bimba

Friday, December 29, 2006

nú er kúfurinn af jólunum búinn og allir útreyktir eftir allt hangikjötið og hamborgarahryggina nema kannski þeir sem borða rjúpu. Við erum búin að hlusta á rjúpu söng Baggalútsmanna yfir öll jólin og það liggur við að hann slái út "ein er upp til fjalla yli húsa fjær". Þetta snertir streng í brjóstum viðkvæmra eins og t.d. hjá mér. Ég er búin að fjárfesta í bók sem heitir "fyrst ég gat getur þú líka" þetta er sjálfhjálparbók um hvernig maður hættir að ..... tja t.d. að borða rjúpu eða blogga. Ég geri það um hver áramót en byrja alltaf aftur. Nú ætla ég að taka þetta föstum tökum. En ég held það sé sjálfgert því það er e-ð að helv. blogginu ég skrifa og skrifa en það kemur ekkert svo allt í einu birtist heil lína löngu eftir að hún er skrifuð - mjög óþægilegt. Þekkja lesendur þetta vandamál?? Nú er ár síðan ég sat kófsveitt við að skrifa hátíðarræðuna fyrir 68 ballið á hótel SÖgu og ég var búin að lofa að birta hana hér á blogginu en gerði það aldrei svo aðdáendur mínir bíða spenntir og búnir að bíða í heilt ár. Ég held það sé við hæfi að ljúka árinu með því að birta valda kafla.................... gjöriði svo vel: Kaflar úr ræðu á 68 ballinu.:

Það má segja að við höfum uplifað miklar breytingar. Þeir sem eru af hinni raunverulegu 68 kynslóð muna tímana tvenna.Við munum eftir því þegar hápunktur vikunnar var barnatímimnn á sunnudögum, flesta daga vikunnar var fiskur í matinn og lambalæri um helgar Það sem var hvað mest framandi var saxbauti úr dós (Hvað sem það var nú)
Það var ein útvarpsstöð Við hlustuðum á lög unga fólksins einu sinni í viku þátturinn stóð yfir í rúman hálftíma á þriðjudagskvöldum ef ég man rétt og styttist ef það var mikið af tilkynningum eða auglýsingum eins og fyrir jólin. Á laugardagskvöldum var dagskrár liður sem var kynntur einhvern veginn svona. ‘Utvarp Rreykjavík -Nú verða leikin danslög af plötum ýmsir listamenn spila. Þá hlustuðum við í von um að það slæddist eitt og eitt bítlalag inn á milli þess að Karl Jullarbo sveiflaði nikkunni af mikilli snilld. og þýskir listamenn spiluðu lög frá ýmsum löndum.
Það var því fjör í kringum fóninn þegar þulurinn tilkynnti þurrlega að nú myndu bresku bítlarnir leika og syngja syrpu af lögum – það var alveg toppurinn

Einstaka stóreignamenn áttu plötuspilara og plötur en algengast var að fólk ætti ferðaútvarpstæki af gerðinni Nordmende sem í þá daga var algeng fermingargjöf.
Sjónvarp var ekki til nema kanasjónvarpið sem var inni á einstaka heimilum og það þótti mikið sport að komast einhvers staðar í að horfa á Bonansa eða Ed Sullivan sjóið.
Þá voru mjólkbúðir og við fórum mrð brúsa út í mjólkurbúð og afgreiðslustúlkan veiddimjólkina upp úr stórum mjólkurbrúsum og pakkaði skyrinu inn í smjörpappír
Krakkar fóru út í búð með net og miða í buddu sem þau réttu kaupmanninum sem afgreiddi vörurnar OMO þvottaduft, camelsígarettur og 1313 sápu . Og hann var oftast svona þjónbustulipur týpa vatnsgreiddur í hvítun slopp Þá hétu búðirnar í vesturbænum brekka, Straumnes, Sunnubúð eða Pétursbúð
Við munum þegar það voru hvít jól og
þegaríslendir námsmenn erlendis sendu jólakveðjur heim blindfullir og klipu börnin sín og þvingu ðu þau til að muldra e-r kveðjuorð til afa og ömmu
Sumir fóru í siglingar eins og það var kallað nokkrum sinnum yfir ævina, og þá var ætlast til að fólk yrði sólbrennt ef það fór til útlanda HVA varstu í Danmörku og ert ekkert brún. Hvað keyptirðu- Þá gat sá hinn sami fengið uppreisn æru ef hann hafði keypt e-ð spennandi. Og þeir sem fóru í siglingar voru iðulega benir a að kauupa hitt og þetta fyir vini og ættingja.
Ég man eftir að hafa séð bréf sem mamma mín skrifaði pabba þegar hann var í útlöndum. Þá var hún greinilega búin að senda honum innkaupalista en þetta var bara smá viðbót: Svo ætla ég að biðja þig að kaupa gúmmístígvélin á krakkana, ljósbláar buxur nr 16 með uppábroti og spæl að aftan fyrir hana Önnu Á 10, og dekk undir fíatinn hans pabba svo biður Jón bróðir þig að kaupa fyrir sig einn bjórkasssa.

Skólaböll voru haldin 2 á vetri og þau voru kölluð dansæfingarnar – Þá voru litlar hnellnar stelpur með túperað hár og stór brjóst í tísku og við þessar löngu mjóu flatbrjósta stúlkur stóðumn í röðum í felldu pilsunum okkara og peysusettum og biðum þess að einhver strákurinn mundi slysast til aðbjóða okkur upp.
Þvílkíkuir léttir þegar við frelsuðumst hentum uppstoppuðum brjóstahöldurunum
og fórum að dansa berfættar þegar okkur sýndist með slegið hár og í hippamussum. Það var sko frelsun.
En nú sjáum við nýja útgáfu af 68 kynslóðinni. Það er fólk sem er vel efnað, annars hefði það ekki efni á að koma á þetta ball, mjög fastheldið t.,d. verða allir að sitja við sömu borð ár eftir ár- og stór hluti þeirra kýs sjálfsstæðisflokkinn eða framsókn, þessi grein 68 kynslóðarinnar er jákvæð og hefur gaman af að skemmta sér –er það ekki!!! og ransókn sem greint var frá í frettum nýlega kemur fram að það trúir á jólasveininn og uppáhalds jólasveinninn er stúfur en vinsttri grænir fíla best kertasníki, enda er hannumhverfisvænn með kertin sín. OG örugglega á móti virkjunum.

mörg okkar muna ótrúlega langt aftur í timann m.ö.o. við eerum komin á efri ár. það er því orðið tímabært að hugsa um hvernig við viljum hafa það í ellinni. en á seinni árum hefur samfélagsmyndin breyst gíifurlega frá því sem áður var komið inn á og er sýnt að við munum verða kröfuharðari en sú kynslóð sem nú er elsta kynskóðin
Við erum eftirstríðsára börnin sprengju kynslóðin sem hefur sprengt allt utan af sér, skólana, háskólana, vinnumarkaðinn þegar konur fóru að þyrpast út á vinnumarkaðinn og nú bráðum elliheimilin. ‘I ár verða fyrstu eintökin af sprengju kynslóðinni sextug - eftir 5 ár förum við að nálgast óðfluga eeftirlaunaaldurinn.

. Ég er að vona að 68 kynslóðin sem nú hefur lagst í dvala og jarðað gamla baráttuviljann og uppreisnarhugann fari að róta í kistunni sinnisog rifji upp gamlar batáttuaðferðir og beita þeim í þ´gu aldraðra flower power og pís, enging læti eða ofbeldi.


Kaflar úr ræðu á 30 ára afmæli iðjuþjálfafélagsins:

Eitt erindið fjallaða um margvísleg hlutverk kvenna nú til dags.
Þegar ég var að alast upp á seinni helmingi síðusu aldar var lífið miklu einaldara en það er í dag
Þá voru konur flestar húsmæður og karlar voru yfirleitt fyrirvinnur . Hlutverkin voru skýrog fá. Konurnar voru heima á daginn í hagkaupssloppunum . Fóru e.t.v. út í mjólkurbúð og voru þá ekki sérlega uppábúnar , voru jafnvel með niðurrúllaða sokkana og með krullupinna í hárinu . En svo klæddu þær sig uppá ef þær fóru e-ð út fyrir hverfið sitt. Stundum skutust konurnar í hagkaupssloppunum í kaffi hver til annarrar og drukku staðið kaffi úr bústnum hitakönnum sem voru með litlum svampi undir stútnum svo ekki læki á dúkinn þó það gerði ekki mikið til því það var voksdúkur. hann þurfti ekki að þvo Mátti bara strjúka af honum. Þá hafði enginn heyrt um capuchino expresso eða kaffe latte nema þeir sem höfðu búið í s- evrópu kannski svo fólk stóð ekki frammi fyrir erfiðu vali þegar það ætlaði að fá ´sér kaffisopa. Viltu sopa “já ef þú átt það á könnunni” “Já það er nóg kaffi lagaði það í morgun”
Á þessum árum var aldrei neinn sem sagði – bara húsmóðir. Þ:að var sannarlega fullgilt starf að vera húsmóðir – þó ekki væri það metið til launa.
Karlarnir komu heim úr vinnu þegar langt var liðið á dag. Komu þreyttir heim og þá stóð maturinn tilbúinn á borðinu, einfaldur matur t.d. þverskorin ýsa og kartöflur og grautur í eftirmat Á kvöldin var svo setið í rólegheitum, hlustað á útvarp, konan stoppaði í sokka karlinn las í bók eða blaði. Ekki lenti heimilisfólkið í útistöðum um hvaða stöð ætti að horfa á sýn, enska boltann stöð 2, R’UV, Cirkus, það var bara ein stöð og hún var m.a.s . ekki með útsendingar á fimmtudögum þannig að þá var sjálfgert að saumaklúbbar og fundir væru á fimmtudögum. þannig að það þurfti ekki að standa í stappi út af því.
Um helgar gerði fólk sér dagamun og karlmenn fóru í sparifötin hvíta skyrtu og dökk jakkaföt og ilmuðu af Old Spice rakspíra (sem var sá eini sem fékkst að égheld) og þeir fóru með börnin í morgungöngu meðan húsfreyjan undirbjó hádegismatinn; sunnudagssteikina , lambalærið sígilda og heitan sveskjugraut með rjómablandi.
Um Helgar buðu þeir sem áttu bíl í bíltúr og þá var ekið rétt út fyrir borgina
t.d. í Heiðmörk eða Hellisgerði með nesti Þar var álafoss teppið breytt á jörðina og nestið tekið upp. brauð með ´tomötum og eggi eða mysingi og kaffi á brúsa - það var að margra mati hápúnktur ferðarinnar þegar nestið var borðað.
Þá var ekki brunað um þjóðvegi landsins með sumarbústaði útbúna öllum hugsanlegum heimilistækjum íeftirdragi.
Ef það var sunnudagur lá ungviðiðinu lífið á að komast heim og ná BARNAtímanum í útvarpinu hjá Skeggja Ásbjarnar eða þeim Helgu og Huldu Valtýs því það var aðal menningarviðburðurinn í lífi yngstu kynslóðarinnnar fyrir utan þrjú bíó svona af og til.. Þá voru tölvuleikir, myndbönd voru stjarnfræðilega fjarri.
Á þessum tíma söng fólk hástöfum “hann fékk bók og hún fékk nál og tvinna” í jólagjöf -engum fannst það hlægilegt. En hvað allt virðist hafa verið einfalt!

nú er öldin önnur

Hlutverkin hafa breyst. Nútíma konan er í mörgum hlutverkum og tekur sér ýmislegt fyrir hendur sem kynsystur hennar hefðu ekki einu sinni látiðsig dreyma um þegar ég var að alast upp.. Fyrir utan hin hefðbundnu kvennahlutverk starfar hún utan heimilisins er í námi samhliða vinnu, hún stundar líkamsrækt, og svo gæti hún verið í kór eða stjórn e-s félags, hún á margar vinkonur sem hún hittir á kaffihúsum og fer með í stuttar ferðir til útlanda en hún fer oft erlendis. Hún á mikið af fötum og gengur í push up brjóstahaldara og schock up sokkabuxum og er á danska kúrnum og ferðast um með litla vikt og grænmeti í poka.
.
Hún á aldraða foreldra sem eru hjálparþurfi og sem hún sinnir ef hún á enga systur .
Hún er hlynnt hollustufæði þ.e. grænmetis og baunaréttum ýmis konar en má sjaldan vera að því að elda svoleiðis, kaupir þá P-mat; pizzu, pylsur, pasta eða pítu nú eða bjúgu eða 1944 rétti.
Þegar hún er með saumaklúbb eða býður vinkonucnum heim getur hún ekki verið þekkt fyrir að bjóða upp ´a svampbotna með blönduðum ávöxtum úr dós og þeyttum rjóma einsog mamma gerði. Nei það verður að vera spelt brauð með heimalöguðu pestó og frönsk baka með ástríðualdin mauki a la Solla í grænum Kosti.
Og hlutverkin eru mörg :Móðir, Dóttir, amma, eiginkona, húsmóðir , starfsmaður, nemandi, kynvera, vinkona, líkamsræktarkona, söngkona, félagi í kvenfélagi o.m.fl. Ofan á þetta er hún með móral af því hún borðar óhollan mat , er of þung og hefur ekki tíma til að sinna öllum hlutverkunum sómasamlega
Æi ætli það sé ekki komið nóg en mér finnst margt til í þessu hjá mér Er það ekki?

Monday, December 25, 2006

Jóladagur

Nú er jóladagur að kveldi kominn. Búinn að vera ekta náttfatadagur, búið að næra sig, sofa og lesa, og nú síðast spila scrabble eða hvað þetta nú heitir. Pétur vann og ég var í 2.sæti. Slíkt heyrir til undantekninga ég er svo lítið fyrir að spila, nú sitja þau hin og spila kana og ég stakk af.
Í gamla daga var alltaf jólaboð í Granaskjólsfjölsk. á jóladag og Gylfisens (afkomendur EInars Gylfa) komu á annan. En nú hefur orðið breyting á Graningjarnir hittast seinna. Og þau sem eru í bænum af Gylfisens koma á morgun en þá verðum við óvenjufá því Það eru svo margir að heiman. Pétur er heima nú yfir jólin og það er voða gaman að hafa hann hér heima. Hann fer út 4. jan. og þá fer hann í próf en hann er ekki viss um framhaldið blessaður drengurinn.
Nú erum við b úin að borða hamborgarahrygg í 2 daga og það er alveg fínt. Hann fer að hanga út úr eyrunum á manni ef hann hefði dugað lengur en góður var ´ann.
Ég vona að þið þarna úti hafið átt góð og gleðirík jól og ég bið ykkur að fyrirgefa hvað ég var ódugleg að senda jólakort. Það var næstum búið að eyðileggja jólagleðina fyrir mér að ég fékk svo mörg jólakort en sendi svo fá sjálf en ég hugsa til ykkar með auðmjúku hjarta og þökk.
Ég fékk svo fína gjöf frá Helgu frænku en það var dagbók sem hún skrifaði þegar hún var með mér í Lundi fyrir rúmu ári síðan. Það var magnað að lesa og rifja upp í dag þegar ég sat hér og gluggaði í heftið. Snerti hjartað í mér, þetta var svo magnaður tími og þeir sem fóru með mér upplifðu þetta svo sterkt með mér en það voru fyrir utan Helgu, Hrönn, Freyja og Gylfi. Svo kom Elín keyrandi frá Oslo og var með okkur Helgu yfir helgi í sumarbústað í Halmstad. Elskurnar mínar þakka ykkur fyrir ALLT. Nú er mál að hætta áður en tilfinningarnar ber mig að ofurliði.

Saturday, December 23, 2006

Þá er Þorláksmessa runnin upp. OG við hjónin búin að fara í Bónus sem er aðal viðkomustaður fólks á þessum degi. Þar var allt með þokkalega kyrrum kjörum, smá brjálæði í gangi eins og á venjulegum laugardegi. Við og hinir hömstruðu eins og framundan væri frostaveturinn mikli með tilheyrandi skorti og svarta dauða (flensu sko) og nú er engin hætta á að við verðum uppiskroppa - skrýtið orð- með nokkurn skapaðan hlut fyrr en einhvern tíman í febrúar. Nú hefur óveðrinu slotað sem er búið að herja á okkur undanfarna daga og þessi líka blíða úti. og það er búið að aflýsa Þorláksmessusöng Léttsveitarinnar sem átti að vera við skautasvellið í kvöld af því það átti að verða svo vont veður já það eru svakalegir duttlungar í þessu veðri.
Við erum búin að setja jólatréð í fótinn og kaupa inn svo við erum með allt á hreinu hér í Granaskjóli 14 vantar bara nokkrar jólagjafir og svo þarf að taka soldið til þá er þetta komið ekki mikið mál að halda jól. Svo er boltinn Tottenham eða e-ð í þeim dúr að byrja núna kl 15 og str´karnir ætla að kíkja á það en ég er að hugsa um að fara e-ð í heimsókn til fólks sem á smákökur og vita hvort ég get ekki herjað út svo sem eins og 4-5, jeg er så lækkersulten eins og maður segir í DK. Það er ekki víst að ég skrifi meira fyrir jól svo ég óska ykkur bloggvinum mínum gleðilegra jóla og þakka ykkur fyrir kommentin og tryggðina þrátt fyrir stopul skrif.

Friday, December 15, 2006

jólajólajólajólajól

Nú nálgast jólin óðfluga, það fer ekki framhjá neinum sem lítur í blöð eða hlustar á útvarp. Í útvarpinu allar þessar auglýsingar og jólalög af misjöfnum gæðum. Og dagblöðin hnausþykk og inihalda endalausar auglýsingar sem gera mann alveg tjúllaðan. Ég meina ef maður fer að skoða þær. Og svo má ekki gleyma öllum mataruppskriftunum, það er nú meira hvað fólkið ætlar að borða yfir þessa helgi. Ég kíki stundum í blöðin og sé e-ð áhugavert svo man ég ekkert hvar ég sá þetta þegar ég ætla að að finna uppskriftina, auglýsinguna eða hvað það er sem ég er að pæla í. Það eru örugglega fleiri en ég sem eru svona er það ekki??!! Enda endar þetta alltaf með að ég elda sama jólamatinn og gef bók eða handklæði í jólagjöf. Svakalega hugmyndarík.
Mér finnst hálf skrýtið að vera ekki í vinnunni og í raun sakna ég þess. Sakna vinnufélaganna o g gamla fólksins og stemmningarinnar sem óneitanlega er fyrir jól þó jólin séu oft erfið fyrir fólk sem er veikt og gamalt. Mér finnst ég hafi margt að gefa þó ég geti ekki unnið fasta vinnu. Nú stend ég fra,mmi fyrir því að hætta og mér finnst það erfitt, svona eins og að loka búð þar sem enn eru fullt af vörum í hillunum og ekki sé hirt um að selja lagerinn. Æi ég nenni ekki að röfla meira um þetta.
Nú er ég að fara í sundleikfimi á Grensás- síðasta tímann fyrir jól. Við Anna Axels kórsystir mín erum þarna en hinir "nemendurnir" eru allir 70-80 ára svo við Anna brillerum og ég fíla mig svo vel í þessum selskap. Ég þarf að drífa mig. Það er eins gott að liðka sig fyrir jólagjafakaupin og stússið!!!

Friday, December 08, 2006

Betri dagar

Nú er ég í svo góðu formi ég verð bara að segja það - hef ekki verið svona hress í marga mánuði. Bara ekki síðan í fyrra þegar ég kom úr fyrstu aðgerðinni jibbý kola. Martin rafveitustjóri stillti mig um daginn bæði lyf og straum, ég er líka búin að vera í sundleikfimi á Grensás og talþjálfun.
Allt þetta gerir mér gott. Var r eyndar útskrifuð frá Siggu TAL í dag er bara búin að ná aftur valdi á röddinni og err farin að syngja eins o g Pavarotti. Já vel á minnst Léttsveitin hélt mjög vel heppnaða tónleika í gær fyrir troðfullu húsi. Ofsa gaman og við alveg þrusugóðar - ég meðtalin. Jóhanna stjórnaði okkur eins og herforingi með sínum alkunna sjarma og það er ótrúlegt hvað henni tekst vel uppp bæði með okkur kerlingarnar og stelpurnar jafnt unglingana sem lillurnar. EN það veit sá sem allt veit ég gæ ti ekki átt við svona unglinga með fýlusvip og fengið þá meira að segja til að syngja!!!!! En hún Jóhanna er auðvitað snilli.
Sigríður M. er í prófum og það ermikið álag á henni og ég spurði hvort égætti a ð hjálpa henni með hagfræði þá bara brosti hún undurfurðulega og klappaði mér á kollinn og sagði nei mamma mín.

Eg er búin að setja upp hólagardínurnar ég meina Jóla---------- og Einar Gylfi búinn að hengja upp mislit ljós alls staðar þar sem því verð ur við komið svo nú er bara jólalegt hjá okkur. Svo er soldið maulað af smákökum frá Frón við kertaljós - v o ða jólalegt.

Áður en ég hætti má ég til að segja frá því aðég hef verið að lesa bloggið frá því fyrir ári síðan og ég verð að segja að þetta var nátt´lega alveg stórkostlegt kraftaverk sem ég upplifði. Og svo fékk ég svo mörg falleg komment frá alls konar fólki svo yndislegu. Þvílíkir tíma - ég var einmitt að k oma heim um þetta leyti- ó þetta var allt svo ótrúlegt og stórkostlegt. Nú vona ég að ég fái að hafa þokkalega heilsu áfram og geti byggt mig upp og mjókkað aðeins!!! Bjartsýn. Þýðir nokkuð annað!!??

Tuesday, December 05, 2006

jólakonsert

Það stendur mikið til hjá Léttsveitinni nú verða haldnir jólakonsertar þ. 7. og 9. des og þar verður mikið um dýrðir Auk léttsveitarinnar koma fram barnakór og hlóðfæraleikarar ásamt Þorvaldi Þorvaldssyni-syni á sjó Þorvaldar. Voða flottur söngvari. Nú er um að gera að drífa sig. Fimmtudaginn kl 20 eða laugardaginn kl 16 og hananú.
Röddin mín er öll að koma eftir smá niðursveiflu- talþjálfunin hjá Siggu tal hefur hjálpað. En það er verra með textana. Mér er sagt að einn föðurbróðir minnhafi aldrei getað lært texta og Raggi Bjarna á víst líka erfitt með þetta. Svo þetta er ættgengur andskoti hjá mér sbr. frænda minn en Raggi er reyndar ekki skyldur mér, nema hann er hreyfihamlaður í annarri hendinni. Ég von að ég geti verið með á t ónleikunum en það er ekki alveg vist. Alla vega fæ ég að standa þannig að ég geti látið mig hverfa ef ég vert aðframkomin. Nú er æfing á eftir já Það ert nóg að gera, svo er ég búin að vera í sundleikfimi talþjálfun og sjúkraþjálfun í dag. Og hef ekkert hrapað niður í hreyfigetu og það finnst mér frábært. Ég er betri síðan ég var innlögð einn dag og Martin rafveitustjóri og hans crew fylgdust með mér. Gerðu breytingar bæði á lyfjum og stillingu. Síðan hefur gengið betur.
Á laugardagskvöldið fórum við Einar gylfi á minningartónleika um Johan Lennon. Það var nú ,mjög fínt nema við sátum á fremsta bekk og sáum ekki mikið vegna þess að fremst á sviðinu var sjónvarpsskjár og svo var risastórt hrikalega ljótt blómaker með gerviblómum og við sáum grilla í söngvarana einjhvers staðar á bak við hryllinginn. En við sáum hverjir voru í sjúskuðum fötum og með skít undir nöglunum Mottóið er ekki kaupa miða áfremsta bekk jafnvel þó Dorrit og ÓLi sitji á fremsta bekk þá eru Það ekki bestu sætin.
Ég hitti Jón Ólafs í Bonus og ætlaði að kvarta við hann og sagði við hann að ég hefði verið á þessum konsert ÞÁ SAGÐI HANN : jÁ ÉG SÁ ÞIG ÞÚ VARST Á F REMSTA BEKK. Hvernig á maður að taka þessu., Ég ákvað að verða svoldið ánægð með að Jón sjálfur Ólafs hefði tekið eftir minni auðmjúku nærveru
og skammaðist nánast ekkert yfir að sjá ekki neitt. T.d. sá ég bara hárið á honum jóni því hann var bak viðð píanóið og KK sat bak við blómakerið og söng EN ég sá hana Eivöru og það var eins og draumsýn, hvílík fegurð, söngur og útgeislun